Finnska tríóið Apocalyptica spilar á úrslitakvöldi Eurovision-keppninnar í Helsinki 12. maí. Sveitin vakti fyrst athygli fyrir sellóútgáfur sínar á lögum rokksveitarinnar Metallica. Síðan þá hefur hún spilað sífellt meira af eigin efni.
Tríóið er um þessar mundir að vinna að nýrri plötu auk þess sem DVD-tónleikadiskurinn The Life Burns Tour er væntanlegur um miðjan maí.