Fjalakötturinn sýnir þrjár myndir byggðar á sögum Astridar Lindgren 29. apríl 2007 08:00 Hvar eru rassálfarnir? Fjalakötturinn sýnir myndina um Ronju ræningjadóttur í Tjarnarbíói í kvöld. Fjalakötturinn sýnir þrjár myndir byggðar á sögum Astridar Lindgren nú um helgina, auk þess sem síðustu sýningar á myndum franska kvikmyndagerðarmannsins Raymond Depardon fara fram. Sögur Astridar Lindgren eru sívinsælar hjá börnum jafnt sem fullorðnum. Þær hafa allar verið gefnar út á íslensku og sumar hverjar settar upp sem leiksýningar. Kvikmyndirnar þrjár hafa auk þess verið talsettar á íslensku fyrir myndbandsmarkaðinn og nú gefst áhorfendum tækifæri til að sjá þær með upprunalegri talsetningu í gamaldags bíóstemningu. Þær eru allar sýndar með sænsku tali og enskum texta og eru fyrir alla fjölskylduna. Í kvöld verða sýndar myndirnar um Ronju ræningjadóttur og Börnin í Ólátagarði en á morgun verður sýnd mynd byggð á sögunni Bróðir minn Ljónshjarta. Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson mun kynna myndirnar og bregða á leik með börnunum. Frönsk kvikmyndagerð hefur verið í forgrunni síðustu vikur vegna fransks vors og nú um helgina verður endapunkturinn settur með því að sýna sex franskar stuttmyndir í tveimur hlutum. Sýning þeirra hefst kl. 19 í kvöld Annað kvöld verða sýndar þrjár stuttmyndir til auk tveggja mynda eftir heimildarmyndagerðarmanninn Raymond Depardon. Nánari upplýsingar um dagskrána og starfsemi klúbbsins er að finna á heimasíðunni www.filmfest.is. Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Fjalakötturinn sýnir þrjár myndir byggðar á sögum Astridar Lindgren nú um helgina, auk þess sem síðustu sýningar á myndum franska kvikmyndagerðarmannsins Raymond Depardon fara fram. Sögur Astridar Lindgren eru sívinsælar hjá börnum jafnt sem fullorðnum. Þær hafa allar verið gefnar út á íslensku og sumar hverjar settar upp sem leiksýningar. Kvikmyndirnar þrjár hafa auk þess verið talsettar á íslensku fyrir myndbandsmarkaðinn og nú gefst áhorfendum tækifæri til að sjá þær með upprunalegri talsetningu í gamaldags bíóstemningu. Þær eru allar sýndar með sænsku tali og enskum texta og eru fyrir alla fjölskylduna. Í kvöld verða sýndar myndirnar um Ronju ræningjadóttur og Börnin í Ólátagarði en á morgun verður sýnd mynd byggð á sögunni Bróðir minn Ljónshjarta. Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson mun kynna myndirnar og bregða á leik með börnunum. Frönsk kvikmyndagerð hefur verið í forgrunni síðustu vikur vegna fransks vors og nú um helgina verður endapunkturinn settur með því að sýna sex franskar stuttmyndir í tveimur hlutum. Sýning þeirra hefst kl. 19 í kvöld Annað kvöld verða sýndar þrjár stuttmyndir til auk tveggja mynda eftir heimildarmyndagerðarmanninn Raymond Depardon. Nánari upplýsingar um dagskrána og starfsemi klúbbsins er að finna á heimasíðunni www.filmfest.is.
Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira