Spaugstofan kveður í bili með olíubaði og látum 28. apríl 2007 14:00 Síðasti Spaugstofuþátturinn í bili er í kvöld og bregða þeir Pálmi og Örn Árnason sér í olíubað í tilefni dagsins. MYND/Atli „Það er alltaf með ákveðinni tregablandinni ánægju sem maður fer í frí,“ segir Pálmi Gestsson, sérlegur blaðafulltrúi Spaugstofunnar. Síðasti þáttur hinna dáðu Spaugstofumanna verður sýndur í kvöld á Ríkissjónvarpinu. Aðspurður segir Pálmi það líklega ákveðin mistök að punkturinn skuli settur nú þegar svo stutt er í kosningar, fróðlegt hefði verið að sjá hvernig tökum fréttastofa Spaugstofunnar hefði tekið kosningabaráttuna, en hann telur þó engar sérstakar pólitískar ástæður liggja þar að baki. „Nei, ætli það. Menn sömdu til þessa tíma og eyrnamerktu þessu eitthvert fjármagn. Og hefur uppgötvast of seint að svona stæði á. Eða ég ímynda mér það.” Samningar Spaugstofunnar og Ríkissjónvarpsins ohf. eru lausir. Þórhallur Gunnarsson er yfirmaður innlends dagskrárefnis og við hann er að eiga hvað varðar framhaldið. Svo er að skilja á Pálma að Spaugstofumenn hafi á því áhuga að halda sínu striki. þórhallur gunnarsson Afstætt er hversu dýrt dagskrárefni er en nú eru yfirstandandi samningar við Spaugstofuna um áframhaldandi samstarf. Og Þórhallur segir að menn hendi ekki af dagskrá svo hæglega þætti sem hefur að jafnaði yfir fimmtíu prósenta áhorf. „Samningar standa yfir og þeim verður vonandi lokið í næstu viku. Þá kemur í ljós hvað verður,” segir Þórhallur og á þar af leiðandi erfitt með að upplýsa nákvæmlega hver niðurstaðan verður. Segir þó að verið sé að semja um mögulegar breytingar á þættinum og náist samningar þar um má búast við Spaugstofumönnum á skjánum næsta vetur en þá í breyttri mynd. Aðspurður hvort ekki sé um óheyrilega dýrt efni að ræða þar sem hinir rándýru skemmtikraftar að sunnan eru segir Þórhallur það afstætt. „Hver mínúta í sjónvarpi er dýr. Hvort sem það er Spaugstofan eða aðrir. Og leggja verður allt til grundvallar. Þú getur verið með ódýrara efni sem gæti svo reynst þér talsvert dýrara þegar upp er staðið,” segir Þórhallur. Pálmi segir þáttinn í kvöld verða á léttu nótunum. Kemur kannski ekki á óvart en líkt og meðfylgjandi mynd ber með sér þá eru þeir með puttann á púlsinum og bregða sér í olíubað. Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
„Það er alltaf með ákveðinni tregablandinni ánægju sem maður fer í frí,“ segir Pálmi Gestsson, sérlegur blaðafulltrúi Spaugstofunnar. Síðasti þáttur hinna dáðu Spaugstofumanna verður sýndur í kvöld á Ríkissjónvarpinu. Aðspurður segir Pálmi það líklega ákveðin mistök að punkturinn skuli settur nú þegar svo stutt er í kosningar, fróðlegt hefði verið að sjá hvernig tökum fréttastofa Spaugstofunnar hefði tekið kosningabaráttuna, en hann telur þó engar sérstakar pólitískar ástæður liggja þar að baki. „Nei, ætli það. Menn sömdu til þessa tíma og eyrnamerktu þessu eitthvert fjármagn. Og hefur uppgötvast of seint að svona stæði á. Eða ég ímynda mér það.” Samningar Spaugstofunnar og Ríkissjónvarpsins ohf. eru lausir. Þórhallur Gunnarsson er yfirmaður innlends dagskrárefnis og við hann er að eiga hvað varðar framhaldið. Svo er að skilja á Pálma að Spaugstofumenn hafi á því áhuga að halda sínu striki. þórhallur gunnarsson Afstætt er hversu dýrt dagskrárefni er en nú eru yfirstandandi samningar við Spaugstofuna um áframhaldandi samstarf. Og Þórhallur segir að menn hendi ekki af dagskrá svo hæglega þætti sem hefur að jafnaði yfir fimmtíu prósenta áhorf. „Samningar standa yfir og þeim verður vonandi lokið í næstu viku. Þá kemur í ljós hvað verður,” segir Þórhallur og á þar af leiðandi erfitt með að upplýsa nákvæmlega hver niðurstaðan verður. Segir þó að verið sé að semja um mögulegar breytingar á þættinum og náist samningar þar um má búast við Spaugstofumönnum á skjánum næsta vetur en þá í breyttri mynd. Aðspurður hvort ekki sé um óheyrilega dýrt efni að ræða þar sem hinir rándýru skemmtikraftar að sunnan eru segir Þórhallur það afstætt. „Hver mínúta í sjónvarpi er dýr. Hvort sem það er Spaugstofan eða aðrir. Og leggja verður allt til grundvallar. Þú getur verið með ódýrara efni sem gæti svo reynst þér talsvert dýrara þegar upp er staðið,” segir Þórhallur. Pálmi segir þáttinn í kvöld verða á léttu nótunum. Kemur kannski ekki á óvart en líkt og meðfylgjandi mynd ber með sér þá eru þeir með puttann á púlsinum og bregða sér í olíubað.
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein