Steikir kvenlegar kleinur 26. apríl 2007 00:01 Halla Margrét Jóhannesdóttir brúar kynslóðabil með kleinusteikingu og segir kleinurnar vera eins og frjósemistákn. MYND/brink Halla Margrét Jóhannesdóttir leikkona hefur gamlar hefðir í heiðri og unir sér vel yfir steikingarpottinum. Hún segir kleinusteikingu góða leið til að brúa kynslóðabilið. „Við mamma gerum oft kleinur saman,“ sagði Halla Margrét. „Við gerum venjulega svona þrjár, fjórar uppskriftir í einu og höfum þetta deildaskipt. Ég er kannski í því að fletja, skera og snúa en hún steikir. Steikingarfeitin getur samt farið svolítið í hálsinn á manni, svo það getur líka verið gott að skiptast á,“ sagði hún. Kleinur höfða þó til fleiri skynfæra Höllu Margrétar en bragðlaukanna. „Kleina er svo fallegt form. Kleinan sjálf er eins og frjósemistákn, það er svo mikil kona í henni,“ sagði Halla Margrét. Kleinur eru því í hennar huga nátengdar gyðjum, og þar með verkefninu sem hún vinnur núna að. Það ber heitið Gyðjan í vélinni, og verður frumsýnt í varðskipinu Óðni 10. maí, á fyrsta degi Listahátíðar. „Fólk gæti jafnvel rekist á rauðu kleinurnar þar,“ sagði Halla Margét dulúðug. Uppskrift að trölladeigi fær að fljóta með, þar sem Halla Margrét segir stórsniðugt að leyfa krökkunum að taka þátt í kleinusteikingu. „Þeim finnst þetta ótrúlega spennandi,” sagði hún. Til að flýta fyrir hörðnun deigsins má skella því inn í ofn.Kleinur6 bollar hveiti 1 bolli sykur 100 g sjörlíki 1 tsk hjartarsalt 1/2 tsk natron 1/2 líter súrmjólk 1 egg kardimommurTrölladeig1 kg hveiti 1/2 bolli salt 6 dl vatn Þurrefnum blandað í skál og stofuheitt smjörlíki mulið út í. Egginu slegið út í súrmjólkina og henni blandað varlega í þurrefnin með hnoðara í hrærilvél. Gætið þess að ofhnoða ekki. Þegar deigið er þétt og fallegt er það tekið úr skálinni. Gott er að skipta deiginu í 3-4 hluta og geyma þá sem ekki er verið að vinna undir hreinu stykki.Hveiti sáldrað á hreint borð og einn hluti deigs í einu flattur út. Skorið með kleinuhjóli eftir endilöngu deiginu, bil milli skurða ca. 5 cm. Skorið þvert á, gott að láta skurðinn halla örlítið upp á við. Lítill skurður settur í miðju hverrar verðandi kleinu. Kleinu snúið og hún lögð á bakka.Steikið kleinurnar í plöntufeiti (palmín). Gott er að nota sleifarskaft til að snúa þeim í steikingunni. Þegar kleinurnar eru fallega ljósbrúnar eru þær veiddar uppúr feitinni og látnar jafna sig á eldhúsbréfi á glerbakka. Í trölladeig er öllu blandað saman og skorið út í kleinur! Brauð Uppskriftir Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Halla Margrét Jóhannesdóttir leikkona hefur gamlar hefðir í heiðri og unir sér vel yfir steikingarpottinum. Hún segir kleinusteikingu góða leið til að brúa kynslóðabilið. „Við mamma gerum oft kleinur saman,“ sagði Halla Margrét. „Við gerum venjulega svona þrjár, fjórar uppskriftir í einu og höfum þetta deildaskipt. Ég er kannski í því að fletja, skera og snúa en hún steikir. Steikingarfeitin getur samt farið svolítið í hálsinn á manni, svo það getur líka verið gott að skiptast á,“ sagði hún. Kleinur höfða þó til fleiri skynfæra Höllu Margrétar en bragðlaukanna. „Kleina er svo fallegt form. Kleinan sjálf er eins og frjósemistákn, það er svo mikil kona í henni,“ sagði Halla Margrét. Kleinur eru því í hennar huga nátengdar gyðjum, og þar með verkefninu sem hún vinnur núna að. Það ber heitið Gyðjan í vélinni, og verður frumsýnt í varðskipinu Óðni 10. maí, á fyrsta degi Listahátíðar. „Fólk gæti jafnvel rekist á rauðu kleinurnar þar,“ sagði Halla Margét dulúðug. Uppskrift að trölladeigi fær að fljóta með, þar sem Halla Margrét segir stórsniðugt að leyfa krökkunum að taka þátt í kleinusteikingu. „Þeim finnst þetta ótrúlega spennandi,” sagði hún. Til að flýta fyrir hörðnun deigsins má skella því inn í ofn.Kleinur6 bollar hveiti 1 bolli sykur 100 g sjörlíki 1 tsk hjartarsalt 1/2 tsk natron 1/2 líter súrmjólk 1 egg kardimommurTrölladeig1 kg hveiti 1/2 bolli salt 6 dl vatn Þurrefnum blandað í skál og stofuheitt smjörlíki mulið út í. Egginu slegið út í súrmjólkina og henni blandað varlega í þurrefnin með hnoðara í hrærilvél. Gætið þess að ofhnoða ekki. Þegar deigið er þétt og fallegt er það tekið úr skálinni. Gott er að skipta deiginu í 3-4 hluta og geyma þá sem ekki er verið að vinna undir hreinu stykki.Hveiti sáldrað á hreint borð og einn hluti deigs í einu flattur út. Skorið með kleinuhjóli eftir endilöngu deiginu, bil milli skurða ca. 5 cm. Skorið þvert á, gott að láta skurðinn halla örlítið upp á við. Lítill skurður settur í miðju hverrar verðandi kleinu. Kleinu snúið og hún lögð á bakka.Steikið kleinurnar í plöntufeiti (palmín). Gott er að nota sleifarskaft til að snúa þeim í steikingunni. Þegar kleinurnar eru fallega ljósbrúnar eru þær veiddar uppúr feitinni og látnar jafna sig á eldhúsbréfi á glerbakka. Í trölladeig er öllu blandað saman og skorið út í kleinur!
Brauð Uppskriftir Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira