Grettir - tvær stjörnur 24. apríl 2007 00:01 Skrautleg sýning á þunnu efni en bærileg skemmtun. Er ástæða til að rifja upp gamla íslenska söngleiki og setja á svið með ærnum tilkostnaði? Víða er það gert í öðrum löndum að gamaldags verk eru endurvakin, oft vegna tónlistarinnar sem kann að geyma sígild númer, ellegar þess að höfundum tal- og söngtexta hefur á sinni tíð tekist að næla tíðaranda, móð, í fléttuna. Uppvakningar af þessu tagi eru líka einhvers konar varðar um leikritun og leikstíl, hugsun og nálgun. Það er samt ekki trúlegt að leikhússtjóra LR hafi gengið eitthvað slíkt til. Hann varð einfaldlega að finna söngleik og því ekki Gretti: Ólafur Haukur á söguna, Þórarinn ljóð og Egill Ólafsson lögin. Grettir var á sínum tíma skelfileg leiksýning í Austurbæjarbíói og það má leikstjórinn Rúnar Freyr eiga að hann sleppur vel frá þeirri prófraun að koma Gretti á svið. Hann gerir úr verkinu skrautlega sýningu með ágætri samfellu, heldur henni innan marka, sem er kraftaverk miðað við það sem höfundarnir hafa leyft sér í samsetningnum. Sýningin nýtir flesta krafta prýðilega, verður aldrei kauðsk þótt tæpt sé á tæpasta í dönsum Láru Stefánsdóttur sem hefur raunar bara þrjá dansara að styðjast við. Grettir er ansi hreint mikið barn síns tíma: hér var Egill Ólafsson að stika sín stóru skref sem lagahöfundur, hér gætir pokalegra sjónarmiða Ólafs Hauks í hverri senu (sjónvarp er vont, klíkur eru hættulegar, þrifnaður húsmæðra sjúklegur, harðir karlar eldri kynslóðin, þeir sem vilja efnast siðlausir). Er raunar ekki að heyra annað en að höfundur samtala hafi gefið leikurum og leikstjóra frjálsan taum í endurbótum eða sjálfur gengið til þess verks að tjasla upp á Gretti. Þess hefur þurft. Þetta er óagað verk, ábyrgðarlaust í glannalegum hugmyndum – mörgum ágætum, sumum snjöllum – en heldur losaralega raðað á bandið enda man ég ekki betur en höfundarnir hafi á sínum tíma setið hver í sínu horni við verkið. Er þá ekki réttlætanlegt að koma þessu aftur á svið? Jú eins og Deleríum, Rjúkandi ráði, jafnvel Allra meina bót – örugglega Járnhausnum, Hornakóralnum klárlega – Þið munið hann Jörund með Pöpunum – flestum þessum tilraunum til íslenska söngleiksins á undan þessum. Hann er afar veikur í fléttu, samtölin lítið fyndin, uppátækin mörg kostuleg sem leikarar og leikstjóri notfæra sér til að blása í: Magnús Jónsson gerir Glám að persónu löngu áður en hann opnar munninn bara með hreyfingum sínum sem hann sækir í teiknimyndafígúrur, Bergur Ingólfsson er glæsileg kópía af Tarzan Disneys og afburðasnjall í slapstikk – mikið væri gaman að fá hann í hreinan franskan farsa, Jóhann Sigurðarson megnar að glæða Ásmund álversstarfsmann lífi og Hansa sýndi sumpart á sér nýja hlið: líkast til hafa leikhússtjórar og leikstjórar vanmetið breidd hennar sem leikkonu. Jóhann G. Jóhannsson skýst inn á sviðið í snjallri mannlýsingu leikstjóra, en Björn Ingi hefur leikið sitt hlutverk áður. Nanna Kristín er eina ferðina enn látin leika með sinn glæsilega barm. Þá er ónefndur kór sem skýst í ýmis hlutverk og þar eru kraftar sem maður vildi endilega sjá meira af: Orra og Álfrúnu nefni ég í öðru en kór. Þau þurfa að fá hlutverk sem kjöt er á. Þetta er forvitnileg sviðsetning um margt: hvernig bjargar Rúnar sér: hann hallar sér í fiffin – sum kunnugleg en það er olræt – það má alltaf stela ef það dugar. Egill Ingibergsson og Móheiður Helgadóttir vinna saman ljós og leikmynd – langan sveig um mitt svið og krappan yfir það: dýr lausn og ekki fyllilega nýtt og minnti í hugsun dálítið á Sól og Mána Sálarinnar fyrir fáum misserum á sama sviði. Það er ekki ástæða til að láta þennan söngleik fara fram hjá sér frekar en aðra íslenska söngleiki: það er líka stemning á söngleikjum í Borgarleikhúsinu og hefur verið nær frá upphafi. Þeir komast svo nálægt popptónleikum vegna nándarinnar þótt hljómburður sé þar erfiður sökum breiddar: það vantar þangað sæmilegt surround til að vinna með lögun salarins og metnað til að gera hljóðmynd sem getur keppt við heimabíóin – það er jú pólitískur tilgangur með léttmeti af þessu tagi að draga inn þúsundir sem fara aldrei annars í leikhús. LR á að sinna því hlutverki frekar en Þjóðleikhús sem hefur metnaðarfyllri skyldu. Og Halldór Gylfason – hann er jú náttúrutalent með afar sterkan persónulegan stíl sem hann rekur flest sín hlutverk með – hann er kímilegur – einlægur sem þessi bjáni sem Grettir þeirra þrímenninga er. Hann ber þessa sýningu líklega á endanum til áhorfenda með sínu geðfellda fasi. Var þá gaman? Ég var mest hissa hvað samtölin voru lítið fyndin enda fátt um hlátra en áhorfendur virtust kunna þessu vel á endanum – ég trúi því að það sé sökum þess að íslenski leikhúsmarkaðurinn er sólgin í söngverk og stórsýningar – jafnvel þótt þunnildi séu í boði. Erlendir söngleikir eru hér fátíðir nema gamlar margkeyrðar lummur – það er eins og íslenskir leikhúsmenn fylgist ekki með hvað gerist á þeim vettvangi í nálægum löndum þar sem stöðugt framboð er á verkum sem eru miklu merkilegri og betri en þetta – líkast til vegna þess að þeir þykjast ekki hafa efni á þeim, sem þeir hafa ef marka má umfang Legs og Grettis. Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Er ástæða til að rifja upp gamla íslenska söngleiki og setja á svið með ærnum tilkostnaði? Víða er það gert í öðrum löndum að gamaldags verk eru endurvakin, oft vegna tónlistarinnar sem kann að geyma sígild númer, ellegar þess að höfundum tal- og söngtexta hefur á sinni tíð tekist að næla tíðaranda, móð, í fléttuna. Uppvakningar af þessu tagi eru líka einhvers konar varðar um leikritun og leikstíl, hugsun og nálgun. Það er samt ekki trúlegt að leikhússtjóra LR hafi gengið eitthvað slíkt til. Hann varð einfaldlega að finna söngleik og því ekki Gretti: Ólafur Haukur á söguna, Þórarinn ljóð og Egill Ólafsson lögin. Grettir var á sínum tíma skelfileg leiksýning í Austurbæjarbíói og það má leikstjórinn Rúnar Freyr eiga að hann sleppur vel frá þeirri prófraun að koma Gretti á svið. Hann gerir úr verkinu skrautlega sýningu með ágætri samfellu, heldur henni innan marka, sem er kraftaverk miðað við það sem höfundarnir hafa leyft sér í samsetningnum. Sýningin nýtir flesta krafta prýðilega, verður aldrei kauðsk þótt tæpt sé á tæpasta í dönsum Láru Stefánsdóttur sem hefur raunar bara þrjá dansara að styðjast við. Grettir er ansi hreint mikið barn síns tíma: hér var Egill Ólafsson að stika sín stóru skref sem lagahöfundur, hér gætir pokalegra sjónarmiða Ólafs Hauks í hverri senu (sjónvarp er vont, klíkur eru hættulegar, þrifnaður húsmæðra sjúklegur, harðir karlar eldri kynslóðin, þeir sem vilja efnast siðlausir). Er raunar ekki að heyra annað en að höfundur samtala hafi gefið leikurum og leikstjóra frjálsan taum í endurbótum eða sjálfur gengið til þess verks að tjasla upp á Gretti. Þess hefur þurft. Þetta er óagað verk, ábyrgðarlaust í glannalegum hugmyndum – mörgum ágætum, sumum snjöllum – en heldur losaralega raðað á bandið enda man ég ekki betur en höfundarnir hafi á sínum tíma setið hver í sínu horni við verkið. Er þá ekki réttlætanlegt að koma þessu aftur á svið? Jú eins og Deleríum, Rjúkandi ráði, jafnvel Allra meina bót – örugglega Járnhausnum, Hornakóralnum klárlega – Þið munið hann Jörund með Pöpunum – flestum þessum tilraunum til íslenska söngleiksins á undan þessum. Hann er afar veikur í fléttu, samtölin lítið fyndin, uppátækin mörg kostuleg sem leikarar og leikstjóri notfæra sér til að blása í: Magnús Jónsson gerir Glám að persónu löngu áður en hann opnar munninn bara með hreyfingum sínum sem hann sækir í teiknimyndafígúrur, Bergur Ingólfsson er glæsileg kópía af Tarzan Disneys og afburðasnjall í slapstikk – mikið væri gaman að fá hann í hreinan franskan farsa, Jóhann Sigurðarson megnar að glæða Ásmund álversstarfsmann lífi og Hansa sýndi sumpart á sér nýja hlið: líkast til hafa leikhússtjórar og leikstjórar vanmetið breidd hennar sem leikkonu. Jóhann G. Jóhannsson skýst inn á sviðið í snjallri mannlýsingu leikstjóra, en Björn Ingi hefur leikið sitt hlutverk áður. Nanna Kristín er eina ferðina enn látin leika með sinn glæsilega barm. Þá er ónefndur kór sem skýst í ýmis hlutverk og þar eru kraftar sem maður vildi endilega sjá meira af: Orra og Álfrúnu nefni ég í öðru en kór. Þau þurfa að fá hlutverk sem kjöt er á. Þetta er forvitnileg sviðsetning um margt: hvernig bjargar Rúnar sér: hann hallar sér í fiffin – sum kunnugleg en það er olræt – það má alltaf stela ef það dugar. Egill Ingibergsson og Móheiður Helgadóttir vinna saman ljós og leikmynd – langan sveig um mitt svið og krappan yfir það: dýr lausn og ekki fyllilega nýtt og minnti í hugsun dálítið á Sól og Mána Sálarinnar fyrir fáum misserum á sama sviði. Það er ekki ástæða til að láta þennan söngleik fara fram hjá sér frekar en aðra íslenska söngleiki: það er líka stemning á söngleikjum í Borgarleikhúsinu og hefur verið nær frá upphafi. Þeir komast svo nálægt popptónleikum vegna nándarinnar þótt hljómburður sé þar erfiður sökum breiddar: það vantar þangað sæmilegt surround til að vinna með lögun salarins og metnað til að gera hljóðmynd sem getur keppt við heimabíóin – það er jú pólitískur tilgangur með léttmeti af þessu tagi að draga inn þúsundir sem fara aldrei annars í leikhús. LR á að sinna því hlutverki frekar en Þjóðleikhús sem hefur metnaðarfyllri skyldu. Og Halldór Gylfason – hann er jú náttúrutalent með afar sterkan persónulegan stíl sem hann rekur flest sín hlutverk með – hann er kímilegur – einlægur sem þessi bjáni sem Grettir þeirra þrímenninga er. Hann ber þessa sýningu líklega á endanum til áhorfenda með sínu geðfellda fasi. Var þá gaman? Ég var mest hissa hvað samtölin voru lítið fyndin enda fátt um hlátra en áhorfendur virtust kunna þessu vel á endanum – ég trúi því að það sé sökum þess að íslenski leikhúsmarkaðurinn er sólgin í söngverk og stórsýningar – jafnvel þótt þunnildi séu í boði. Erlendir söngleikir eru hér fátíðir nema gamlar margkeyrðar lummur – það er eins og íslenskir leikhúsmenn fylgist ekki með hvað gerist á þeim vettvangi í nálægum löndum þar sem stöðugt framboð er á verkum sem eru miklu merkilegri og betri en þetta – líkast til vegna þess að þeir þykjast ekki hafa efni á þeim, sem þeir hafa ef marka má umfang Legs og Grettis. Páll Baldvin Baldvinsson
Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira