Óbeisluð fegurð á hvíta tjaldið 24. apríl 2007 08:00 Það var Tina Naccache, samstarfskona Hrafnhildar Gunnarsdóttur, sem vakti athygli hennar á Óbeislaðri fegurð, en Tina hafði heyrt um hana í útvarpi í Beirút. MYND/E.ól Hrafnhildur Gunnarsdóttir vinnur að heimildarmynd um fegurðarsamkeppnina Óbeislaða fegurð, í samstarfi við Tinu Naccache frá Líbanon. Hrafnhildur og Tina hafa áður gert saman myndirnar Lifandi í limbó og Hver hengir upp þvottinn? auk þess sem Tina aðstoðaði Hrafnhildi við gerð myndarinnar Hrein og bein. „Tina kom í heimsókn til mín frá Líbanon. Hún fór að tala um einhverja fegurðarsamkeppni sem hún hafði heyrt um í útvarpinu í Beirút. Ég kannaði málið og þá kom í ljós að það var fegurðarsamkeppnin á Ísafirði,“ útskýrði Hrafnhildur. Þær skelltu sér því vestur með stuttum fyrirvara, „til að fjalla um þennan heimsviðburð, sem fólk fyrir vestan gerði sér grein fyrir að væri í gangi“, sagði Hrafnhildur. Hún og Tina hyggjast gera 28 mínútna heimildarmynd um keppnina og stefna á að klára hana sem fyrst. Hrafnhildur er ekki enn farin að gera sér hugmyndir um sýningu eða dreifingu. „En af því að keppnin vakti mikla athygli erlendis munum við örugglega kanna áhugann úti,“ sagði hún. ánægð með umfjöllun Matthildur Helgadóttir, einn skipuleggjenda Óbeislaðrar fegurðar, hefur verið í sambandi við fjölda erlendra fjölmiðla. BBC World Service fjallaði um keppnina í gær, en það er langt í frá eini miðillinn sem hefur sýnt henni áhuga. Matthildur Helgadóttir, einn skipuleggjenda keppninnar, hefur verið í sambandi við dagblað og tímarit frá Frakklandi, blaðamann í Bretlandi sem hyggst skrifa um keppnina fyrir Daily Mirror, svo eitthvað sé nefnt. „Það var greinilega töluverð umfjöllun um þessa keppni út um allan heim, sem sést ef „untamed beauty“ er slegið inn í leitarvélar á netinu,“ sagði Matthildur. Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Hrafnhildur Gunnarsdóttir vinnur að heimildarmynd um fegurðarsamkeppnina Óbeislaða fegurð, í samstarfi við Tinu Naccache frá Líbanon. Hrafnhildur og Tina hafa áður gert saman myndirnar Lifandi í limbó og Hver hengir upp þvottinn? auk þess sem Tina aðstoðaði Hrafnhildi við gerð myndarinnar Hrein og bein. „Tina kom í heimsókn til mín frá Líbanon. Hún fór að tala um einhverja fegurðarsamkeppni sem hún hafði heyrt um í útvarpinu í Beirút. Ég kannaði málið og þá kom í ljós að það var fegurðarsamkeppnin á Ísafirði,“ útskýrði Hrafnhildur. Þær skelltu sér því vestur með stuttum fyrirvara, „til að fjalla um þennan heimsviðburð, sem fólk fyrir vestan gerði sér grein fyrir að væri í gangi“, sagði Hrafnhildur. Hún og Tina hyggjast gera 28 mínútna heimildarmynd um keppnina og stefna á að klára hana sem fyrst. Hrafnhildur er ekki enn farin að gera sér hugmyndir um sýningu eða dreifingu. „En af því að keppnin vakti mikla athygli erlendis munum við örugglega kanna áhugann úti,“ sagði hún. ánægð með umfjöllun Matthildur Helgadóttir, einn skipuleggjenda Óbeislaðrar fegurðar, hefur verið í sambandi við fjölda erlendra fjölmiðla. BBC World Service fjallaði um keppnina í gær, en það er langt í frá eini miðillinn sem hefur sýnt henni áhuga. Matthildur Helgadóttir, einn skipuleggjenda keppninnar, hefur verið í sambandi við dagblað og tímarit frá Frakklandi, blaðamann í Bretlandi sem hyggst skrifa um keppnina fyrir Daily Mirror, svo eitthvað sé nefnt. „Það var greinilega töluverð umfjöllun um þessa keppni út um allan heim, sem sést ef „untamed beauty“ er slegið inn í leitarvélar á netinu,“ sagði Matthildur.
Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira