Uppsagnir í vændum hjá Sony 24. apríl 2007 05:30 Playstation 3 Sony er spáð sexfalt meiri hagnaði á þessu ári miðað við síðasta ár. Fyrirtækið ætlar engu að síður að hagræða í rekstri til að auka samkeppnishæfni. Japanski hátækniframleiðandinn Sony hefur látið í veðri vaka að hann ætli að fækka í starfsliði sínu í Evrópu á næstunni. Svo getur farið að 160 manns verði sagt upp störfum. Talsmaður Sony, segir helstu ástæðuna fyrir hagræðingu hjá starfsemi Sony í Evrópu vera breyttar markaðsaðstæður og í samræmi við nýtt skipulag sem auka eigi samkeppnishæfni fyrirtækisins. Greinendur segja hagræðinguna fyrst og fremst komna til vegna dræmrar sölu á nýju leikjatölvunni frá Sony, PlayStation 3. Tölvan kom á markað um miðjan nóvember í Bandaríkjunum og Japan í fyrra en ekki undir lok nóvember í Evrópu, talsvert á eftir að hinir leikjatölvurisarnir, Nintendo g Microsoft, settu sínar nýjustu tölvur á markað. Wii-tölvan frá Nintendo hefur víða selst afar vel og segir Sony, að áætlanir fyrirtækisins hafi ekki gengið sem skildi. Þegar fyrirtækið birti afkomuspá sína fyrir árið er gert ráð fyrir aukinni sölu. Gangi spárnar eftir mun Sony skila 400 milljarða jena hagnaði á þessu ári. Þetta jafngildir ríflega 222 milljörðum íslenskra króna. Og það er ekki lítil breyting á milli ára því þetta er sexfalt meiri hagnaður en fyrirtækið skilaði í fyrra. Leikjavísir Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira
Japanski hátækniframleiðandinn Sony hefur látið í veðri vaka að hann ætli að fækka í starfsliði sínu í Evrópu á næstunni. Svo getur farið að 160 manns verði sagt upp störfum. Talsmaður Sony, segir helstu ástæðuna fyrir hagræðingu hjá starfsemi Sony í Evrópu vera breyttar markaðsaðstæður og í samræmi við nýtt skipulag sem auka eigi samkeppnishæfni fyrirtækisins. Greinendur segja hagræðinguna fyrst og fremst komna til vegna dræmrar sölu á nýju leikjatölvunni frá Sony, PlayStation 3. Tölvan kom á markað um miðjan nóvember í Bandaríkjunum og Japan í fyrra en ekki undir lok nóvember í Evrópu, talsvert á eftir að hinir leikjatölvurisarnir, Nintendo g Microsoft, settu sínar nýjustu tölvur á markað. Wii-tölvan frá Nintendo hefur víða selst afar vel og segir Sony, að áætlanir fyrirtækisins hafi ekki gengið sem skildi. Þegar fyrirtækið birti afkomuspá sína fyrir árið er gert ráð fyrir aukinni sölu. Gangi spárnar eftir mun Sony skila 400 milljarða jena hagnaði á þessu ári. Þetta jafngildir ríflega 222 milljörðum íslenskra króna. Og það er ekki lítil breyting á milli ára því þetta er sexfalt meiri hagnaður en fyrirtækið skilaði í fyrra.
Leikjavísir Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira