Vilhjálmur prins huggar Kate 23. apríl 2007 10:00 Kate Middleton, fyrrverandi unnusta Vilhjálms Bretaprins, hefur mátt þola erfiða viku eftir að þau Vilhjálmur slitu samvistum. Stuðningur almennings hefur hjálpað henni síðustu daga. MYND/GettyImages Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton, fyrrverandi kærasta hans, hafa verið í stöðugu símasambandi síðan upp úr sambandi þeirra slitnaði á dögunum. Vilhjálmur hefur huggað Kate eftir árásir í bresku pressunni. Vika er nú liðin síðan tilkynnt var um sambandsslit Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton. Breskir fjölmiðlar hafa verið undirlagðir af fréttum um þau skötuhjúin. Til að mynda hafa nokkur dagblöð birt leiðinlegan rógburð um fjölskyldu Kate og hefur það lagst þungt á hana. Af þessum sökum hefur Vilhjálmur verið í stöðugu símasambandi við fyrrverandi unnustu sína. Hann dvelst nú á herstöð í Dorset þar sem hann er í þjálfun.Vilhjálmur Bretaprins.„Þau eru enn mjög náin. Sumt af því sem sagt hefur verið um móður Kate hefur verið mjög særandi og langt yfir strikið. Vilhjálmur hefur hringt nokkrum sinnum í Kate og hún í hann. Hann segist styðja hana fullkomlega, hann er viss um að sumt af því sem skrifað hefur verið er algjör vitleysa. Skrifin hafa sært Kate og Vilhjálmur er heldur ekki sáttur,“ segir heimildarmaður The Sun innan konungsfjölskyldunnar. „Þau eru kannski hætt saman en þau hafa verið náin svo lengi að þau munu ekkert hætta að tala saman,“ segir heimildarmaðurinn enn fremur. Kate hafa borist hundruð bréfa með stuðningsyfirlýsingum frá almenningi. Vinir hennar segja að þessi stuðningur hafi hjálpað henni mikið, svo mikið að hún lét sig hafa það að skella sér út á lífið með vinkonum sínum á föstudagskvöld. „Þessi viðbrögð almennings hafa sannarlega hjálpað. Það hefði verið auðvelt fyrir hana að fara til útlanda til að losna undan álaginu en stuðningurinn sannfærði hana um að vera kyrr,“ sagði vinkona Kate Middleton. Kóngafólk Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton, fyrrverandi kærasta hans, hafa verið í stöðugu símasambandi síðan upp úr sambandi þeirra slitnaði á dögunum. Vilhjálmur hefur huggað Kate eftir árásir í bresku pressunni. Vika er nú liðin síðan tilkynnt var um sambandsslit Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton. Breskir fjölmiðlar hafa verið undirlagðir af fréttum um þau skötuhjúin. Til að mynda hafa nokkur dagblöð birt leiðinlegan rógburð um fjölskyldu Kate og hefur það lagst þungt á hana. Af þessum sökum hefur Vilhjálmur verið í stöðugu símasambandi við fyrrverandi unnustu sína. Hann dvelst nú á herstöð í Dorset þar sem hann er í þjálfun.Vilhjálmur Bretaprins.„Þau eru enn mjög náin. Sumt af því sem sagt hefur verið um móður Kate hefur verið mjög særandi og langt yfir strikið. Vilhjálmur hefur hringt nokkrum sinnum í Kate og hún í hann. Hann segist styðja hana fullkomlega, hann er viss um að sumt af því sem skrifað hefur verið er algjör vitleysa. Skrifin hafa sært Kate og Vilhjálmur er heldur ekki sáttur,“ segir heimildarmaður The Sun innan konungsfjölskyldunnar. „Þau eru kannski hætt saman en þau hafa verið náin svo lengi að þau munu ekkert hætta að tala saman,“ segir heimildarmaðurinn enn fremur. Kate hafa borist hundruð bréfa með stuðningsyfirlýsingum frá almenningi. Vinir hennar segja að þessi stuðningur hafi hjálpað henni mikið, svo mikið að hún lét sig hafa það að skella sér út á lífið með vinkonum sínum á föstudagskvöld. „Þessi viðbrögð almennings hafa sannarlega hjálpað. Það hefði verið auðvelt fyrir hana að fara til útlanda til að losna undan álaginu en stuðningurinn sannfærði hana um að vera kyrr,“ sagði vinkona Kate Middleton.
Kóngafólk Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira