GTA: Vice City Stories - Þrjár stjörnur 18. apríl 2007 09:00 GTA: Vice City Stories Grand Theft Auto: Vice City Stories er afskaplega klassískur GTA-leikur. Hann er alveg jafn ofbeldisfullur og fyrirrennarar hans, verkefnin eru svipuð og áður og grafíkin hefur ekki tekið neinum stakkaskiptum. Hann kom út fyrir handleikjatölvuna PSP fyrir nokkru, og er nú kominn á PlayStation 2. Sögusvið leiksins er Vice City borgin, og gerist hann tveimur árum áður en GTA: Vice City, sem kom út fyrir nokkrum árum. Leikmaðurinn spilar sem Vic Vance, bróðir Lance Vance, aðalpersónunnar í GTA: Vice City. Vic hefur gengið í herinn til þess að þéna pening fyrir fjölskyldu sína, og að áeggjan yfirmanns síns fer hann að sinna æ skuggalegri verkefnum og flækist vegna þess í blóðugan og ofbeldisfullan söguþráð. Sagan er ágæt, en persónusköpunin ansi slöpp. Frá byrjun fær maður að heyra að Vic sé góður gaur sem vill ekki brjóta lög, en þrátt fyrir það hreyfir hann ekki við mótmælum þegar hann er beðinn um að skutla vændiskonum hingað og þangað, fela fíkniefni og drepa hóp Mexíkóa vegna fíkniefnaskuldar. Fyrir vikið á maður frekar erfitt með að taka persónuna alvarlega. Hvað spilunina varðar er fátt nýtt á ferðinni, sem er ekkert endilega slæmt. Borgin er stór, frelsið er mikið og það þreytist seint að slátra löggum og saklausum fótgangendum með fjölbreyttu vopnabúri. Hljóðið er áberandi gott og í raun hápunktur leiksins. Raddsetningin er raunveruleg og tónlistin er skemmtilegur þverskurður af rokk-, popp-, dans- og hiphop-tónlist níunda áratugarins. Þeir sem hafa spilað alla hina GTA-leikina og þyrstir í meira munu eflaust hafa nokkuð gaman af þessum leik. Sagan er ágæt og leikurinn spilast eins og klassískur Grand Theft Auto-leikur. Ekki spillir fyrir að hann kostar aðeins þrjú þúsund kall úti í búð. Aðrir ættu sennilega að sleppa honum og spila frekar GTA: San Andreas. Eða bara ekki spila svona ofbeldisfulla tölvuleiki.Salvar Þór Sigurðarson Leikjavísir Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Grand Theft Auto: Vice City Stories er afskaplega klassískur GTA-leikur. Hann er alveg jafn ofbeldisfullur og fyrirrennarar hans, verkefnin eru svipuð og áður og grafíkin hefur ekki tekið neinum stakkaskiptum. Hann kom út fyrir handleikjatölvuna PSP fyrir nokkru, og er nú kominn á PlayStation 2. Sögusvið leiksins er Vice City borgin, og gerist hann tveimur árum áður en GTA: Vice City, sem kom út fyrir nokkrum árum. Leikmaðurinn spilar sem Vic Vance, bróðir Lance Vance, aðalpersónunnar í GTA: Vice City. Vic hefur gengið í herinn til þess að þéna pening fyrir fjölskyldu sína, og að áeggjan yfirmanns síns fer hann að sinna æ skuggalegri verkefnum og flækist vegna þess í blóðugan og ofbeldisfullan söguþráð. Sagan er ágæt, en persónusköpunin ansi slöpp. Frá byrjun fær maður að heyra að Vic sé góður gaur sem vill ekki brjóta lög, en þrátt fyrir það hreyfir hann ekki við mótmælum þegar hann er beðinn um að skutla vændiskonum hingað og þangað, fela fíkniefni og drepa hóp Mexíkóa vegna fíkniefnaskuldar. Fyrir vikið á maður frekar erfitt með að taka persónuna alvarlega. Hvað spilunina varðar er fátt nýtt á ferðinni, sem er ekkert endilega slæmt. Borgin er stór, frelsið er mikið og það þreytist seint að slátra löggum og saklausum fótgangendum með fjölbreyttu vopnabúri. Hljóðið er áberandi gott og í raun hápunktur leiksins. Raddsetningin er raunveruleg og tónlistin er skemmtilegur þverskurður af rokk-, popp-, dans- og hiphop-tónlist níunda áratugarins. Þeir sem hafa spilað alla hina GTA-leikina og þyrstir í meira munu eflaust hafa nokkuð gaman af þessum leik. Sagan er ágæt og leikurinn spilast eins og klassískur Grand Theft Auto-leikur. Ekki spillir fyrir að hann kostar aðeins þrjú þúsund kall úti í búð. Aðrir ættu sennilega að sleppa honum og spila frekar GTA: San Andreas. Eða bara ekki spila svona ofbeldisfulla tölvuleiki.Salvar Þór Sigurðarson
Leikjavísir Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira