Leikkonan Natalie Portman hefur fallist á að leika í kvikmyndinni Goya‘s Ghosts en ákvörðunin reyndist henni erfið þar eð hún þarf að fækka fötum í kvikmyndinni.
Ástæðan fyrir því að Portman er tilbúin að koma fram nakin er sú að hún vill breyta um ímynd, vill að fólk hætti að líta á sig sem táning. „Ég er samt ekki að reyna að sanna neitt, ég lifi bara lífi mínu og geri það sem mér finnst rétt,“ segir hin 25 ára leikkona.