LSK: Litli svarti kjóllinn 14. apríl 2007 00:01 anna margrét björnsson Mér er boðið í brúðkaup á næstunni og eftir að skanna hratt yfir óreiðuna í fataskápnum sá ég ekkert nema svart að vanda. Fannst eitthvað lélegt við það að mæta í svörtum kjól í brúðkaup. Brúðkaup eru hamingjusamir viðburðir en pínu hallærislegir sem tískuviðburðir. Maður fer að ímynda sér „Hello“ blöð og pastellitaða chiffon kjóla og húðlitaðar sokkabuxur (quel horreur!) En ef ég mæti aftur í svörtu þá held ég að fólk fari að halda að ég sé 1. blóðsuga 2. satanisti eða 3. óheillakráka sem boði ógæfu hinna nývígðu hjóna. En ég á bara ekkert nema svarta kjóla! Þeir mega þó eiga það að þeir eru allir skemmtilega öðruvísi... stuttir, hnésíðir, flegnir, síðar ermar, sixtís, þröngir, eða drop-dead sexý. Ég tek nefnilega hina frægu möntru alvarlega: „Þú klikkar aldrei í svörtum kjól“. Coco Chanel fann upp LSK (litla svarta kjólinn) enda gekk konan sú eiginlega eingöngu í svörtu. Hún, eins og margar framakonur vissi að: „black means business“ - þ.e.a.s. að fólk taki þær alvarlega í svörtum fötum. Tískukonungurinn Christian Dior sagði árið 1954 að „Konur geta gengið í svörtu hvenær sem er dags eða nætur, á hvaða aldri sem er og við hvaða tækifæri sem er.“ Svartur kjóll gengur í vinnunni, á fínu balli, í kokkteil, á fyrsta stefnumót, í matarboði og við jarðarfarir. Hann gengur líka ef þú ert gothara-týpa, rokkari eða kvikmyndastjarna á rauða dreglinum. Hann myndast vel, og getur verið allt frá því að vera gífurlega einfaldur til þess að vera guðdómlega kynþokkafullur. Svo segi ég bara.. accessorise.. accessorise.. accessorise.. einfaldur kjóll getur verið poppaður upp eftir vinnu með flottu síðu hálsmeni eða perlufesti (núna er gyllt vintage skart frá um 1970 í uppáhaldi hjá mér), fallegu veski, kápu og skóm. Settu hárið upp eða gerðu á þig rokkabillí „quiff“ og sparaðu ekki eyelinerinn. Sumsé, þú getur breytt svarta kjólnum eftir vild - einn daginn litið út eins og Audrey Hepburn, næsta eins og Edie Sedgwick og þarnæsta eins og Kate Moss. Ekki slæmt. Þrátt fyrir þetta held ég að ég verði að bregða út frá vananum í brúðkaupi... sjáum hvað setur...Victoria Beckam spókar sig í svörtu í brúðkaupi Tom Cruise Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Mér er boðið í brúðkaup á næstunni og eftir að skanna hratt yfir óreiðuna í fataskápnum sá ég ekkert nema svart að vanda. Fannst eitthvað lélegt við það að mæta í svörtum kjól í brúðkaup. Brúðkaup eru hamingjusamir viðburðir en pínu hallærislegir sem tískuviðburðir. Maður fer að ímynda sér „Hello“ blöð og pastellitaða chiffon kjóla og húðlitaðar sokkabuxur (quel horreur!) En ef ég mæti aftur í svörtu þá held ég að fólk fari að halda að ég sé 1. blóðsuga 2. satanisti eða 3. óheillakráka sem boði ógæfu hinna nývígðu hjóna. En ég á bara ekkert nema svarta kjóla! Þeir mega þó eiga það að þeir eru allir skemmtilega öðruvísi... stuttir, hnésíðir, flegnir, síðar ermar, sixtís, þröngir, eða drop-dead sexý. Ég tek nefnilega hina frægu möntru alvarlega: „Þú klikkar aldrei í svörtum kjól“. Coco Chanel fann upp LSK (litla svarta kjólinn) enda gekk konan sú eiginlega eingöngu í svörtu. Hún, eins og margar framakonur vissi að: „black means business“ - þ.e.a.s. að fólk taki þær alvarlega í svörtum fötum. Tískukonungurinn Christian Dior sagði árið 1954 að „Konur geta gengið í svörtu hvenær sem er dags eða nætur, á hvaða aldri sem er og við hvaða tækifæri sem er.“ Svartur kjóll gengur í vinnunni, á fínu balli, í kokkteil, á fyrsta stefnumót, í matarboði og við jarðarfarir. Hann gengur líka ef þú ert gothara-týpa, rokkari eða kvikmyndastjarna á rauða dreglinum. Hann myndast vel, og getur verið allt frá því að vera gífurlega einfaldur til þess að vera guðdómlega kynþokkafullur. Svo segi ég bara.. accessorise.. accessorise.. accessorise.. einfaldur kjóll getur verið poppaður upp eftir vinnu með flottu síðu hálsmeni eða perlufesti (núna er gyllt vintage skart frá um 1970 í uppáhaldi hjá mér), fallegu veski, kápu og skóm. Settu hárið upp eða gerðu á þig rokkabillí „quiff“ og sparaðu ekki eyelinerinn. Sumsé, þú getur breytt svarta kjólnum eftir vild - einn daginn litið út eins og Audrey Hepburn, næsta eins og Edie Sedgwick og þarnæsta eins og Kate Moss. Ekki slæmt. Þrátt fyrir þetta held ég að ég verði að bregða út frá vananum í brúðkaupi... sjáum hvað setur...Victoria Beckam spókar sig í svörtu í brúðkaupi Tom Cruise
Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira