Framlag verðlaunað 14. apríl 2007 14:00 Salmans Rushdie Rithöfundarnir Margaret Atwood, Ian McEwan og Philip Roth eru meðal þeirra sem hlutu náð fyrir valnefnd Alþjóðlegu Booker bókmenntaverðlaunanna og komust á lista yfir þá fimmtán höfunda sem tilnefndir eru í ár. Verðlaunum þessum var komið á fót árið 2005 en ólíkt hinum eiginlegu Booker-verðlaunum, sem ætluð eru breskum skáldsagnahöfundum og kollegum þeirra á Írlandi, Suður-Afríku eða í ríkjum sem tilheyrðu breska heimsveldinu, eru alþjóðlegu verðlaunin ekki veitt fyrir stök höfundarverk heldur fyrir feril og framlag höfunda til bókmenntanna í heild. Man Booker verðlaunin voru fyrst afhent árið 1969 og teljast með virtari bókmenntaverðlaunum og nú er til að mynda einnig farið að veita rússnesku Booker verðlaun. Þessi alþjóðlegu verðlaun voru fyrst afhent árið 2005 en þau hlaut þá albanski rithöfundurinn Ismail Kadaré. Verðlaunaféð er nemur um 7,8 milljónum króna en verðlaunin eru afhent annað hvert ár. Salman Rushdie Dómnefnd verðlaunanna er einráð og tekur því ekki við ábendingum frá bókaútgefendum. Dómnefndina skipa fræðikonan Elaine Showalter og rithöfundarnir Nadine Gordimer og Colm Tóbín en þátttökurétt eiga höfundar sem skrifa á ensku eða hvers verk eru aðgengileg í enskum þýðingum. Fleiri kunnugleg nöfn má finna á listanum, þar á meðal nöfn Alice Munro, Salmans Rushdie, Doris Lessing, Carlos Fuentes og Amos Oz en tilkynnt verður um verðlaunahafann í júníbyrjun. Aukinheldur eru veitt verðlaun fyrir þýðingar og ef svo á við getur verðlaunahafinn valið þýðanda að verkum sínum sem þá hlýtur einnig dágóða summu fyrir sitt starf. Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Rithöfundarnir Margaret Atwood, Ian McEwan og Philip Roth eru meðal þeirra sem hlutu náð fyrir valnefnd Alþjóðlegu Booker bókmenntaverðlaunanna og komust á lista yfir þá fimmtán höfunda sem tilnefndir eru í ár. Verðlaunum þessum var komið á fót árið 2005 en ólíkt hinum eiginlegu Booker-verðlaunum, sem ætluð eru breskum skáldsagnahöfundum og kollegum þeirra á Írlandi, Suður-Afríku eða í ríkjum sem tilheyrðu breska heimsveldinu, eru alþjóðlegu verðlaunin ekki veitt fyrir stök höfundarverk heldur fyrir feril og framlag höfunda til bókmenntanna í heild. Man Booker verðlaunin voru fyrst afhent árið 1969 og teljast með virtari bókmenntaverðlaunum og nú er til að mynda einnig farið að veita rússnesku Booker verðlaun. Þessi alþjóðlegu verðlaun voru fyrst afhent árið 2005 en þau hlaut þá albanski rithöfundurinn Ismail Kadaré. Verðlaunaféð er nemur um 7,8 milljónum króna en verðlaunin eru afhent annað hvert ár. Salman Rushdie Dómnefnd verðlaunanna er einráð og tekur því ekki við ábendingum frá bókaútgefendum. Dómnefndina skipa fræðikonan Elaine Showalter og rithöfundarnir Nadine Gordimer og Colm Tóbín en þátttökurétt eiga höfundar sem skrifa á ensku eða hvers verk eru aðgengileg í enskum þýðingum. Fleiri kunnugleg nöfn má finna á listanum, þar á meðal nöfn Alice Munro, Salmans Rushdie, Doris Lessing, Carlos Fuentes og Amos Oz en tilkynnt verður um verðlaunahafann í júníbyrjun. Aukinheldur eru veitt verðlaun fyrir þýðingar og ef svo á við getur verðlaunahafinn valið þýðanda að verkum sínum sem þá hlýtur einnig dágóða summu fyrir sitt starf.
Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira