Hara skrifar undir samning við Concert 10. apríl 2007 12:00 Jógvan og Hara hafa borist töluvert af fyrirspurnum um að troða upp saman. „Hljómsveitin byrjar að æfa strax á miðvikudag og Jógvan byrjar að syngja á fimmtudaginn,“ segir Einar Bárðarson en ráðgert er að fyrsta platan með færeyska söngvaranum Jógvan komi út strax í byrjun maí. Einar stóð uppi sem sigurvegari á föstudaginn langa þegar úrslitin í X-Factor voru kunngjörð en skjólstæðingur hans Jógvan hafði mikla yfirburði og sigraði með yfir sjötíu prósent allra atkvæða. Einar upplýsir að á plötunni verði margar af helstu perlum Jógvans úr þáttunum auk þess sem einhver frumsamin lög eftir söngvarann fá að slæðast með. „Hann er lunkinn lagasmiður en við verðum auðvitað líka að gæta þess að hafa eitthvað við hæfi þeirra sem fylgdu honum í gegnum keppnina.“ Páskarnir hafa ekki farið í að liggja með tærnar uppí loftið heldur hafa tónleikahaldarar víða um land sýnt Jógvan mikinn áhuga. „Það hafa verið að hrynja inn bókanir yfir alla páskana og sumt getur Jógvan gert en annað ekki,“ útskýrir Einar. Hara-stúlkurnar frá Hveragerði sem veittu Jógvan nokkurra keppni munu heldur ekki sitja aðgerðalausar á næstunni því útgáfu-og umboðsfyrirtækið Concert mun á næstu dögum skrifa undir samning við þær og fær þjóðin því að heyra meira til þeirra. „Systurnar trylltust af gleði þegar þær fengu veður af þessu,“ segir Einar en þó nokkrar fyrirspurnir hafa borist um að fá Jógvan og Hara til að troða upp saman. Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Hljómsveitin byrjar að æfa strax á miðvikudag og Jógvan byrjar að syngja á fimmtudaginn,“ segir Einar Bárðarson en ráðgert er að fyrsta platan með færeyska söngvaranum Jógvan komi út strax í byrjun maí. Einar stóð uppi sem sigurvegari á föstudaginn langa þegar úrslitin í X-Factor voru kunngjörð en skjólstæðingur hans Jógvan hafði mikla yfirburði og sigraði með yfir sjötíu prósent allra atkvæða. Einar upplýsir að á plötunni verði margar af helstu perlum Jógvans úr þáttunum auk þess sem einhver frumsamin lög eftir söngvarann fá að slæðast með. „Hann er lunkinn lagasmiður en við verðum auðvitað líka að gæta þess að hafa eitthvað við hæfi þeirra sem fylgdu honum í gegnum keppnina.“ Páskarnir hafa ekki farið í að liggja með tærnar uppí loftið heldur hafa tónleikahaldarar víða um land sýnt Jógvan mikinn áhuga. „Það hafa verið að hrynja inn bókanir yfir alla páskana og sumt getur Jógvan gert en annað ekki,“ útskýrir Einar. Hara-stúlkurnar frá Hveragerði sem veittu Jógvan nokkurra keppni munu heldur ekki sitja aðgerðalausar á næstunni því útgáfu-og umboðsfyrirtækið Concert mun á næstu dögum skrifa undir samning við þær og fær þjóðin því að heyra meira til þeirra. „Systurnar trylltust af gleði þegar þær fengu veður af þessu,“ segir Einar en þó nokkrar fyrirspurnir hafa borist um að fá Jógvan og Hara til að troða upp saman.
Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira