Ég hef alltaf skilað auðu 7. apríl 2007 00:01 Björk,,Fjölbreytileiki og frelsi eru mikilvæg. Húrra fyrir því sjálfsprottna!” Hæ Björk! Svaka æfingar hjá þér núna – hvaða fólk verður með þér á sviðinu? ,,Jónas Sen, 10 íslenskar brassstelpur, Damian Taylor, Chris Corsano og Mark Bell.” Hvað fáum við að heyra?,,Lög af öllum plötunum mínum, mest af þeirri nýju samt.” Ég er nú ágætur á bassa, þú hefur kannski samband ef bassaleikarinn þinn forfallast?,,Úps, er með túbur og básúnur núna að hamast á bassalínunum, en kannski næst?” Ókei. Þú ert væntanlega að koma þér í gír núna fyrir svaka törn næstu mánuðina. Ertu búin að vera í stífri líkamsrækt? ,,Ég reyni alltaf að gera eitthvað smá á hverjum degi en það verður að vera fjölbreytilegt. Stundum syndi ég, labba, hjóla, jóga, gyrotonic eða hleyp. Svo það er engin breyting á því fyrir túrinn. Ég hugsa bara að söngvarar almennt verði mjög fljótt meðvitaðir um að líkaminn er hljóðfærið þeirra, maður einfaldlega kemst ekki upp með hluti sem aðrir hljóðfæraleikarar gera.” Var ekki freistandi að sleppa öllu umstanginu, gefa út plötuna og slappa svo bara af í Vesturbænum? ,,Mér fannst ég búin að vera að slappa svo vel af, það var svona meira að ég væri að drepast úr leiðindum. Mjög langt síðan ég fór á túr síðast. 2003. 4 ár.” Hvað er það skemmtilegasta við svona risa tónleikaferðir? ,,Þegar lögin vaxa eftir því sem líður á túrinn og stemningin á milli hljóðfæraleikaranna breytist í töfra.” En það leiðinlegasta? ,,Að vera í burtu frá vinum og ættingjum.” Ertu lengi að jafna þig eftir svona törn? ,,Rosa misjafnt. Túrarnir hafa verið svo ólíkir. En núna ætlum við að spila annan hvorn mánuð svo maður ætti að hvílast vel á milli.” Ekki gleyma John TravoltaNýja platan heitir Volta – Hvað ertu að gera á plötunni sem þú hefur aldrei gert áður? ,,Brass útsetningar. Svo má segja að flest annað sé kannski ekki öðruvísi en það hefur vaxið heilmikið. Mér finnst ég til dæmis miklu betri á tölvuna en ég var. Betri að klippa og búa til bít. Og leyfa hlutum að halda hráleika sínum og orku þótt ég sé búin að vinna með þá á tölvunni í marga mánuði.”Hafði Sykurmolakombakkið einhver áhrif – ertu kannski komin út í meira popp en á hinni snar þverhníptu Medúllu? ,,Nei. En það má samt kannski segja að Volta hafi verið samin með það í huga að vera spiluð læf. Og af því að ég var mjög upptekin af læf hlutum, hvað virkar á sviði og hvað ekki var ég kannski opnari fyrir að stíga á svið með Sykurmolunum. Kannski oggu að enduruppgötva sjálfa mig sem læf söngkonu og hvað sé ,,törn on” og ,,törn off” á sviði. Samstarfið við Sigtrygg var náttúrulega yfirnáttúrulegt fyrir mig og núna þegar ég er búin að vasast í elektrónískri bítprógrammeringu í 16 ár er í fyrsta sinn trommari á plötunni. Meira að segja tveir.”Hvað þýðir annars Volta? Er það nafn á einhverjum karli? ,,Ítalskur vísindamaður sem fann upp batteríið. Og á í Afríku sem þeir virkjuðu og úr varð vatnið Volta líka. Þannig að þetta snertir á mörgum flötum... Svo má ekki gleyma John Travolta.”Þögnin í náttúrunni alltaf bestFinnst þér ekkert erfiðara að semja tónlist eftir því sem þú eldist? Ég spyr nú bara af því ég hef tekið eftir þessu hjá sjálfum mér og við erum jafnaldrar. ,,Mér finnst það alltaf svona svipað erfitt/einfalt. Erfiðast er náttúrulega að semja í dag tónlistina sem þú ert með í blóðinu núna. Ekki það sem þú varst með fyrir tveim árum eða tíu. Að “updeita” svo það sé samræmi á milli þess sem er að gerast inní þér og það sem kemur út úr þér. Þegar ég næ þessu ekki þá myndast mikill neðanjarðarþrýstingur og ég verð rosa eirðarlaus. Annars finnst mér allir aldrar jafnir. Er alveg til í svona jafnréttisbaráttu þar sem það er jafn mikilvægt að vera 53 ára og 11 ára. Og 27 ára og 72 ára. Og svo framvegis. Tilfinningarnar fara ekkert, það er ekki eins og við vöknum einn morguninn og þær séu búnar.”Missirðu aldrei áhuga á tónlist – hugsar með þér að það sé löngu búið að gera allt í tónlist – og hvað gerirðu þá til að hressa þig við?,,Mér finnst þögn út í náttúrunni alltaf best. En það er náttúrulega mjög afstætt, tónlistin er náttúrulega bara eins og manneskjurnar sem búa hana til. Það að segja að það sé búið að semja öll lög er eins og að segja að nú séu öll börn fædd og það sé ekki fræðilegur möguleiki að búa til enn eitt barn sem verður öðruvísi en öll hin, einstakt. Ég held við getum alveg treyst á náttúruna að þessu leiti. Hún sér fyrir fjölbreytileikanum.”Hvað er það frábærasta sem þú hefur heyrt síðustu mánuðina?,,Í gær heyrði ég hressandi sándtrakk úr rússneskri barnamynd kölluð Snjóprinsessan.”Hvað með útgáfuformatið – er ekki CD diskurinn úreltur?Og þetta albúm-format. Er það ekki bara rugl? Afhverju ekki bara frekar að senda frá sér eitt og eitt lag í einu? Afhverju alltaf albúm?,,Það er svona alveg á nippinu! Það er hægt að niður hala plötuna mína niður í lagaformi en svo bjó ég líka til umhverfishljóð á milli laganna svo þetta væri svona eitt stórt ferðalag. Þannig að bæði er hægt. Við þurfum ekki að velja. Megum bara gera allt sem við viljum.”Húrra fyrir því sjálfsprottnaSemurðu textana ennþá eftir að þú hefur samið söngmelódíurnar? ,,Já. En stundum er dagbókin mín orðin full af einhverjum orðum og þá fer ég og púsla gömlum orðum að laglínu.”Semurðu textana alltaf á íslensku fyrst, eða ertu farin að semja þá beint á ensku? ,,Það er svona bæði. Til dæmis þegar ég sem til íslenskra vina eða ættingja verða lögin til á íslensku og eitthvað kjánalegt finnst mér að semja íslenskt lag til fólks sem talar bara ensku.”Færðu ritstíflu eins og títt er með rithöfunda? ,,Hmm .... það eru svo mörg lög í undirmeðvitundinni og yfirleitt er eitt af þeim aðgengilegt þótt að hin séu öll lokuð og læst. Ég trúi ekki mikið á að hamra of mikið á sjálfum sér, ef ekki gengur á einum stað fer ég undireins á næsta. Svo birtist bara fyrsti staðurinn mér þegar hann er tilbúinn. Kannski þess vegna eru plöturnar mínar svona ólíkar í stíl, ef ég myndi gera tveir eins plötur í röð, þá myndi ég örugglega fá ritstíflu. Fjölbreytileiki og frelsi eru mikilvæg. Húrra fyrir því sjálfsprottna.”Eftir því sem ég kemst næst eru textarnir á Volta um upplifun þína af hamfarasvæðunum í Indónesíu og heimspekilegar pælingar um samband þitt og Sindra – er þetta rétt hjá mér og geturðu útskýrt þetta aðeins fyrir mér? ,,Ha ha ha :-) Eitt lag er um ferð mína til Indónesíu og annað lag er samið til Sindra en þar er ég meira að gera grín af sjálfri mér, hvað ég var mikill klaufi í að sleppa unglingnum. Ég virði Sindra of mikið til þess að ég haldi að ég hafi leyfi til að opinbera hann eitthvað fyrir milljónum manna. Ég myndi ekki gera honum það. En svo eru 8 önnur lög á plötunni. Um allt aðra hluti.”Ég skipa ekki öðrum fyrirÉg er stundum að spá í því hvað maður er – þrátt fyrir allt – heppinn að hafa fæðst á Íslandi. Það er til dæmis ólíklegt að maður eigi einhvern tímann eftir að hafa áhyggjur af næstu máltíð, sem er annað en stór hluti jarðarbúa upplifir. Sammála þessu? ,,Heldur betur! Samt spurning hvort við klúðrum þessum forréttindum með að byggja þúsund virkjanir... Og breytumst í Frankfurt!”Það vilja eflaust allir vera eins góðar manneskjur og þeir geta og að “taka til í eigin garði” er fyrsta skrefið til betri heims. Hvað er hægt að gera meira? Borðar þú til dæmis bara lífrænt ræktað og passar að fötin þín séu ekki búin til í einhverjum þrælakistum? ,,Ér er nú ekki heltekin af þessu en mér finnst frábært að það sé núna hægt að kaupa lífrænt í venjulegum matvöruverslunum. Bara verst hvað það er dýrt. Leiðinlegt að hollur matur sé lúxus.”Er samt ekki hætta á að maður endi sem predikandi leiðindagerpi eins og Bono ef maður er að pæla of mikið í þessu? ,,Flestir textarnir mínir eru skrifaðir svona meira til mín, helst að gera grín af sjálfri mér eða svona minna mig á hvað mér finnst skemmtilegast. Ég er nú ekki að skipa öðrum eitthvað fyrir þannig ... Hmmm .... Og ég hef alltaf skilað auðu og ætla ekki að fara að blanda mer í pólitík.”Ég heyrði þig líka vera frekar neikvæða í garð trúarbragða – eru þau rót alls hins illa? ,,Mér finnst þau rosa þreytandi, það er alveg satt.”Myndirðu segja að þú værir trúleysingi? ,,Eru það ekki trúarbrögð líka? Ég er svona meira fyrir utan bara.”Og þá eru það páskarnir á morgun – Gefur þér einhver páskaegg og þá númer hvað? ,,Veit ekki, er mjög spennt að sjá!!!” Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Hæ Björk! Svaka æfingar hjá þér núna – hvaða fólk verður með þér á sviðinu? ,,Jónas Sen, 10 íslenskar brassstelpur, Damian Taylor, Chris Corsano og Mark Bell.” Hvað fáum við að heyra?,,Lög af öllum plötunum mínum, mest af þeirri nýju samt.” Ég er nú ágætur á bassa, þú hefur kannski samband ef bassaleikarinn þinn forfallast?,,Úps, er með túbur og básúnur núna að hamast á bassalínunum, en kannski næst?” Ókei. Þú ert væntanlega að koma þér í gír núna fyrir svaka törn næstu mánuðina. Ertu búin að vera í stífri líkamsrækt? ,,Ég reyni alltaf að gera eitthvað smá á hverjum degi en það verður að vera fjölbreytilegt. Stundum syndi ég, labba, hjóla, jóga, gyrotonic eða hleyp. Svo það er engin breyting á því fyrir túrinn. Ég hugsa bara að söngvarar almennt verði mjög fljótt meðvitaðir um að líkaminn er hljóðfærið þeirra, maður einfaldlega kemst ekki upp með hluti sem aðrir hljóðfæraleikarar gera.” Var ekki freistandi að sleppa öllu umstanginu, gefa út plötuna og slappa svo bara af í Vesturbænum? ,,Mér fannst ég búin að vera að slappa svo vel af, það var svona meira að ég væri að drepast úr leiðindum. Mjög langt síðan ég fór á túr síðast. 2003. 4 ár.” Hvað er það skemmtilegasta við svona risa tónleikaferðir? ,,Þegar lögin vaxa eftir því sem líður á túrinn og stemningin á milli hljóðfæraleikaranna breytist í töfra.” En það leiðinlegasta? ,,Að vera í burtu frá vinum og ættingjum.” Ertu lengi að jafna þig eftir svona törn? ,,Rosa misjafnt. Túrarnir hafa verið svo ólíkir. En núna ætlum við að spila annan hvorn mánuð svo maður ætti að hvílast vel á milli.” Ekki gleyma John TravoltaNýja platan heitir Volta – Hvað ertu að gera á plötunni sem þú hefur aldrei gert áður? ,,Brass útsetningar. Svo má segja að flest annað sé kannski ekki öðruvísi en það hefur vaxið heilmikið. Mér finnst ég til dæmis miklu betri á tölvuna en ég var. Betri að klippa og búa til bít. Og leyfa hlutum að halda hráleika sínum og orku þótt ég sé búin að vinna með þá á tölvunni í marga mánuði.”Hafði Sykurmolakombakkið einhver áhrif – ertu kannski komin út í meira popp en á hinni snar þverhníptu Medúllu? ,,Nei. En það má samt kannski segja að Volta hafi verið samin með það í huga að vera spiluð læf. Og af því að ég var mjög upptekin af læf hlutum, hvað virkar á sviði og hvað ekki var ég kannski opnari fyrir að stíga á svið með Sykurmolunum. Kannski oggu að enduruppgötva sjálfa mig sem læf söngkonu og hvað sé ,,törn on” og ,,törn off” á sviði. Samstarfið við Sigtrygg var náttúrulega yfirnáttúrulegt fyrir mig og núna þegar ég er búin að vasast í elektrónískri bítprógrammeringu í 16 ár er í fyrsta sinn trommari á plötunni. Meira að segja tveir.”Hvað þýðir annars Volta? Er það nafn á einhverjum karli? ,,Ítalskur vísindamaður sem fann upp batteríið. Og á í Afríku sem þeir virkjuðu og úr varð vatnið Volta líka. Þannig að þetta snertir á mörgum flötum... Svo má ekki gleyma John Travolta.”Þögnin í náttúrunni alltaf bestFinnst þér ekkert erfiðara að semja tónlist eftir því sem þú eldist? Ég spyr nú bara af því ég hef tekið eftir þessu hjá sjálfum mér og við erum jafnaldrar. ,,Mér finnst það alltaf svona svipað erfitt/einfalt. Erfiðast er náttúrulega að semja í dag tónlistina sem þú ert með í blóðinu núna. Ekki það sem þú varst með fyrir tveim árum eða tíu. Að “updeita” svo það sé samræmi á milli þess sem er að gerast inní þér og það sem kemur út úr þér. Þegar ég næ þessu ekki þá myndast mikill neðanjarðarþrýstingur og ég verð rosa eirðarlaus. Annars finnst mér allir aldrar jafnir. Er alveg til í svona jafnréttisbaráttu þar sem það er jafn mikilvægt að vera 53 ára og 11 ára. Og 27 ára og 72 ára. Og svo framvegis. Tilfinningarnar fara ekkert, það er ekki eins og við vöknum einn morguninn og þær séu búnar.”Missirðu aldrei áhuga á tónlist – hugsar með þér að það sé löngu búið að gera allt í tónlist – og hvað gerirðu þá til að hressa þig við?,,Mér finnst þögn út í náttúrunni alltaf best. En það er náttúrulega mjög afstætt, tónlistin er náttúrulega bara eins og manneskjurnar sem búa hana til. Það að segja að það sé búið að semja öll lög er eins og að segja að nú séu öll börn fædd og það sé ekki fræðilegur möguleiki að búa til enn eitt barn sem verður öðruvísi en öll hin, einstakt. Ég held við getum alveg treyst á náttúruna að þessu leiti. Hún sér fyrir fjölbreytileikanum.”Hvað er það frábærasta sem þú hefur heyrt síðustu mánuðina?,,Í gær heyrði ég hressandi sándtrakk úr rússneskri barnamynd kölluð Snjóprinsessan.”Hvað með útgáfuformatið – er ekki CD diskurinn úreltur?Og þetta albúm-format. Er það ekki bara rugl? Afhverju ekki bara frekar að senda frá sér eitt og eitt lag í einu? Afhverju alltaf albúm?,,Það er svona alveg á nippinu! Það er hægt að niður hala plötuna mína niður í lagaformi en svo bjó ég líka til umhverfishljóð á milli laganna svo þetta væri svona eitt stórt ferðalag. Þannig að bæði er hægt. Við þurfum ekki að velja. Megum bara gera allt sem við viljum.”Húrra fyrir því sjálfsprottnaSemurðu textana ennþá eftir að þú hefur samið söngmelódíurnar? ,,Já. En stundum er dagbókin mín orðin full af einhverjum orðum og þá fer ég og púsla gömlum orðum að laglínu.”Semurðu textana alltaf á íslensku fyrst, eða ertu farin að semja þá beint á ensku? ,,Það er svona bæði. Til dæmis þegar ég sem til íslenskra vina eða ættingja verða lögin til á íslensku og eitthvað kjánalegt finnst mér að semja íslenskt lag til fólks sem talar bara ensku.”Færðu ritstíflu eins og títt er með rithöfunda? ,,Hmm .... það eru svo mörg lög í undirmeðvitundinni og yfirleitt er eitt af þeim aðgengilegt þótt að hin séu öll lokuð og læst. Ég trúi ekki mikið á að hamra of mikið á sjálfum sér, ef ekki gengur á einum stað fer ég undireins á næsta. Svo birtist bara fyrsti staðurinn mér þegar hann er tilbúinn. Kannski þess vegna eru plöturnar mínar svona ólíkar í stíl, ef ég myndi gera tveir eins plötur í röð, þá myndi ég örugglega fá ritstíflu. Fjölbreytileiki og frelsi eru mikilvæg. Húrra fyrir því sjálfsprottna.”Eftir því sem ég kemst næst eru textarnir á Volta um upplifun þína af hamfarasvæðunum í Indónesíu og heimspekilegar pælingar um samband þitt og Sindra – er þetta rétt hjá mér og geturðu útskýrt þetta aðeins fyrir mér? ,,Ha ha ha :-) Eitt lag er um ferð mína til Indónesíu og annað lag er samið til Sindra en þar er ég meira að gera grín af sjálfri mér, hvað ég var mikill klaufi í að sleppa unglingnum. Ég virði Sindra of mikið til þess að ég haldi að ég hafi leyfi til að opinbera hann eitthvað fyrir milljónum manna. Ég myndi ekki gera honum það. En svo eru 8 önnur lög á plötunni. Um allt aðra hluti.”Ég skipa ekki öðrum fyrirÉg er stundum að spá í því hvað maður er – þrátt fyrir allt – heppinn að hafa fæðst á Íslandi. Það er til dæmis ólíklegt að maður eigi einhvern tímann eftir að hafa áhyggjur af næstu máltíð, sem er annað en stór hluti jarðarbúa upplifir. Sammála þessu? ,,Heldur betur! Samt spurning hvort við klúðrum þessum forréttindum með að byggja þúsund virkjanir... Og breytumst í Frankfurt!”Það vilja eflaust allir vera eins góðar manneskjur og þeir geta og að “taka til í eigin garði” er fyrsta skrefið til betri heims. Hvað er hægt að gera meira? Borðar þú til dæmis bara lífrænt ræktað og passar að fötin þín séu ekki búin til í einhverjum þrælakistum? ,,Ér er nú ekki heltekin af þessu en mér finnst frábært að það sé núna hægt að kaupa lífrænt í venjulegum matvöruverslunum. Bara verst hvað það er dýrt. Leiðinlegt að hollur matur sé lúxus.”Er samt ekki hætta á að maður endi sem predikandi leiðindagerpi eins og Bono ef maður er að pæla of mikið í þessu? ,,Flestir textarnir mínir eru skrifaðir svona meira til mín, helst að gera grín af sjálfri mér eða svona minna mig á hvað mér finnst skemmtilegast. Ég er nú ekki að skipa öðrum eitthvað fyrir þannig ... Hmmm .... Og ég hef alltaf skilað auðu og ætla ekki að fara að blanda mer í pólitík.”Ég heyrði þig líka vera frekar neikvæða í garð trúarbragða – eru þau rót alls hins illa? ,,Mér finnst þau rosa þreytandi, það er alveg satt.”Myndirðu segja að þú værir trúleysingi? ,,Eru það ekki trúarbrögð líka? Ég er svona meira fyrir utan bara.”Og þá eru það páskarnir á morgun – Gefur þér einhver páskaegg og þá númer hvað? ,,Veit ekki, er mjög spennt að sjá!!!”
Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira