Fátækt er ekki lögmál 1. apríl 2007 05:45 Ég hitti einu sinni konu frá El Salvador. Hún sagði mér að landið væri sannkölluð matarkista en samt væri eymd og fátækt landlæg þar, sem ætti að vera algjör óþarfi. Vegna fríverslunarsamnings Ameríkuríkja væri hins vegar nánast allur matur fluttur úr landinu til Bandaríkjanna þar sem landeigendur fá betra verð fyrir hann. Í Bandaríkjunum hefur þessi sami samningur víst komið fjölda smábænda á vonarvöl vegna þess að þeir geta ekki keppt við ódýra, innflutta matvöru. Ég efast ekki um að þessi viðskipti hafi bætt kjör margra í báðum löndunum. Á hvorugum staðnum hafa þau þó bætt kjör þeirra bágstöddustu. Ég er ekki andvígur verslunarfrelsi. Hins vegar ber að líta til þess að um þessar mundir eiga sér stað víðtækar þjóðfélagsbreytingar víða um heim í kjölfar breyttra viðskiptahátta. Því miður stuðla þær ekki allar að auknum jöfnuði og betri lífsskilyrðum fyrir þorra fólks. Reyndar er þróunin sorglega víða einmitt þveröfug. Af þessum sökum hafa mannréttindasamtök í síauknum mæli beint sjónum sínum að víðtæku félagslegu og efnahagslegu óréttlæti í ríkjum sem að öðru leyti kenna sig við frelsi og lýðræði, í stað þess að einskorða sig við réttindi samviskufanga og augljós og skipulögð mannréttindabrot ýmissa vopnaðra hópa og harðstjóra, sem þó er líka full þörf á. Þessar áherslur voru nýlega gerðar tortryggilegar í grein í The Economist sem fjallað var um í Morgunblaðinu. Þar eru mannréttindasamtök sögð á villigötum, þau séu farin að skipta sér af stjórnskipan og verslun sem eigi ekki að vera í verkahring þeirra. Þá átta menn sig ekki á þeirri einföldu staðreynd að stjórnkerfi sem neyðir örbirgð upp á þegna sína brýtur á þeim grundvallarmannréttindi, sama hve mikið viðskiptafrelsi og lýðræði ríkir þar að nafninu til. Fátækt hneppir fólk í fjötra. Nelson Mandela sagði: „Fátækt er eins og þrælahald og aðskilnaðarstefna að því leyti að hún er ekki náttúrulögmál. Hún er af manna völdum og það er í mannlegu valdi að þurrka hana út. Að eyða fátækt er ekki gustukaverk, heldur er það liður í að verja grundvallarmannréttindi; réttinn til mannlegrar reisnar og boðlegs lífs." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun
Ég hitti einu sinni konu frá El Salvador. Hún sagði mér að landið væri sannkölluð matarkista en samt væri eymd og fátækt landlæg þar, sem ætti að vera algjör óþarfi. Vegna fríverslunarsamnings Ameríkuríkja væri hins vegar nánast allur matur fluttur úr landinu til Bandaríkjanna þar sem landeigendur fá betra verð fyrir hann. Í Bandaríkjunum hefur þessi sami samningur víst komið fjölda smábænda á vonarvöl vegna þess að þeir geta ekki keppt við ódýra, innflutta matvöru. Ég efast ekki um að þessi viðskipti hafi bætt kjör margra í báðum löndunum. Á hvorugum staðnum hafa þau þó bætt kjör þeirra bágstöddustu. Ég er ekki andvígur verslunarfrelsi. Hins vegar ber að líta til þess að um þessar mundir eiga sér stað víðtækar þjóðfélagsbreytingar víða um heim í kjölfar breyttra viðskiptahátta. Því miður stuðla þær ekki allar að auknum jöfnuði og betri lífsskilyrðum fyrir þorra fólks. Reyndar er þróunin sorglega víða einmitt þveröfug. Af þessum sökum hafa mannréttindasamtök í síauknum mæli beint sjónum sínum að víðtæku félagslegu og efnahagslegu óréttlæti í ríkjum sem að öðru leyti kenna sig við frelsi og lýðræði, í stað þess að einskorða sig við réttindi samviskufanga og augljós og skipulögð mannréttindabrot ýmissa vopnaðra hópa og harðstjóra, sem þó er líka full þörf á. Þessar áherslur voru nýlega gerðar tortryggilegar í grein í The Economist sem fjallað var um í Morgunblaðinu. Þar eru mannréttindasamtök sögð á villigötum, þau séu farin að skipta sér af stjórnskipan og verslun sem eigi ekki að vera í verkahring þeirra. Þá átta menn sig ekki á þeirri einföldu staðreynd að stjórnkerfi sem neyðir örbirgð upp á þegna sína brýtur á þeim grundvallarmannréttindi, sama hve mikið viðskiptafrelsi og lýðræði ríkir þar að nafninu til. Fátækt hneppir fólk í fjötra. Nelson Mandela sagði: „Fátækt er eins og þrælahald og aðskilnaðarstefna að því leyti að hún er ekki náttúrulögmál. Hún er af manna völdum og það er í mannlegu valdi að þurrka hana út. Að eyða fátækt er ekki gustukaverk, heldur er það liður í að verja grundvallarmannréttindi; réttinn til mannlegrar reisnar og boðlegs lífs."
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun