Tónlistarkransakaka á Barnum 31. mars 2007 13:00 Uffie dónaleg og hress á Barnum í kvöld. Uffie er 18 ára bandarísk/frönsk söngkona sem hefur verið að ná töluverðum vinsældum hér á landi og víðar á síðustu misserum. Hún verður með tónleika á Barnum á Laugavegi 22 í kvöld. Uffie er þekkt fyrir opinskáa textagerð og afar líflega sviðsframkomu. Tónlistin sem hún spilar er einhverskonar rafmagnaður hiphop bræðingur sem er mjög hressandi. Uffie ólst upp í Miami í Bandaríkjunum og Hong Kong. Þegar hún eltist varð hún að eigin sögn vandræðaunglingur þannig að mamma hennar sendi hana til pabba síns í Frakklandi í von um að það myndi róa hana. Það tókst ekki betur en svo að í dag er hún ekki síst þekkt fyrir afar órólega framkomu á tónleikum og texta sem fara fyrir brjóstið á mörgum. Sérstaklega þeim sem finnst að það hæfi ekki ungum stelpum að tala um dónalega hluti eins og kynlíf. Ásamt Uffie mun koma fram hljómsveitin Steed Lord sem hefur meðal annars söngkonuna Svölu Björgvins innanborðs. Steed Lord eru nýkomin heim úr velheppnaðri ferð á Vetrartónlistarmessuna í Miami. Þau munu svo leggja land undir fót í sumar og gera víðreist um Bandaríkin og Evrópu og munu meðal annars spila á Global Gathering tónlistarhátíðinni í Bretlandi. Bæði Uffie og Steed Lord stefna á plötuútgáfu síðar á þessu ári. Tónleikarnir eru eins og fyrr greindi á Barnum að Laugavegi 22 og munu hefjast um klukkan 23 á leik Steed Lord. Það er frítt inn. Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Uffie er 18 ára bandarísk/frönsk söngkona sem hefur verið að ná töluverðum vinsældum hér á landi og víðar á síðustu misserum. Hún verður með tónleika á Barnum á Laugavegi 22 í kvöld. Uffie er þekkt fyrir opinskáa textagerð og afar líflega sviðsframkomu. Tónlistin sem hún spilar er einhverskonar rafmagnaður hiphop bræðingur sem er mjög hressandi. Uffie ólst upp í Miami í Bandaríkjunum og Hong Kong. Þegar hún eltist varð hún að eigin sögn vandræðaunglingur þannig að mamma hennar sendi hana til pabba síns í Frakklandi í von um að það myndi róa hana. Það tókst ekki betur en svo að í dag er hún ekki síst þekkt fyrir afar órólega framkomu á tónleikum og texta sem fara fyrir brjóstið á mörgum. Sérstaklega þeim sem finnst að það hæfi ekki ungum stelpum að tala um dónalega hluti eins og kynlíf. Ásamt Uffie mun koma fram hljómsveitin Steed Lord sem hefur meðal annars söngkonuna Svölu Björgvins innanborðs. Steed Lord eru nýkomin heim úr velheppnaðri ferð á Vetrartónlistarmessuna í Miami. Þau munu svo leggja land undir fót í sumar og gera víðreist um Bandaríkin og Evrópu og munu meðal annars spila á Global Gathering tónlistarhátíðinni í Bretlandi. Bæði Uffie og Steed Lord stefna á plötuútgáfu síðar á þessu ári. Tónleikarnir eru eins og fyrr greindi á Barnum að Laugavegi 22 og munu hefjast um klukkan 23 á leik Steed Lord. Það er frítt inn.
Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira