Gunni Helga fastur í ljótustu borg Póllands 31. mars 2007 10:30 Gunnar Helgason er að setja upp söngleikinn Spin í Chorzow sem er sögð vera ljótasta borg Póllands „Mér var sagt af pólskri starfstúlku í mötuneyti Þjóðleikhússins að Chorzow væri ljótasta borg Póllands,“ segir leikstjórinn Gunnar Helgason en hann er að setja upp finnska söngleikinn SPIN í Rozrywki-leikhúsinu. Gunnar uppgötvaði reyndar á meðan hann ræddi við Fréttablaðið að úrið hans væri stopp. Sem skýri að einhverju leyti þær deilur sem upp komu eftir æfingu hópsins um morgunin. „Þau vildu ekki vinna lengur og töldu heppilegra að æfa aftur eftir general-prufuna,“ útskýrir Gunnar sem var þó viss um að þetta myndi hafast þótt á ýmsu hefði gengið við æfingar. Gunnar segir að allt ferlið hafi tekið helmingi lengri tíma af ýmsum ástæðum. „ En þó fyrst og fremst af því að ég tala enga pólsku og þeir enga ensku þannig að það hefur alltaf þurft túlk á æfingar,“ útskýrir Gunnar sem viðurkennir að hann hafi þó lært ótal mörg pólsk blótsyrði. „Ég hef sem betur fer ekki þurft að nota þau ýkja mikið.“ Spin var fyrst sett upp í Svenska Theater í Helsinki sem er þjóðleikhús sænskumælandi Finna. „Þjóðleikhússtjórinn þar er metnaðarfullur og hann var búinn að bíða eftir verki sem hann gæti flutt út. Og greip þetta,“ útskýrir Gunni. Síðan var framleiðendum og leikhússtjórum boðið á frumsýninguna og boltinn byrjaði að rúlla. Og verkið á eftir að fara víðar, jafnvel til Bretlands. Frá Chorzow fer Gunnar síðan til smáborgarinnar Jaroslav í Rússlandi. „Rússarnir gætu hins vegar orðið erfiðir. Þeir eru rosalega stolt þjóð og segjast ekki vilja söngleiki, það sé ekki rússneskst listform, Söngleikir hafa flestir gengið ákaflega illa í rússneska leikhúsgesti og sýningum verið hætt eftir mánuð. Allt sem er vestrænt finnst þeim ekki töff heldur vilja þeir bara rússneskt á sínar fjalir,“ útskýrir Gunnar. Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Mér var sagt af pólskri starfstúlku í mötuneyti Þjóðleikhússins að Chorzow væri ljótasta borg Póllands,“ segir leikstjórinn Gunnar Helgason en hann er að setja upp finnska söngleikinn SPIN í Rozrywki-leikhúsinu. Gunnar uppgötvaði reyndar á meðan hann ræddi við Fréttablaðið að úrið hans væri stopp. Sem skýri að einhverju leyti þær deilur sem upp komu eftir æfingu hópsins um morgunin. „Þau vildu ekki vinna lengur og töldu heppilegra að æfa aftur eftir general-prufuna,“ útskýrir Gunnar sem var þó viss um að þetta myndi hafast þótt á ýmsu hefði gengið við æfingar. Gunnar segir að allt ferlið hafi tekið helmingi lengri tíma af ýmsum ástæðum. „ En þó fyrst og fremst af því að ég tala enga pólsku og þeir enga ensku þannig að það hefur alltaf þurft túlk á æfingar,“ útskýrir Gunnar sem viðurkennir að hann hafi þó lært ótal mörg pólsk blótsyrði. „Ég hef sem betur fer ekki þurft að nota þau ýkja mikið.“ Spin var fyrst sett upp í Svenska Theater í Helsinki sem er þjóðleikhús sænskumælandi Finna. „Þjóðleikhússtjórinn þar er metnaðarfullur og hann var búinn að bíða eftir verki sem hann gæti flutt út. Og greip þetta,“ útskýrir Gunni. Síðan var framleiðendum og leikhússtjórum boðið á frumsýninguna og boltinn byrjaði að rúlla. Og verkið á eftir að fara víðar, jafnvel til Bretlands. Frá Chorzow fer Gunnar síðan til smáborgarinnar Jaroslav í Rússlandi. „Rússarnir gætu hins vegar orðið erfiðir. Þeir eru rosalega stolt þjóð og segjast ekki vilja söngleiki, það sé ekki rússneskst listform, Söngleikir hafa flestir gengið ákaflega illa í rússneska leikhúsgesti og sýningum verið hætt eftir mánuð. Allt sem er vestrænt finnst þeim ekki töff heldur vilja þeir bara rússneskt á sínar fjalir,“ útskýrir Gunnar.
Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira