Fáheyrð Schubertsperla 31. mars 2007 07:15 Söngsveitin Fílharmonía flytur messu undrabarnsins Franz Schubert á vortónleikum sínum. Á tónleikum Söngsveitarinnar Fílharmóníu verður þýsk rómantík í fyrirrúmi en á vortónleikunum nú er leitað í smiðju Brahms, Mendelsohns og Schuberts. Kórinn flytur þrjú verk á tvennum tónleikum, tvær mótettur og Messu í As-dúr eftir Schubert en það magnaða verk verður flutt í annað sinn hér á landi. Magnús Ragnarsson, stjórnandi kórsins, kveðst hafa verið á útkikki eftir spennandi og fáheyrðu verki þegar hann rakst á fyrrgreinda messu og heillaðist alveg. „Ég var mjög hissa á því hversu lítið þekkt þetta verk er en þegar ég fór að grafast fyrir um sögu þess komst ég að því að messan hafði verið flutt fyrir þrjátíu árum og þá af Fílharmoníunni. Flutningurinn tókst afar vel og verkið fékk góðar viðtökur en messan hefur ekki verið flutt síðan – sennilega vegna þess að það þarf stóra hljómsveit í verkinu og það er dýrt fyrirtæki fyrir sjálfstæðan kór.“ Messan gerir miklar kröfur til flytjendanna sem og Brahms mótettan sem einnig verður á efnisskránni. „Þessir tónleikar eru líka góð upphitun fyrir það sem koma skal,“ segir Magnús hressilega en á döfinni er flutningur á hinu vel þekkta verki Carmina Burana eftir Carl Orff, sem kórinn mun ferðast með austur til Litháen í sumar. „Okkur var boðið að taka þátt í opnun Sumarlistahátíðar Heilags Kristófers í Vilnius,“ útskýrir Magnús. Þar mun kórinn koma fram ásamt hljómsveit og litháskum drengjakór. Tónleikarnir verða haldnir í Langholtskirkju, þeir fyrri á morgun kl. 20 og hinir síðari á sama tíma næstkomandi þriðjudag. Einsöngvarar á tónleikunum eru Hulda Björk Garðarsdóttir, Nanna María Cortes, Jónas Guðmundsson og Alex Ashworth en konsertmeistari er Sif Tulinius. Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Á tónleikum Söngsveitarinnar Fílharmóníu verður þýsk rómantík í fyrirrúmi en á vortónleikunum nú er leitað í smiðju Brahms, Mendelsohns og Schuberts. Kórinn flytur þrjú verk á tvennum tónleikum, tvær mótettur og Messu í As-dúr eftir Schubert en það magnaða verk verður flutt í annað sinn hér á landi. Magnús Ragnarsson, stjórnandi kórsins, kveðst hafa verið á útkikki eftir spennandi og fáheyrðu verki þegar hann rakst á fyrrgreinda messu og heillaðist alveg. „Ég var mjög hissa á því hversu lítið þekkt þetta verk er en þegar ég fór að grafast fyrir um sögu þess komst ég að því að messan hafði verið flutt fyrir þrjátíu árum og þá af Fílharmoníunni. Flutningurinn tókst afar vel og verkið fékk góðar viðtökur en messan hefur ekki verið flutt síðan – sennilega vegna þess að það þarf stóra hljómsveit í verkinu og það er dýrt fyrirtæki fyrir sjálfstæðan kór.“ Messan gerir miklar kröfur til flytjendanna sem og Brahms mótettan sem einnig verður á efnisskránni. „Þessir tónleikar eru líka góð upphitun fyrir það sem koma skal,“ segir Magnús hressilega en á döfinni er flutningur á hinu vel þekkta verki Carmina Burana eftir Carl Orff, sem kórinn mun ferðast með austur til Litháen í sumar. „Okkur var boðið að taka þátt í opnun Sumarlistahátíðar Heilags Kristófers í Vilnius,“ útskýrir Magnús. Þar mun kórinn koma fram ásamt hljómsveit og litháskum drengjakór. Tónleikarnir verða haldnir í Langholtskirkju, þeir fyrri á morgun kl. 20 og hinir síðari á sama tíma næstkomandi þriðjudag. Einsöngvarar á tónleikunum eru Hulda Björk Garðarsdóttir, Nanna María Cortes, Jónas Guðmundsson og Alex Ashworth en konsertmeistari er Sif Tulinius.
Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira