Úr kökubasar í þrenna tónleika 28. mars 2007 07:00 Skipuleggjendur styrktartónleikanna, þau Gestur Gunnarsson, Sigríður Soffía Sigurjónsdóttir og Sandra Rún Sigurðardóttir. MYND/Rósa Í kvöld og annað kvöld verða haldnir þrennir tónleikar undir yfirskriftinni „Ljóslifandi" í minningu Margrétar Jónsdóttur sem lést úr krabbameini fyrir rúmu ári síðan, aðeins 24 ára, eftir fimm ára hetjulega baráttu við þennan illvíga sjúkdóm. Ágóðinn mun renna óskiptur til Ljóssins sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Að sögn Gests Gunnarssonar, eins af aðstandendum tónleikanna, hefur undirbúningurinn gengið vel. „Maður hefur samt aldrei snert neitt á einhverju svona áður. Þetta átti fyrst að vera kökubasar en svo varð þetta að þrennum tóneikum," segir Gestur. „Það er búið að virkja öll hugsanleg tengslanet og meira að segja krakkar sem maður slóst við í átta ára bekk fóru í málið, ef þeir höfðu réttu samböndin." Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í Grensáskirkju klukkan 20 í kvöld. Þar koma fram kórarnir Vox Feminae og Stúlknakór Reykjavíkur. Einsöngvarar eru Diddú, Stefán Hilmarsson og Guðbjörg Magnúsdóttir, sem hefur sjálf greinst með krabbamein og er hún einn rúmlega eitt hundrað félaga Ljóssins. Aðrir tónleikarnir verða einnig í kvöld, á Nasa klukkan 21.00. Þar koma fram Dr. Spock, Benny"s Crespos Gang, Rass og Innvortis. Þriðju tónleikarnir verða í Fríkirkjunni annað kvöld klukkan 20.00. Þar koma fram múm, Pétur Ben og Ólöf Arnalds. Saman munu þau skapa magnaða upplifun í einstöku andrúmslofti Fríkirkjunnar. Hljómsveitin Dr. Spock spilar á tónleikunum á Nasa í kvöld. Þar sem listamennirnir gefa vinnu sína og Glitnir er fjárhagslegur stuðningsaðili getur ágóðinn runnið óskiptur til Ljóssins, þaðan sem Margrét fékk gífurlegan stuðning á sínum tíma. Markmið Ljóssins er að bæta lífsgæði á erfiðum tímum, styrkja tengsl milli manna, auka traust og aðstoð og draga þannig úr hliðarverkunum sem sjúkdómurinn hefur í för með sér. Nánari upplýsingar um Ljósið og starfsemi þess má finna á www.ljosid.org. Miðasala á tónleikana fer fram í 12 tónum og útibúum Glitnis í Smáralind, Kringlunni og Kirkjusandi, auk þess sem miðar verða seldir við innganginn. Nánari upplýsingar um Ljóslifandi má nálgast á myspace.com/ljoslifandi. Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Í kvöld og annað kvöld verða haldnir þrennir tónleikar undir yfirskriftinni „Ljóslifandi" í minningu Margrétar Jónsdóttur sem lést úr krabbameini fyrir rúmu ári síðan, aðeins 24 ára, eftir fimm ára hetjulega baráttu við þennan illvíga sjúkdóm. Ágóðinn mun renna óskiptur til Ljóssins sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Að sögn Gests Gunnarssonar, eins af aðstandendum tónleikanna, hefur undirbúningurinn gengið vel. „Maður hefur samt aldrei snert neitt á einhverju svona áður. Þetta átti fyrst að vera kökubasar en svo varð þetta að þrennum tóneikum," segir Gestur. „Það er búið að virkja öll hugsanleg tengslanet og meira að segja krakkar sem maður slóst við í átta ára bekk fóru í málið, ef þeir höfðu réttu samböndin." Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í Grensáskirkju klukkan 20 í kvöld. Þar koma fram kórarnir Vox Feminae og Stúlknakór Reykjavíkur. Einsöngvarar eru Diddú, Stefán Hilmarsson og Guðbjörg Magnúsdóttir, sem hefur sjálf greinst með krabbamein og er hún einn rúmlega eitt hundrað félaga Ljóssins. Aðrir tónleikarnir verða einnig í kvöld, á Nasa klukkan 21.00. Þar koma fram Dr. Spock, Benny"s Crespos Gang, Rass og Innvortis. Þriðju tónleikarnir verða í Fríkirkjunni annað kvöld klukkan 20.00. Þar koma fram múm, Pétur Ben og Ólöf Arnalds. Saman munu þau skapa magnaða upplifun í einstöku andrúmslofti Fríkirkjunnar. Hljómsveitin Dr. Spock spilar á tónleikunum á Nasa í kvöld. Þar sem listamennirnir gefa vinnu sína og Glitnir er fjárhagslegur stuðningsaðili getur ágóðinn runnið óskiptur til Ljóssins, þaðan sem Margrét fékk gífurlegan stuðning á sínum tíma. Markmið Ljóssins er að bæta lífsgæði á erfiðum tímum, styrkja tengsl milli manna, auka traust og aðstoð og draga þannig úr hliðarverkunum sem sjúkdómurinn hefur í för með sér. Nánari upplýsingar um Ljósið og starfsemi þess má finna á www.ljosid.org. Miðasala á tónleikana fer fram í 12 tónum og útibúum Glitnis í Smáralind, Kringlunni og Kirkjusandi, auk þess sem miðar verða seldir við innganginn. Nánari upplýsingar um Ljóslifandi má nálgast á myspace.com/ljoslifandi.
Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira