Indjáninn á hvíta tjaldið 28. mars 2007 08:30 Þeir Leifur B. Dagfinnsson, Jón Gnarr, Hólmfríður Matthíasdóttir og Hjörtur Grétarsson skrifuðu undir samning sem tryggir True North kvikmyndaréttinn á Indjánanum eftir Jón. MYND/GVA Kvikmyndafyrirtækið True North hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn á bókinni Indjánanum eftir Jón Gnarr en samningur þess efnis var undirritaður í húsakynnum Eddu útgáfu í gær. Í Indjánanum greinir Jón frá ævintýralegu lífshlaupi sínu sem strákur á skáldlegan hátt og öllum sínum uppátækjum sem sum hver rötuðu á síður blaðanna. Höfundurinn Jón var að vonum ánægður með þessi tíðindi en hann bjóst eiginlega aldrei við því að líf hans yrði fært yfir á hvíta tjaldið. „Þetta er bara stórkostlegt,“ sagði Jón þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Nú verð ég bara eins og Andri í Punktur, punktur komma strik, nú eða Ingemar í Mitt Liv som Hund,“ bætti höfundurinn við. Hann kvaðst í raun vera að afhenda bókina sína True North til ættleiðingar því hann hefði voðalega lítið um framhaldið að segja þegar allir pappírar væru undirritaðir. „En mér finnst voðalega gaman að þetta skuli vera gert,“ segir Jón sem bjóst ekki við því að koma að handritsgerð myndarinnar. „Nei, en nú hefst bara leitin að litlum Jóni Gnarr.“ Hjörtur Grétarson, framleiðandi hjá True North, vildi ekki gefa upp kaupverðið og sagði það vera trúnaðarmál. Hann sagðist reikna með því að vinna við að finna leikstjóra og handritshöfund færi á fullt en bjóst við því að sú undirbúningsvinna gæti tekið tvö til þrjú ár. Hjörtur tók undir með Jóni að True North væri að ættleiða bókina. „Þetta er auðvitað vandmeðfarið því Indjáninn er skáldsöguleg ævisaga Jóns og við munum að sjálfsögðu reyna að nýta okkur sem mest krafta hans,“ sagði Hjörtur sem vissi þó ekki hvort bókin yrði færð yfir á hvíta tjaldið eða nýtt til framleiðslu á sjónvarpsþáttum. „Það á bara eftir að koma í ljós.“ Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndafyrirtækið True North hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn á bókinni Indjánanum eftir Jón Gnarr en samningur þess efnis var undirritaður í húsakynnum Eddu útgáfu í gær. Í Indjánanum greinir Jón frá ævintýralegu lífshlaupi sínu sem strákur á skáldlegan hátt og öllum sínum uppátækjum sem sum hver rötuðu á síður blaðanna. Höfundurinn Jón var að vonum ánægður með þessi tíðindi en hann bjóst eiginlega aldrei við því að líf hans yrði fært yfir á hvíta tjaldið. „Þetta er bara stórkostlegt,“ sagði Jón þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Nú verð ég bara eins og Andri í Punktur, punktur komma strik, nú eða Ingemar í Mitt Liv som Hund,“ bætti höfundurinn við. Hann kvaðst í raun vera að afhenda bókina sína True North til ættleiðingar því hann hefði voðalega lítið um framhaldið að segja þegar allir pappírar væru undirritaðir. „En mér finnst voðalega gaman að þetta skuli vera gert,“ segir Jón sem bjóst ekki við því að koma að handritsgerð myndarinnar. „Nei, en nú hefst bara leitin að litlum Jóni Gnarr.“ Hjörtur Grétarson, framleiðandi hjá True North, vildi ekki gefa upp kaupverðið og sagði það vera trúnaðarmál. Hann sagðist reikna með því að vinna við að finna leikstjóra og handritshöfund færi á fullt en bjóst við því að sú undirbúningsvinna gæti tekið tvö til þrjú ár. Hjörtur tók undir með Jóni að True North væri að ættleiða bókina. „Þetta er auðvitað vandmeðfarið því Indjáninn er skáldsöguleg ævisaga Jóns og við munum að sjálfsögðu reyna að nýta okkur sem mest krafta hans,“ sagði Hjörtur sem vissi þó ekki hvort bókin yrði færð yfir á hvíta tjaldið eða nýtt til framleiðslu á sjónvarpsþáttum. „Það á bara eftir að koma í ljós.“
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira