Messa frá átakatímum 27. mars 2007 07:00 Söngvararnir Davíð, Hulda, Sesselja og Jónas við æfingar í Seltjarnarneskirkju ásamt stjórnanda sínum, Jóni Karli, aftast. Nú er tími kóranna. Selkórinn ásamt kammersveit og einsöngvurum hélt stórtónleika í Seljarnarneskirkju á Valhúsahæð í gærkvöldi og var þar á dagskrá svonefnd Nelson-messa eftir Haydn. Verður annar flutningur á messunni á sama stað annað kvöld. Með kórnum syngja nokkrir af okkar bestu einsöngvururum: Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Sesselja Kristjánsdóttir mezzosópran, Jónas Guðmundsson tenór og Davíð Ólafsson bassi leggja sitt til í flutninginn en stjórnandi er Jón Karl Einarsson. Með strengjasveitinni leikur Friðrik Vignir Stefánsson á orgelið en konsertmeistari er Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari. Missa in Angustiis eða Nelson-messa eftir Joseph Haydn var samin 1798. Þá var langt liðið á feril Haydn en hann fæddist 1732 og lést 1809. Nafn messunnar er vísast til heiðurs þeim fræga Nelson flotaforingja en varla þannig að honum hafi verið tileinkuð messan þegar hún var samin skömmu eftir orustuna við Nílar-ósa í byrjun ágúst 1798 þar sem Napóleon laut í lægra haldi fyrir breskum flotanum sem Nelson leiddi. Heitið festist við hana og er það einkum rakið til heimsóknar Nelsons og hans alræmdu ástkonu, lafði Hamilton á heimaslóðir Haydns 1800. Þau hjónaleysi voru gestir Esterhazy-fólksins í Eisenstadt þar sem Haydn vann sumarið 1800. Þar er talið að messan hafi verið flutt þeim til heiðurs, auk Te Deum, kantötu sem samin var fyrir lafðina. Varð nokkur vinátta með þessu fólki og gaf Nelson Haydn úr segir sagan sem hann hafði þegið við sigurinn í Aboukir-flóa og í staðinn fékk flotaforinginn pennann sem Haydn skrifaði kantötuna með fyrir lafði Hamilton. Í skrá Haydns yfir eigin verk kallar hann verkið Missa in Angustiis, messu á átakatímum, en áratugirnir um og eftir að messan var samin voru engir friðartímar í Evrópu. Franska byltingin hafði komið miklu róti á samfélag álfunnar og látlausar styrjaldir dundu á Evrópumönnum allt fram að friðnum við orrustuna við Waterloo. Í tilkynningu frá Selkórnum segir: „Messan þykir í senn fáguð og tignarleg en víða með léttum andblæ. Haydn sameinar áhrif frá fjölbreyttum tónsmíðum, frá sónötum og austurrískri barokktónlist að sinfóníum þannig að bæði lagræn framvinda og margbrotin stefjaúrvinnsla leika í höndunum á honum. Messan er tilfinningaríkt og áhrifamikið verk sem sumir telja jafnvel til áhrifaríkustu verka hans.“ Til viðbótar flutningi messunnar munu þær Helga Svala Sigurðardóttir flautuleikari og Unnur Jónsdóttir sellóleikari flytja Air valaques fyrir flautu og píanó eftir A.F. Doppler og sónötu fyrir selló og píanó eftir H. Eccles. Tónleikarnir annað kvöld hefjast kl. 20 og fást miðar við innganginn. Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Nú er tími kóranna. Selkórinn ásamt kammersveit og einsöngvurum hélt stórtónleika í Seljarnarneskirkju á Valhúsahæð í gærkvöldi og var þar á dagskrá svonefnd Nelson-messa eftir Haydn. Verður annar flutningur á messunni á sama stað annað kvöld. Með kórnum syngja nokkrir af okkar bestu einsöngvururum: Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Sesselja Kristjánsdóttir mezzosópran, Jónas Guðmundsson tenór og Davíð Ólafsson bassi leggja sitt til í flutninginn en stjórnandi er Jón Karl Einarsson. Með strengjasveitinni leikur Friðrik Vignir Stefánsson á orgelið en konsertmeistari er Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari. Missa in Angustiis eða Nelson-messa eftir Joseph Haydn var samin 1798. Þá var langt liðið á feril Haydn en hann fæddist 1732 og lést 1809. Nafn messunnar er vísast til heiðurs þeim fræga Nelson flotaforingja en varla þannig að honum hafi verið tileinkuð messan þegar hún var samin skömmu eftir orustuna við Nílar-ósa í byrjun ágúst 1798 þar sem Napóleon laut í lægra haldi fyrir breskum flotanum sem Nelson leiddi. Heitið festist við hana og er það einkum rakið til heimsóknar Nelsons og hans alræmdu ástkonu, lafði Hamilton á heimaslóðir Haydns 1800. Þau hjónaleysi voru gestir Esterhazy-fólksins í Eisenstadt þar sem Haydn vann sumarið 1800. Þar er talið að messan hafi verið flutt þeim til heiðurs, auk Te Deum, kantötu sem samin var fyrir lafðina. Varð nokkur vinátta með þessu fólki og gaf Nelson Haydn úr segir sagan sem hann hafði þegið við sigurinn í Aboukir-flóa og í staðinn fékk flotaforinginn pennann sem Haydn skrifaði kantötuna með fyrir lafði Hamilton. Í skrá Haydns yfir eigin verk kallar hann verkið Missa in Angustiis, messu á átakatímum, en áratugirnir um og eftir að messan var samin voru engir friðartímar í Evrópu. Franska byltingin hafði komið miklu róti á samfélag álfunnar og látlausar styrjaldir dundu á Evrópumönnum allt fram að friðnum við orrustuna við Waterloo. Í tilkynningu frá Selkórnum segir: „Messan þykir í senn fáguð og tignarleg en víða með léttum andblæ. Haydn sameinar áhrif frá fjölbreyttum tónsmíðum, frá sónötum og austurrískri barokktónlist að sinfóníum þannig að bæði lagræn framvinda og margbrotin stefjaúrvinnsla leika í höndunum á honum. Messan er tilfinningaríkt og áhrifamikið verk sem sumir telja jafnvel til áhrifaríkustu verka hans.“ Til viðbótar flutningi messunnar munu þær Helga Svala Sigurðardóttir flautuleikari og Unnur Jónsdóttir sellóleikari flytja Air valaques fyrir flautu og píanó eftir A.F. Doppler og sónötu fyrir selló og píanó eftir H. Eccles. Tónleikarnir annað kvöld hefjast kl. 20 og fást miðar við innganginn.
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira