9 leiðir að Parísarlúkkinu 24. mars 2007 00:01 Hátíðin Pourquoi-pas stendur nú sem hæst og í mörgum verslunum miðbæjarins trónir lítill franskur fáni til að minna á allt sem franskt er. Franskar kvikmyndir, frönsk tónlist og franskur matur veitir Íslendingum rómantískan innblástur þessa dagana og því er vert að skoða aðeins frönsku tískuna. Ég er oft spurð, „af hverju eru Parísardömur svona hryllilega „chic“?“ Ég bjó í borginni í tvö ár auk þess að eiga frábæra ofurtöffaralega frænku sem lengi hefur unnið á hátískuhúsi þar í borg. Með þá reynslu í farteskinu hef ég öðlast ákveðna yfirsýn yfir það sem gerir franskar konur svona sérstakar. Það er afar erfitt að skilgreina Parísarstílinn - af hverju getur venjuleg kona eytt tugþúsundum í nýjan kjól og skartgripi með litlum árangri á meðan Parísarskvísa getur litið frábærlega út í einföldum svörtum kjól eða gallabuxum? Það er afar erfitt að ná þessu „je ne sais quoi“ sem þessar frönsku gyðjur hafa en hér eru sjö lyklar að leyndarmálinu.1. Já - sorrí stelpur, þær eru grannar, hversu pirrandi sem það nú er. Eftir því sem ég gat best komist að þá borða þær næstum því ekkert, reykja eins og strompar og eru á sífelldum hlaupum um borgina. (Hlaupin eru það eina sem ég mæli með af þrennu illu) . 2. Kynþokki. Þeim líður vel í líkama sínum. Þær eyða miklum tíma og pening í alls kyns krem og snyrtivörur. Brjóstastinningargel, cellulite-krem og detox-te seljast eins og heitar lummur. 3. Háhælaðir skór. Því hærri, því betri. Það skiptir ekki máli hvort skórnir eru óþægilegir. „Fegurð er þjáning“ er kunnur málsháttur í Frakklandi. 4. Vertu ALLTAF smart. Meira að segja þegar þú liggur á spítala / ert nýbúin að fæða barn. 5. Stíll. „Savoir-faire“ kalla þær það. Það er eitt að kaupa falleg föt en annað að kunna að setja þau saman á fallegan hátt. Þær eru fæddir stílistar. 6. Lítið er meira. Parísardömur eru aldrei of sólbrúnar, með röndóttar strípur eða í of flegnum fötum. Förðun er klassísk og meik ósýnilegt. „Vulgaire“ (óhefluð/plebbaleg) er það versta sem þú gætir verið. 7. ALDREI slaka á kúlinu. Parísardömur vita að þær eru alltaf til sýnis, hvort sem það er í metro eða úti á kaffihúsi. Pósaðu alltaf og vertu ögn yfirlætisfull á svip. 8. Sokkabönd? Það máttu bóka. Falleg undirföt eru undirstaða sjálfsöryggi hverrar konu. Og þá komum við að númer 9: Sjálfsöryggi. Parísardömur nota helst einn aukahlut, fatnað eða förðun sem aðgreinir þær frá öðrum. Þær eru klassískar í klæðaburði (óaðfinnanlega sniðin svört dragt, gallabuxur) en vilja jafnframt sýna að þær hafi einhverja sérstöðu. Þær eru stöðugt að endurmeta eigin stíl og útlit. Og eins og ég uppgötvaði á Parísarárunum: að búa í svona fallegri borg er eins og að búa í íbúð með dýrindis húsgögnum. Maður verður eiginlega að klæða sig til þess að passa inn í umhverfið! En svo hitti ég sæta franska stelpu um daginn sem var svakalega fegin að geta klætt sig í skærbleikan spandex minikjól, grænt belti og hlébarðaleggings til að fitta inn á Sirkus. Grasið er víst alltaf grænna hinum megin… Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Hátíðin Pourquoi-pas stendur nú sem hæst og í mörgum verslunum miðbæjarins trónir lítill franskur fáni til að minna á allt sem franskt er. Franskar kvikmyndir, frönsk tónlist og franskur matur veitir Íslendingum rómantískan innblástur þessa dagana og því er vert að skoða aðeins frönsku tískuna. Ég er oft spurð, „af hverju eru Parísardömur svona hryllilega „chic“?“ Ég bjó í borginni í tvö ár auk þess að eiga frábæra ofurtöffaralega frænku sem lengi hefur unnið á hátískuhúsi þar í borg. Með þá reynslu í farteskinu hef ég öðlast ákveðna yfirsýn yfir það sem gerir franskar konur svona sérstakar. Það er afar erfitt að skilgreina Parísarstílinn - af hverju getur venjuleg kona eytt tugþúsundum í nýjan kjól og skartgripi með litlum árangri á meðan Parísarskvísa getur litið frábærlega út í einföldum svörtum kjól eða gallabuxum? Það er afar erfitt að ná þessu „je ne sais quoi“ sem þessar frönsku gyðjur hafa en hér eru sjö lyklar að leyndarmálinu.1. Já - sorrí stelpur, þær eru grannar, hversu pirrandi sem það nú er. Eftir því sem ég gat best komist að þá borða þær næstum því ekkert, reykja eins og strompar og eru á sífelldum hlaupum um borgina. (Hlaupin eru það eina sem ég mæli með af þrennu illu) . 2. Kynþokki. Þeim líður vel í líkama sínum. Þær eyða miklum tíma og pening í alls kyns krem og snyrtivörur. Brjóstastinningargel, cellulite-krem og detox-te seljast eins og heitar lummur. 3. Háhælaðir skór. Því hærri, því betri. Það skiptir ekki máli hvort skórnir eru óþægilegir. „Fegurð er þjáning“ er kunnur málsháttur í Frakklandi. 4. Vertu ALLTAF smart. Meira að segja þegar þú liggur á spítala / ert nýbúin að fæða barn. 5. Stíll. „Savoir-faire“ kalla þær það. Það er eitt að kaupa falleg föt en annað að kunna að setja þau saman á fallegan hátt. Þær eru fæddir stílistar. 6. Lítið er meira. Parísardömur eru aldrei of sólbrúnar, með röndóttar strípur eða í of flegnum fötum. Förðun er klassísk og meik ósýnilegt. „Vulgaire“ (óhefluð/plebbaleg) er það versta sem þú gætir verið. 7. ALDREI slaka á kúlinu. Parísardömur vita að þær eru alltaf til sýnis, hvort sem það er í metro eða úti á kaffihúsi. Pósaðu alltaf og vertu ögn yfirlætisfull á svip. 8. Sokkabönd? Það máttu bóka. Falleg undirföt eru undirstaða sjálfsöryggi hverrar konu. Og þá komum við að númer 9: Sjálfsöryggi. Parísardömur nota helst einn aukahlut, fatnað eða förðun sem aðgreinir þær frá öðrum. Þær eru klassískar í klæðaburði (óaðfinnanlega sniðin svört dragt, gallabuxur) en vilja jafnframt sýna að þær hafi einhverja sérstöðu. Þær eru stöðugt að endurmeta eigin stíl og útlit. Og eins og ég uppgötvaði á Parísarárunum: að búa í svona fallegri borg er eins og að búa í íbúð með dýrindis húsgögnum. Maður verður eiginlega að klæða sig til þess að passa inn í umhverfið! En svo hitti ég sæta franska stelpu um daginn sem var svakalega fegin að geta klætt sig í skærbleikan spandex minikjól, grænt belti og hlébarðaleggings til að fitta inn á Sirkus. Grasið er víst alltaf grænna hinum megin…
Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira