Pétur og úlfurinn gefinn út 23. mars 2007 07:00 Hljómsveitina skipa þeir Ragnar Jún Ragnarsson, Helgi Egilsson, Snorri Páll Úlfhildarson Jónsson og Halldór Ásgeirsson. Hafnfirska hljómsveitin Alræði öreiganna heldur útgáfutónleika í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld í tilefni af útkomu plötunnar Pétur og úlfurinn, sem er byggð á hinu þekkta tónverki eftir Sergei Prokofiev. Hljómsveitin setti verkið fyrst upp í eigin rokk-fjúsjón útgáfu á Björtum dögum í Hafnarfirði í fyrra. Tókst sýningin svo vel að ákveðið var að taka verkið upp og gefa út. „Þetta er allt byggt á verkinu og þessum þekktu stefjum úr því. Við reynum að hafa sem fjölbreyttastan takt,“ segir Halldór Ásgeirsson. „Þetta er dálítið frábrugðið upphaflega verkinu en samt mjög auðþekkjanlegt.“ Á tónleikunum verður verkið flutt í heild sinni og tekur flutningurinn um fimmtíu mínútur. Verður það lesið upp af Einari Aðalsteinssyni, sem vann upplestrarkeppni grunnskólanna árið 2000. Alræði öreiganna, sem var stofnuð fyrir ári síðan, mun meðal annars feta í fótspor Sting sem hefur gert plötu byggða á verkinu. Auk þess hefur Sean Connery lesið söguna inn á plötu. „Ég vona að við séum að feta nokkuð ótroðnar slóðir í þessum útsetningum,“ segir Halldór. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 22.00 og kostar 500 krónur inn. Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hafnfirska hljómsveitin Alræði öreiganna heldur útgáfutónleika í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld í tilefni af útkomu plötunnar Pétur og úlfurinn, sem er byggð á hinu þekkta tónverki eftir Sergei Prokofiev. Hljómsveitin setti verkið fyrst upp í eigin rokk-fjúsjón útgáfu á Björtum dögum í Hafnarfirði í fyrra. Tókst sýningin svo vel að ákveðið var að taka verkið upp og gefa út. „Þetta er allt byggt á verkinu og þessum þekktu stefjum úr því. Við reynum að hafa sem fjölbreyttastan takt,“ segir Halldór Ásgeirsson. „Þetta er dálítið frábrugðið upphaflega verkinu en samt mjög auðþekkjanlegt.“ Á tónleikunum verður verkið flutt í heild sinni og tekur flutningurinn um fimmtíu mínútur. Verður það lesið upp af Einari Aðalsteinssyni, sem vann upplestrarkeppni grunnskólanna árið 2000. Alræði öreiganna, sem var stofnuð fyrir ári síðan, mun meðal annars feta í fótspor Sting sem hefur gert plötu byggða á verkinu. Auk þess hefur Sean Connery lesið söguna inn á plötu. „Ég vona að við séum að feta nokkuð ótroðnar slóðir í þessum útsetningum,“ segir Halldór. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 22.00 og kostar 500 krónur inn.
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira