Neyðin kennir nöktum 22. mars 2007 08:00 Fjalakötturinn blánar Það verður að kallast undarlegt dogma fyrir kvikmyndagerðarfólk að þurfa að sýna nekt eða samfarir tólftu hverja mínútu. En neyðin hefur löngum kennt nöktum að spinna og afsprengi samfélagsbreytinga sjöunda áratugsins í Japan felst meðal annars í óvæntri tegund kvikmynda sem kenndar eru við „pinku eiga“, listrænar og ljósbláar myndir sem nú hefur hlotnast nokkur upphefð. Þegar stóru framleiðslufyrirtækin í Japan sáu sæng sína upp reidda og fóru að laða áhorfendur inn í kvikmyndahúsin, í kappi við ægivald sjónvarpsins, með léttri erótík fóru leikstjórar þeirra ýmsar leiðir í kringum siðprýðisreglugerðir auk þess að koma að sínum listræna metnaði með öllum ráðum. Dagur Kári Pétursson kvikmyndagerðarmaður útskýrir að myndir frá þessu einkennilega tímabili séu afar skrítinn kokteill en í seinni tíð hafi menn áttað sig á ótvíræðu listrænu gildi myndanna, sem og skemmtanagildi. „Þessar myndir eru sprottnar úr jarðvegi þar sem japönsk kvikmyndagerð var þjökuð af samúræja-hefðinni, það var nánast ekkert framleitt nema samúræjamyndir. Svo varð sprenging í klámiðnaðinum og ungir og efnilegir leikstjórar fengu vinnu við að gera klámmyndir. Hið óvenjulega var hins vegar að þeir fengu næstum alveg lausan tauminn. Þeir gátu rasað út í sínum listræna metnaði en á tólftu hverri mínútu þurfti að vera einhver nekt. Fyrir vikið myndaðist þessi mjög svo undarlega blanda af ofurlistrænum myndum sem eru líka með kjánaleg bófaplott og erótík,“ segir Dagur Kári og bætir við: „Ég ímynda mér að þær geti verið stórkostleg skemmtun á að horfa.“ Kvikmyndaklúbburinn Fjalakötturinn sýnir á næstunni þrjár myndir eftir einn höfuðpaura þessarar erótísku bylgju, Tatsumi Kumashiro, en myndir hans voru mjög vinsælar meðal gagnrýnenda og áhorfenda á sinni tíð. Sýningarnar fara fram í Tjarnarbíói á sýningartíma Kattarins á sunnudags- og mánudagskvöldum. Nánari upplýsingar eru á heimasíðunni www. filmfest.is. Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Það verður að kallast undarlegt dogma fyrir kvikmyndagerðarfólk að þurfa að sýna nekt eða samfarir tólftu hverja mínútu. En neyðin hefur löngum kennt nöktum að spinna og afsprengi samfélagsbreytinga sjöunda áratugsins í Japan felst meðal annars í óvæntri tegund kvikmynda sem kenndar eru við „pinku eiga“, listrænar og ljósbláar myndir sem nú hefur hlotnast nokkur upphefð. Þegar stóru framleiðslufyrirtækin í Japan sáu sæng sína upp reidda og fóru að laða áhorfendur inn í kvikmyndahúsin, í kappi við ægivald sjónvarpsins, með léttri erótík fóru leikstjórar þeirra ýmsar leiðir í kringum siðprýðisreglugerðir auk þess að koma að sínum listræna metnaði með öllum ráðum. Dagur Kári Pétursson kvikmyndagerðarmaður útskýrir að myndir frá þessu einkennilega tímabili séu afar skrítinn kokteill en í seinni tíð hafi menn áttað sig á ótvíræðu listrænu gildi myndanna, sem og skemmtanagildi. „Þessar myndir eru sprottnar úr jarðvegi þar sem japönsk kvikmyndagerð var þjökuð af samúræja-hefðinni, það var nánast ekkert framleitt nema samúræjamyndir. Svo varð sprenging í klámiðnaðinum og ungir og efnilegir leikstjórar fengu vinnu við að gera klámmyndir. Hið óvenjulega var hins vegar að þeir fengu næstum alveg lausan tauminn. Þeir gátu rasað út í sínum listræna metnaði en á tólftu hverri mínútu þurfti að vera einhver nekt. Fyrir vikið myndaðist þessi mjög svo undarlega blanda af ofurlistrænum myndum sem eru líka með kjánaleg bófaplott og erótík,“ segir Dagur Kári og bætir við: „Ég ímynda mér að þær geti verið stórkostleg skemmtun á að horfa.“ Kvikmyndaklúbburinn Fjalakötturinn sýnir á næstunni þrjár myndir eftir einn höfuðpaura þessarar erótísku bylgju, Tatsumi Kumashiro, en myndir hans voru mjög vinsælar meðal gagnrýnenda og áhorfenda á sinni tíð. Sýningarnar fara fram í Tjarnarbíói á sýningartíma Kattarins á sunnudags- og mánudagskvöldum. Nánari upplýsingar eru á heimasíðunni www. filmfest.is.
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein