Blindu börnin hennar Evu 20. mars 2007 00:01 Eitt af því sem ég hef lært á óralangri ævi er, að öll burðumst við með einhverja þá fötlun sem í frjálslyndara samfélagi væri hægt að kalla eiginleika. Hjá sumum eru skorðurnar augljósar eins og til dæmis heyrnarleysi eða blinda á meðan þær eru duldari hjá flestum. Einhver getur kannski ekki framkvæmt nokkurn hlut án ritúals, burstar tennurnar eftir flóknu rósaleppamynstri og fer ekki að heiman án þess að slökkva þrisvar á eldavélinni og læsa fimm sinnum. Einhverjum öðrum er ómögulegt að sjá eigin mistök eða fyrirgefa annarra. Því miður er ég sjálf til dæmis hroðalega óstundvís, systir mín segir að meira að segja þegar guð útdeildi stundvísinni hafi ég komið of seint. Þar með eru vankantar mínir reyndar upptaldir. Þrátt fyrir að vera meðvituð um hina fjölbreyttu fötlunarflóru sé ég barasta ekki nokkurn hlut athugaverðan við dætur mínar þrjár. Frábærar allar með tölu og nákvæmlega eins og þær eiga að vera. Þetta finnst mér alla daga, líka þegar unglingurinn gengur um eins og grís, þegar millistykkið hrín sig hása af viljastyrk og þegar handóða smábarnið leggur heimilið í rúst. Og eins og öðrum foreldrum finnst mér auðvitað að þær eigi skilið heimsins bestu aðstæður. Foreldrum blindra barna líður nákvæmlega eins. Að þeirra börn eigi skilið akkúrat allra bestu aðstæður til að blómstra í sínu lífi. Einmitt að þessum börnum eigi að hlú sérstaklega vegna þess að þau þurfa á því að halda. Reyndin er hins vegar sú að af samfélagsins hálfu eru menntunaraðstæður blindra barna til skammar. Yfirvöld menntamála höfðu þrjú heil ár til að framkvæma tillögur nefndar um málefnið, aðgerðir sem kosta lítið en skipta sköpum fyrir blindu börnin. Lítið hefur gerst. Á síðustu þingdögum var reyndar drifið í að skipa aðra nefnd. Enn geta foreldrarnir því valið hvort börnin þeirra eigi áfram að alast upp við 19. aldar menntun á Íslandi eða flýja land með þau til þjóða sem kunna þetta betur. Ef hópurinn teldi fleiri kjósendur væri þekkingarmiðstöð blindra líklega orðin að veruleika fyrir löngu. Kannski verður hún samt opnuð með lúðraþyt og söng í vikunni fyrir kosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Eitt af því sem ég hef lært á óralangri ævi er, að öll burðumst við með einhverja þá fötlun sem í frjálslyndara samfélagi væri hægt að kalla eiginleika. Hjá sumum eru skorðurnar augljósar eins og til dæmis heyrnarleysi eða blinda á meðan þær eru duldari hjá flestum. Einhver getur kannski ekki framkvæmt nokkurn hlut án ritúals, burstar tennurnar eftir flóknu rósaleppamynstri og fer ekki að heiman án þess að slökkva þrisvar á eldavélinni og læsa fimm sinnum. Einhverjum öðrum er ómögulegt að sjá eigin mistök eða fyrirgefa annarra. Því miður er ég sjálf til dæmis hroðalega óstundvís, systir mín segir að meira að segja þegar guð útdeildi stundvísinni hafi ég komið of seint. Þar með eru vankantar mínir reyndar upptaldir. Þrátt fyrir að vera meðvituð um hina fjölbreyttu fötlunarflóru sé ég barasta ekki nokkurn hlut athugaverðan við dætur mínar þrjár. Frábærar allar með tölu og nákvæmlega eins og þær eiga að vera. Þetta finnst mér alla daga, líka þegar unglingurinn gengur um eins og grís, þegar millistykkið hrín sig hása af viljastyrk og þegar handóða smábarnið leggur heimilið í rúst. Og eins og öðrum foreldrum finnst mér auðvitað að þær eigi skilið heimsins bestu aðstæður. Foreldrum blindra barna líður nákvæmlega eins. Að þeirra börn eigi skilið akkúrat allra bestu aðstæður til að blómstra í sínu lífi. Einmitt að þessum börnum eigi að hlú sérstaklega vegna þess að þau þurfa á því að halda. Reyndin er hins vegar sú að af samfélagsins hálfu eru menntunaraðstæður blindra barna til skammar. Yfirvöld menntamála höfðu þrjú heil ár til að framkvæma tillögur nefndar um málefnið, aðgerðir sem kosta lítið en skipta sköpum fyrir blindu börnin. Lítið hefur gerst. Á síðustu þingdögum var reyndar drifið í að skipa aðra nefnd. Enn geta foreldrarnir því valið hvort börnin þeirra eigi áfram að alast upp við 19. aldar menntun á Íslandi eða flýja land með þau til þjóða sem kunna þetta betur. Ef hópurinn teldi fleiri kjósendur væri þekkingarmiðstöð blindra líklega orðin að veruleika fyrir löngu. Kannski verður hún samt opnuð með lúðraþyt og söng í vikunni fyrir kosningar.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun