Dean og Rússarnir 15. mars 2007 05:00 Fjalakötturinn heldur áfram veglegri dagskrá sinni í Tjarnarbíói. Kvikmyndaklúbburinn hyggst sýna allar þrjár myndir bandaríska eðaltöffarans James Dean en þetta eru Austur við Eden, Syndir feðranna og Risinn. Sýningarnar í Tjarnarbíói verða 17., 18. og 19. mars en áhorfendum gefst einnig kostur á að sjá heimildarmyndina Forever Young sem gerð var fyrir tveimur árum. Dean lést í hörmulegu bílslysi 30. september árið 1955 en enn þann dag í dag er ímynd leikarans stór hluti af bandarískri dægurmenningu Einnig verður rússneska meistarastykkið Trönurnar fljúga sýnd á sunnudag, eftir Mikhail Kalatozov frá árinu 1957. Kvikmyndasérfræðingar telja þetta vera eitt fyrsta meistarastykkið sem kom frá gömlu Sovétríkjunum eftir að Stalín féll. Hún er ekki síst fræg fyrir stórkostlega myndatöku og einstaka persónusköpun en Trönurnar fljúga segir ástarsögu Boris og Veróniku þegar Þjóðverjar ráðast inn í Rússland 1941. Mynd Kalatozovs fékk Gullpálmann á Cannes árið 1958 og ruddi brautina fyrir nýtt tímabil í rússneskri menningu eftir að persónudýrkun á Stalín fór að leggjast af. Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Fjalakötturinn heldur áfram veglegri dagskrá sinni í Tjarnarbíói. Kvikmyndaklúbburinn hyggst sýna allar þrjár myndir bandaríska eðaltöffarans James Dean en þetta eru Austur við Eden, Syndir feðranna og Risinn. Sýningarnar í Tjarnarbíói verða 17., 18. og 19. mars en áhorfendum gefst einnig kostur á að sjá heimildarmyndina Forever Young sem gerð var fyrir tveimur árum. Dean lést í hörmulegu bílslysi 30. september árið 1955 en enn þann dag í dag er ímynd leikarans stór hluti af bandarískri dægurmenningu Einnig verður rússneska meistarastykkið Trönurnar fljúga sýnd á sunnudag, eftir Mikhail Kalatozov frá árinu 1957. Kvikmyndasérfræðingar telja þetta vera eitt fyrsta meistarastykkið sem kom frá gömlu Sovétríkjunum eftir að Stalín féll. Hún er ekki síst fræg fyrir stórkostlega myndatöku og einstaka persónusköpun en Trönurnar fljúga segir ástarsögu Boris og Veróniku þegar Þjóðverjar ráðast inn í Rússland 1941. Mynd Kalatozovs fékk Gullpálmann á Cannes árið 1958 og ruddi brautina fyrir nýtt tímabil í rússneskri menningu eftir að persónudýrkun á Stalín fór að leggjast af.
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira