Glíma Sæmundar og kölska 14. mars 2007 06:00 Flestir kannast við sögurnar af Sæmundi fróða og glímu hans við sjálfan fjandann. Nú lifna þjóðsögurnar við í Möguleikhúsinu sem frumsýnir nýtt leikrit um kappann í kvöld. Sæmundur fór til náms í Svartaskóla þar sem kölski sjálfur réð ríkjum. Með klókindum tókst hinum fróða að sleppa úr klóm lærimeistarans og hrökk þá upp úr honum máltækið „þar skall hurð nærri hælum" þegar rammgerð skólahurðin skelltist á eftir honum og skrattinn varð eftir inni. Eftir þá uppákomu var Kölski sífellt á hæla Sæmundi og eru til af því ótal sögur hvernig galdramaðurinn sneri á hinn síðarnefnda enda reyndi þar mjög á klókindi og dirfsku hans. Höfundur leikritsins er Pétur Eggerz en hann leikur einnig í sýningunni ásamt Öldu Arnardóttur og Bjarna Ingvarssyni. Pétur hefur samið fjölda leikverka fyrir Möguleikhúsið, þar á meðal jólaleikritið sívinsæla Smiður jólasveinanna og leikrit um umferðarálfinn Mókoll. Leikstjóri sýningarinnar er Þórhallur Sigurðsson, tónlist og hljóðmynd er eftir Guðna Franzson og leikmynd og búningar eru eftir Messíönu Tómasdóttur. Sýningin er ætluð áhorfendum frá átta ára aldri, en auk þess að vera sýnd í Möguleikhúsinu er sýningin ferðasýning sem sýnd verður í skólum. Sýningin í kvöld hefst kl. 20 en sýnt er í húsnæði Möguleikhússins við Hlemm. Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Flestir kannast við sögurnar af Sæmundi fróða og glímu hans við sjálfan fjandann. Nú lifna þjóðsögurnar við í Möguleikhúsinu sem frumsýnir nýtt leikrit um kappann í kvöld. Sæmundur fór til náms í Svartaskóla þar sem kölski sjálfur réð ríkjum. Með klókindum tókst hinum fróða að sleppa úr klóm lærimeistarans og hrökk þá upp úr honum máltækið „þar skall hurð nærri hælum" þegar rammgerð skólahurðin skelltist á eftir honum og skrattinn varð eftir inni. Eftir þá uppákomu var Kölski sífellt á hæla Sæmundi og eru til af því ótal sögur hvernig galdramaðurinn sneri á hinn síðarnefnda enda reyndi þar mjög á klókindi og dirfsku hans. Höfundur leikritsins er Pétur Eggerz en hann leikur einnig í sýningunni ásamt Öldu Arnardóttur og Bjarna Ingvarssyni. Pétur hefur samið fjölda leikverka fyrir Möguleikhúsið, þar á meðal jólaleikritið sívinsæla Smiður jólasveinanna og leikrit um umferðarálfinn Mókoll. Leikstjóri sýningarinnar er Þórhallur Sigurðsson, tónlist og hljóðmynd er eftir Guðna Franzson og leikmynd og búningar eru eftir Messíönu Tómasdóttur. Sýningin er ætluð áhorfendum frá átta ára aldri, en auk þess að vera sýnd í Möguleikhúsinu er sýningin ferðasýning sem sýnd verður í skólum. Sýningin í kvöld hefst kl. 20 en sýnt er í húsnæði Möguleikhússins við Hlemm.
Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira