Spænsk lög sungin og leikin 13. mars 2007 07:15 Spænsk einsöngslög og dúettar frá ýmsum tímabilum hljóma á Háskólatónleikum í hádeginu á morgun, 14. mars. Valgerður Guðrún Guðnadóttir sópran, Hrólfur Sæmundsson baritón og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari flytja verk spænsku tónskáldanna Albeniz, De Falla og Granado og argentíska tónskáldsins Morillo. Lögin eru allt frá barokktímanum fram á 20. öldina og heyra má bregða fyrir þjóðlögum, serenöðum og flamenco-tónlist með tilheyrandi látum. Valgerður Guðrún Guðnadóttir lauk 8. stigi frá Söngskólanum í Reykjavík og útskrifaðist frá Guildhall School of Music árið 2000. Hún á að baki fjölda hlutverka í söngleikjum og óperum. Hrólfur Sæmundsson lauk meistaragráðu í einsöng við New England Conservatory of Music í Boston vorið 2001 en áður hafði hann lokið burtfararprófi frá Söngskólanum. Hrólfur hefur komið fram á yfir 100 tónleikum hérlendis, austan hafs og vestan og á næsta ári á Norðurlöndunum, auk Englands og Serbíu. Á næstunni syngur hann m.a. hlutverk Polypheme í Acis og Galateu, og kemur fram á tónleikum í Frakklandi og Ítalíu. Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan píanókennaraprófi árið 1979 og einleikaraprófi tveimur árum síðar. Hún lauk meistaragráðu frá New England Conservatory of Music í Boston árið 1987. Hún hefur víða komið fram og hlotið margvíslegar viðurkenningar. Meðal þeirra einleiksverka sem hún hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands eru píanókonsert Griegs og Slátta eftir Jórunni Viðar, en hvort tveggja hefur verið gefið út á geisladiski. Hún er stofnandi og stjórnandi Reykholtshátíðar sem haldin er árlega í júlílok. Næsta haust leikur hún einleik með hljómsveitinni Virtuosi di Praga í Rudolfini-salnum í Prag og með Hljómsveit Sankti Kristófers í Vilníus. - Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Spænsk einsöngslög og dúettar frá ýmsum tímabilum hljóma á Háskólatónleikum í hádeginu á morgun, 14. mars. Valgerður Guðrún Guðnadóttir sópran, Hrólfur Sæmundsson baritón og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari flytja verk spænsku tónskáldanna Albeniz, De Falla og Granado og argentíska tónskáldsins Morillo. Lögin eru allt frá barokktímanum fram á 20. öldina og heyra má bregða fyrir þjóðlögum, serenöðum og flamenco-tónlist með tilheyrandi látum. Valgerður Guðrún Guðnadóttir lauk 8. stigi frá Söngskólanum í Reykjavík og útskrifaðist frá Guildhall School of Music árið 2000. Hún á að baki fjölda hlutverka í söngleikjum og óperum. Hrólfur Sæmundsson lauk meistaragráðu í einsöng við New England Conservatory of Music í Boston vorið 2001 en áður hafði hann lokið burtfararprófi frá Söngskólanum. Hrólfur hefur komið fram á yfir 100 tónleikum hérlendis, austan hafs og vestan og á næsta ári á Norðurlöndunum, auk Englands og Serbíu. Á næstunni syngur hann m.a. hlutverk Polypheme í Acis og Galateu, og kemur fram á tónleikum í Frakklandi og Ítalíu. Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan píanókennaraprófi árið 1979 og einleikaraprófi tveimur árum síðar. Hún lauk meistaragráðu frá New England Conservatory of Music í Boston árið 1987. Hún hefur víða komið fram og hlotið margvíslegar viðurkenningar. Meðal þeirra einleiksverka sem hún hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands eru píanókonsert Griegs og Slátta eftir Jórunni Viðar, en hvort tveggja hefur verið gefið út á geisladiski. Hún er stofnandi og stjórnandi Reykholtshátíðar sem haldin er árlega í júlílok. Næsta haust leikur hún einleik með hljómsveitinni Virtuosi di Praga í Rudolfini-salnum í Prag og með Hljómsveit Sankti Kristófers í Vilníus. -
Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið