Spænsk lög sungin og leikin 13. mars 2007 07:15 Spænsk einsöngslög og dúettar frá ýmsum tímabilum hljóma á Háskólatónleikum í hádeginu á morgun, 14. mars. Valgerður Guðrún Guðnadóttir sópran, Hrólfur Sæmundsson baritón og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari flytja verk spænsku tónskáldanna Albeniz, De Falla og Granado og argentíska tónskáldsins Morillo. Lögin eru allt frá barokktímanum fram á 20. öldina og heyra má bregða fyrir þjóðlögum, serenöðum og flamenco-tónlist með tilheyrandi látum. Valgerður Guðrún Guðnadóttir lauk 8. stigi frá Söngskólanum í Reykjavík og útskrifaðist frá Guildhall School of Music árið 2000. Hún á að baki fjölda hlutverka í söngleikjum og óperum. Hrólfur Sæmundsson lauk meistaragráðu í einsöng við New England Conservatory of Music í Boston vorið 2001 en áður hafði hann lokið burtfararprófi frá Söngskólanum. Hrólfur hefur komið fram á yfir 100 tónleikum hérlendis, austan hafs og vestan og á næsta ári á Norðurlöndunum, auk Englands og Serbíu. Á næstunni syngur hann m.a. hlutverk Polypheme í Acis og Galateu, og kemur fram á tónleikum í Frakklandi og Ítalíu. Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan píanókennaraprófi árið 1979 og einleikaraprófi tveimur árum síðar. Hún lauk meistaragráðu frá New England Conservatory of Music í Boston árið 1987. Hún hefur víða komið fram og hlotið margvíslegar viðurkenningar. Meðal þeirra einleiksverka sem hún hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands eru píanókonsert Griegs og Slátta eftir Jórunni Viðar, en hvort tveggja hefur verið gefið út á geisladiski. Hún er stofnandi og stjórnandi Reykholtshátíðar sem haldin er árlega í júlílok. Næsta haust leikur hún einleik með hljómsveitinni Virtuosi di Praga í Rudolfini-salnum í Prag og með Hljómsveit Sankti Kristófers í Vilníus. - Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Spænsk einsöngslög og dúettar frá ýmsum tímabilum hljóma á Háskólatónleikum í hádeginu á morgun, 14. mars. Valgerður Guðrún Guðnadóttir sópran, Hrólfur Sæmundsson baritón og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari flytja verk spænsku tónskáldanna Albeniz, De Falla og Granado og argentíska tónskáldsins Morillo. Lögin eru allt frá barokktímanum fram á 20. öldina og heyra má bregða fyrir þjóðlögum, serenöðum og flamenco-tónlist með tilheyrandi látum. Valgerður Guðrún Guðnadóttir lauk 8. stigi frá Söngskólanum í Reykjavík og útskrifaðist frá Guildhall School of Music árið 2000. Hún á að baki fjölda hlutverka í söngleikjum og óperum. Hrólfur Sæmundsson lauk meistaragráðu í einsöng við New England Conservatory of Music í Boston vorið 2001 en áður hafði hann lokið burtfararprófi frá Söngskólanum. Hrólfur hefur komið fram á yfir 100 tónleikum hérlendis, austan hafs og vestan og á næsta ári á Norðurlöndunum, auk Englands og Serbíu. Á næstunni syngur hann m.a. hlutverk Polypheme í Acis og Galateu, og kemur fram á tónleikum í Frakklandi og Ítalíu. Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan píanókennaraprófi árið 1979 og einleikaraprófi tveimur árum síðar. Hún lauk meistaragráðu frá New England Conservatory of Music í Boston árið 1987. Hún hefur víða komið fram og hlotið margvíslegar viðurkenningar. Meðal þeirra einleiksverka sem hún hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands eru píanókonsert Griegs og Slátta eftir Jórunni Viðar, en hvort tveggja hefur verið gefið út á geisladiski. Hún er stofnandi og stjórnandi Reykholtshátíðar sem haldin er árlega í júlílok. Næsta haust leikur hún einleik með hljómsveitinni Virtuosi di Praga í Rudolfini-salnum í Prag og með Hljómsveit Sankti Kristófers í Vilníus. -
Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira