Kristín leikstýrir með Vesturporti 8. mars 2007 06:15 „Við höfum verið að gera heilmikið saman," segir Gísli Örn Garðarsson leikstjóri um samstarf sitt við Kristínu Ólafsdóttur, eiginkonu athafnamannsins Björgúlfs Thors Björgólfssonar. Kristín er aðstoðarleikstjóri söngleiksins Ást sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu á laugardag. Söngleikurinn er eftir Víking Kristjánsson og Gísla Örn Garðarsson sem jafnframt er leikstjóri. Það er Vesturport sem setur söngleikinn upp í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur. Með aðalhlutverkin fara margir af helstu leikurum landsins og nægir þar að nefna Kristbjörgu Kjeld og Magnús Ólafsson en eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu leikur verðandi þingframbjóðandinn Ómar Ragnarsson eitt aðalhlutverkanna. Gísli Örn segir að samstarf Vesturports og Kristínar eigi sér nokkuð langan aðdraganda. „Hún framleiddi myndina Love is in the Air sem fjallaði um ferð Vesturports til London þegar Rómeó & Júlía var sett upp," segir Gísli en segja má að verkið hafi komið íslenskri leikhúsmenningu á kortið á Englandi. „Þá var hún einnig einn af framleiðendum kvikmyndanna Barna og Foreldra," bætir hann við. Gísli segir að hann hafi lengi gengið með hugmyndina um ástir á elliheimilinu í maganum og viðraði hana öðru hvoru við Kristínu. „Hún sýndi þessu mikinn áhuga og vildi í raun strax fá að vera með," útskýrir Gísli og bætir við að Kristín hafi gjarnan viljað reyna sig við leikhúsið eftir að hafa aðallega einbeitt sér að kvikmyndagerð. Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Fleiri fréttir „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
„Við höfum verið að gera heilmikið saman," segir Gísli Örn Garðarsson leikstjóri um samstarf sitt við Kristínu Ólafsdóttur, eiginkonu athafnamannsins Björgúlfs Thors Björgólfssonar. Kristín er aðstoðarleikstjóri söngleiksins Ást sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu á laugardag. Söngleikurinn er eftir Víking Kristjánsson og Gísla Örn Garðarsson sem jafnframt er leikstjóri. Það er Vesturport sem setur söngleikinn upp í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur. Með aðalhlutverkin fara margir af helstu leikurum landsins og nægir þar að nefna Kristbjörgu Kjeld og Magnús Ólafsson en eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu leikur verðandi þingframbjóðandinn Ómar Ragnarsson eitt aðalhlutverkanna. Gísli Örn segir að samstarf Vesturports og Kristínar eigi sér nokkuð langan aðdraganda. „Hún framleiddi myndina Love is in the Air sem fjallaði um ferð Vesturports til London þegar Rómeó & Júlía var sett upp," segir Gísli en segja má að verkið hafi komið íslenskri leikhúsmenningu á kortið á Englandi. „Þá var hún einnig einn af framleiðendum kvikmyndanna Barna og Foreldra," bætir hann við. Gísli segir að hann hafi lengi gengið með hugmyndina um ástir á elliheimilinu í maganum og viðraði hana öðru hvoru við Kristínu. „Hún sýndi þessu mikinn áhuga og vildi í raun strax fá að vera með," útskýrir Gísli og bætir við að Kristín hafi gjarnan viljað reyna sig við leikhúsið eftir að hafa aðallega einbeitt sér að kvikmyndagerð.
Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Fleiri fréttir „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira