Vill stjörnum prýtt blúsband 8. mars 2007 07:45 Halldór Bragason. Dóri ætlar að stofna norræna blússveit sem myndi ferðast á milli blúshátíða um allan heiminn. MYND/Valli Blúsarinn Halldór Bragason hefur í hyggju að stofna norræna blúshljómsveit sem myndi ferðast á milli tónlistarhátíða á Norðurlöndunum og jafnvel víðar um heim. Sveitin yrði ekki alltaf skipuð sama fólkinu heldur yrði meðlimum skipt út frá ári til árs. „Hugmyndin er að setja saman stjörnum prýtt band frá Norðurlöndunum. Þetta gæti orðið allt að fimmtán manna sveit sem myndi spila á hátíðum á Norðurlöndum og víðar. Þetta er svona langtímamarkmið,“ segir Dóri, sem er listrænn stjórnandi fjórðu Blúshátíðar Reykjavíkur sem hefst 3. apríl. „Þegar maður er listrænn stjórnandi þarf maður að vera skapandi og ég hef gert það undanfarin ár að búa til dagskrá á Blúshátíð. Mér finnst þetta skemmtilegt verkefni að sameina alla blúsara á Norðurlöndum. Það yrði liður í kynningarstarfsemi fyrir blúshátíðir á Norðurlöndum að kynna þessa blúsara og búa til bræðralag sem nær yfir öll lönd, allt frá Chicago til Finnlands. Þetta yrði „killer“ band,“ segir hann. Bætir hann því við að undirbúningurinn gæti tekið heilt ár. Dóri og félagar í Blue Ice Band spila á tveimur blúshátíðum á Norðurlöndum á næstunni. Fyrst spila þeir með blúsdívunni Zoru Young í Árósum í Danmörku 7. apríl og hinn 28. sama mánaðar spila þeir á blúshátíð í Niðarósi í Noregi ásamt Zoru og tveimur dívum til viðbótar, Deitra Farr og Grana" Louise. Á þeirri hátíð spila einnig þekkt nöfn á borð við Los Lobos og Ike Turner, fyrrverandi eiginmaður rokkömmunnar Tinu Turner. Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Opnar sig eftir handtökuna Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Blúsarinn Halldór Bragason hefur í hyggju að stofna norræna blúshljómsveit sem myndi ferðast á milli tónlistarhátíða á Norðurlöndunum og jafnvel víðar um heim. Sveitin yrði ekki alltaf skipuð sama fólkinu heldur yrði meðlimum skipt út frá ári til árs. „Hugmyndin er að setja saman stjörnum prýtt band frá Norðurlöndunum. Þetta gæti orðið allt að fimmtán manna sveit sem myndi spila á hátíðum á Norðurlöndum og víðar. Þetta er svona langtímamarkmið,“ segir Dóri, sem er listrænn stjórnandi fjórðu Blúshátíðar Reykjavíkur sem hefst 3. apríl. „Þegar maður er listrænn stjórnandi þarf maður að vera skapandi og ég hef gert það undanfarin ár að búa til dagskrá á Blúshátíð. Mér finnst þetta skemmtilegt verkefni að sameina alla blúsara á Norðurlöndum. Það yrði liður í kynningarstarfsemi fyrir blúshátíðir á Norðurlöndum að kynna þessa blúsara og búa til bræðralag sem nær yfir öll lönd, allt frá Chicago til Finnlands. Þetta yrði „killer“ band,“ segir hann. Bætir hann því við að undirbúningurinn gæti tekið heilt ár. Dóri og félagar í Blue Ice Band spila á tveimur blúshátíðum á Norðurlöndum á næstunni. Fyrst spila þeir með blúsdívunni Zoru Young í Árósum í Danmörku 7. apríl og hinn 28. sama mánaðar spila þeir á blúshátíð í Niðarósi í Noregi ásamt Zoru og tveimur dívum til viðbótar, Deitra Farr og Grana" Louise. Á þeirri hátíð spila einnig þekkt nöfn á borð við Los Lobos og Ike Turner, fyrrverandi eiginmaður rokkömmunnar Tinu Turner.
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Opnar sig eftir handtökuna Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira