Leikhús fáránleikans 5. mars 2007 06:00 Flokksþing Framsóknar breytti ríkisstjórninni í einskonar leikhús fáránleikans. Siv Friðleifsdóttir hótaði stjórnarslitum féllist Sjálfstæðisflokkurinn ekki á að þjóðareign á sjávarauðlindinni yrði tryggð í stjórnarskránni - og sýndi þannig að hugsanlega býr hún yfir meiru en efnilegri fortíð. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því samstundis yfir að Framsókn væri að misnota stjórnarskrána til billegra atkvæðaveiða. Í kjölfarið benti Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður þjóðinni á að Framsókn væri farin á límingunum út af lélegum könnunum. Alþingismaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson kórónaði hinn grátlega farsa í Silfri Egils með því að krefjast þess að Siv yrði rekin úr ríkisstjórninni! Afstaða flokkanna Skondnast af öllu er að innan stjórnarskrárnefndar lyfti Framsókn ekki litla fingri til að ná ákvæðinu fram. Var þó málið komið á það stig, að fyrir lá vinnuskjal undirhóps stjórnarskrárnefndar með útfærðri tillögu að þjóðareign - sem unnin var undir formlegri forystu eins þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Framsókn þurfti því ekki annað en anda út úr sér að hún styddi tillöguna svo hún yrði að niðurstöðu í nefndinni. Stjórnarandstaðan hefur marglýst yfir að hún vill slíkt ákvæði í stjórnarskrána. Sjálfstæðisflokkurinn hafði lýst hinu sama með samþykkt stjórnarsáttmála þar sem ríkisstjórnin lýsti stuðningi við þjóðareign á sjávarauðlindinni - og forysta alþingismanns flokksins fyrir útfærðri tillögu undirhópsins benti ekki til að Sjálfstæðisflokkurinn væri í grundvallar-atriðum gegn þjóðareign. Hefði Framsókn haft kjark til þess að lýsa stuðningi við að stjórnarskrárnefndin afgreiddi frá sér tillögu um málið væri Alþingi líklega þessa dagana að leiða þjóðareign á auðlindum til lykta. En Framsókn bilaði. Svona bilaði Framsókn Stjórnarskrárnefnd var af forsætisráðherra falið að gera heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Af hálfu fulltrúa úr stjórnarandstöðu var ítrekað þrýst á að ákvæði um þjóðareign á auðlindum yrði afgreitt í vetur. Það leiddi til þess að á fundi nefndarinnar kannaði formaður hennar að lokum afstöðu flokkanna til þess með formlegum hætti. Einsog fram hefur komið í fjölmiðlum taldi Sjálfstæðisflokkurinn réttast að bíða með allar efnislegar tillögur - utan breytingar á meðferð stjórnarskrártillagna í framtíðinni - þangað til heildarendurskoðun yrði lokið. Framsókn féllst á það vinnulag með þeim rökum að hún teldi samstöðu allra flokka forsendu tillagna frá nefndinni. Sannleikurinn er því sá að Framsókn bilaði einfaldlega á endasprettinum í stjórnarskrárnefndinni þegar hún átti kost á því að knýja fram niðurstöðu um málið innan hennar. Hún lagði ekki í að vera ósammála Sjálfstæðisflokknum um vinnulag - rétt einsog þegar hún þorði ekki að vera ósammála honum um Írak. Sú afstaða virðist nú gjörbreytt - sem betur fer. Stuðningur stjórnarandstöðunnar Þó Framsókn hafi bilað í stjórnarskrárnefndinni er sannarlega gleðiefni að hún er nú reiðubúin til að láta reyna á hvort þingmeirihluti sé fyrir því að þjóðareign á auðlindum verði fest í stjórnarskrá. Þingflokkar stjórnarandstöðunnar munu efalítið leggja á sig allt sem þarf til að málið verði afgreitt á Alþingi þó skammt lifi þings. Ef þarf, þá yrðu þeir áreiðanlega til í að flytja málið ef Framsókn bilar aftur. Í síðustu viku spurði ég Jón Sigurðsson, formann Framsóknar, á Alþingi hversu langt Framsókn myndi ganga til að ná þessu í gegn. Svar hans var forspá um yfirlýsingu Sivjar. Orðrétt sagði Jón: „Við munum beita öllu okkar afli til þess á þessu kjörtímabili." Þessa yfirlýsingu er varla hægt að túlka öðru vísi en svipaða hótun og Siv var með á flokksþinginu. Ég þekki af reynslunni að Jón er drengur góður, og maður orða sinna. Það bendir því allt til þess að það sé kominn nýr þingmeirihluti á Alþingi varðandi þetta langþráða baráttumál. Spurningin er: Gildir það hugsanlega um fleiri mál - kannski ríkisstjórnina sjálfa? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Flokksþing Framsóknar breytti ríkisstjórninni í einskonar leikhús fáránleikans. Siv Friðleifsdóttir hótaði stjórnarslitum féllist Sjálfstæðisflokkurinn ekki á að þjóðareign á sjávarauðlindinni yrði tryggð í stjórnarskránni - og sýndi þannig að hugsanlega býr hún yfir meiru en efnilegri fortíð. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því samstundis yfir að Framsókn væri að misnota stjórnarskrána til billegra atkvæðaveiða. Í kjölfarið benti Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður þjóðinni á að Framsókn væri farin á límingunum út af lélegum könnunum. Alþingismaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson kórónaði hinn grátlega farsa í Silfri Egils með því að krefjast þess að Siv yrði rekin úr ríkisstjórninni! Afstaða flokkanna Skondnast af öllu er að innan stjórnarskrárnefndar lyfti Framsókn ekki litla fingri til að ná ákvæðinu fram. Var þó málið komið á það stig, að fyrir lá vinnuskjal undirhóps stjórnarskrárnefndar með útfærðri tillögu að þjóðareign - sem unnin var undir formlegri forystu eins þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Framsókn þurfti því ekki annað en anda út úr sér að hún styddi tillöguna svo hún yrði að niðurstöðu í nefndinni. Stjórnarandstaðan hefur marglýst yfir að hún vill slíkt ákvæði í stjórnarskrána. Sjálfstæðisflokkurinn hafði lýst hinu sama með samþykkt stjórnarsáttmála þar sem ríkisstjórnin lýsti stuðningi við þjóðareign á sjávarauðlindinni - og forysta alþingismanns flokksins fyrir útfærðri tillögu undirhópsins benti ekki til að Sjálfstæðisflokkurinn væri í grundvallar-atriðum gegn þjóðareign. Hefði Framsókn haft kjark til þess að lýsa stuðningi við að stjórnarskrárnefndin afgreiddi frá sér tillögu um málið væri Alþingi líklega þessa dagana að leiða þjóðareign á auðlindum til lykta. En Framsókn bilaði. Svona bilaði Framsókn Stjórnarskrárnefnd var af forsætisráðherra falið að gera heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Af hálfu fulltrúa úr stjórnarandstöðu var ítrekað þrýst á að ákvæði um þjóðareign á auðlindum yrði afgreitt í vetur. Það leiddi til þess að á fundi nefndarinnar kannaði formaður hennar að lokum afstöðu flokkanna til þess með formlegum hætti. Einsog fram hefur komið í fjölmiðlum taldi Sjálfstæðisflokkurinn réttast að bíða með allar efnislegar tillögur - utan breytingar á meðferð stjórnarskrártillagna í framtíðinni - þangað til heildarendurskoðun yrði lokið. Framsókn féllst á það vinnulag með þeim rökum að hún teldi samstöðu allra flokka forsendu tillagna frá nefndinni. Sannleikurinn er því sá að Framsókn bilaði einfaldlega á endasprettinum í stjórnarskrárnefndinni þegar hún átti kost á því að knýja fram niðurstöðu um málið innan hennar. Hún lagði ekki í að vera ósammála Sjálfstæðisflokknum um vinnulag - rétt einsog þegar hún þorði ekki að vera ósammála honum um Írak. Sú afstaða virðist nú gjörbreytt - sem betur fer. Stuðningur stjórnarandstöðunnar Þó Framsókn hafi bilað í stjórnarskrárnefndinni er sannarlega gleðiefni að hún er nú reiðubúin til að láta reyna á hvort þingmeirihluti sé fyrir því að þjóðareign á auðlindum verði fest í stjórnarskrá. Þingflokkar stjórnarandstöðunnar munu efalítið leggja á sig allt sem þarf til að málið verði afgreitt á Alþingi þó skammt lifi þings. Ef þarf, þá yrðu þeir áreiðanlega til í að flytja málið ef Framsókn bilar aftur. Í síðustu viku spurði ég Jón Sigurðsson, formann Framsóknar, á Alþingi hversu langt Framsókn myndi ganga til að ná þessu í gegn. Svar hans var forspá um yfirlýsingu Sivjar. Orðrétt sagði Jón: „Við munum beita öllu okkar afli til þess á þessu kjörtímabili." Þessa yfirlýsingu er varla hægt að túlka öðru vísi en svipaða hótun og Siv var með á flokksþinginu. Ég þekki af reynslunni að Jón er drengur góður, og maður orða sinna. Það bendir því allt til þess að það sé kominn nýr þingmeirihluti á Alþingi varðandi þetta langþráða baráttumál. Spurningin er: Gildir það hugsanlega um fleiri mál - kannski ríkisstjórnina sjálfa?
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun