Grátur og gnístran tanna hjá Höllu og Einari í X-Factor 5. mars 2007 09:30 Lag og flutningu Alan á laginu Lately snart Höllu á einstakan hátt þannig að tárin streymdu niður í lok þáttarins þegar söngvarinn var sendur heim. MYND/ Sigurjón Ragnar „Ég var eitthvað viðkvæm fyrir og mátti eiginlega bara ekki við þessu,“ segir Halla Vilhjálmsdóttir, kynnirinn skeleggi í X-Factor, sem átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar Alan var rekin heim úr síðasta X-Factor þættinum á föstudaginn. Sjónvarpsáhorfendur heima í stofu voru þrumu lostnir þegar táraflóðið rann niður kinnar Höllu og Einars Bárðarsonar eftir að Ellý hafði sent Alan heim. En pönkdrottningin var síður en svo öfundsverð af hlutverki sínu, þurfti að velja á milli hans og stúlknadúettsins Höru frá Hveragerði. Halla segist hins vegar ekki vera hlutdræg þótt hún gráti kannski ekki næst þegar einhver verður sendur heim. Lagið Lately- um eiginmanninn sem kemst að framhjáhaldi eiginkonu sinnar og syngur til hennar kveðjuóð- sem Alan söng svona snilldarlega hafi einfaldlega snert gráttaugarnar með einstökum hætti. „Þegar hann söng þetta fyrr í þættinum fór ég líka að gráta en tókst að fela það með meiki og láta eins og ekkert hefði í skorist. Ég er hins vegar svo mikil pabbastelpa og þegar ég sá Einar Bárðarson, fullorðinn og fullkomlega heilbrigðan karlmann, fella tár gat ég hreinlega ekki haldið aftur af mér,“ útskýrir Halla. Einar Bárðarson var að vonum niðurlútir vegna brottrekstra Alan en hann hefur nú þegar misst tvo mjög sterka söngvara úr sínum hópi, þá Sigga kaftein, og nú Alan. „Þetta var í fyrsta skipti sem Alan tókst að yfirvinna sviðskrekkinn og stressið og sýna hvers hann er megnugur. Þess vegna var mjög erfitt að sjá á eftir honum,“ segir Einar sem fannst það fáranlegt að þessir tveir keppendur skyldu verma botnsætin tvö. „Það verður mikill söknuður af Alan og ég fann það á leiðinni út til London að allir í flugvélinni voru í sjokki og reyndu að hughreysta mig,“ bætir Einar við og segir að þarna hafi einfaldlega birst hinn nýji mjúki maður sem óhikað grætur í sjónvarpi. „Ég er bara í góðu sambandi við mig og mínar tilfinningar.“ Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Ég var eitthvað viðkvæm fyrir og mátti eiginlega bara ekki við þessu,“ segir Halla Vilhjálmsdóttir, kynnirinn skeleggi í X-Factor, sem átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar Alan var rekin heim úr síðasta X-Factor þættinum á föstudaginn. Sjónvarpsáhorfendur heima í stofu voru þrumu lostnir þegar táraflóðið rann niður kinnar Höllu og Einars Bárðarsonar eftir að Ellý hafði sent Alan heim. En pönkdrottningin var síður en svo öfundsverð af hlutverki sínu, þurfti að velja á milli hans og stúlknadúettsins Höru frá Hveragerði. Halla segist hins vegar ekki vera hlutdræg þótt hún gráti kannski ekki næst þegar einhver verður sendur heim. Lagið Lately- um eiginmanninn sem kemst að framhjáhaldi eiginkonu sinnar og syngur til hennar kveðjuóð- sem Alan söng svona snilldarlega hafi einfaldlega snert gráttaugarnar með einstökum hætti. „Þegar hann söng þetta fyrr í þættinum fór ég líka að gráta en tókst að fela það með meiki og láta eins og ekkert hefði í skorist. Ég er hins vegar svo mikil pabbastelpa og þegar ég sá Einar Bárðarson, fullorðinn og fullkomlega heilbrigðan karlmann, fella tár gat ég hreinlega ekki haldið aftur af mér,“ útskýrir Halla. Einar Bárðarson var að vonum niðurlútir vegna brottrekstra Alan en hann hefur nú þegar misst tvo mjög sterka söngvara úr sínum hópi, þá Sigga kaftein, og nú Alan. „Þetta var í fyrsta skipti sem Alan tókst að yfirvinna sviðskrekkinn og stressið og sýna hvers hann er megnugur. Þess vegna var mjög erfitt að sjá á eftir honum,“ segir Einar sem fannst það fáranlegt að þessir tveir keppendur skyldu verma botnsætin tvö. „Það verður mikill söknuður af Alan og ég fann það á leiðinni út til London að allir í flugvélinni voru í sjokki og reyndu að hughreysta mig,“ bætir Einar við og segir að þarna hafi einfaldlega birst hinn nýji mjúki maður sem óhikað grætur í sjónvarpi. „Ég er bara í góðu sambandi við mig og mínar tilfinningar.“
Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira