Frjótt ímyndunarafl Simone 3. mars 2007 10:00 Simon heldur tónleika í Háskólabíói annað kvöld í tengslum við frönsku menningarhátíðina Franskt vor á Íslandi. Émilie Simon heldur tónleika í Háskólabíó annað kvöld í tengslum við frönsku menningarhátíðina Franskt vor á Íslandi. Émilie nýtur mikilla vinsælda í Frakklandi. Barnslegt ímyndunarafl söngkonunnar frá Suður-Frakklandi nýttist vel við gerð tónlistar fyrir kvikmyndina ísköldu Ferðalag mörgæsanna. Þótti hún eiga stóran þátt í velgengni þeirrar myndar en kvikmyndin hlaut Óskarsverðlaunin sem besta heimildarmyndin fyrir tæpum tveimur árum. Þegar frumraun Émilie kom út árið 2003 var hún þegar í stað borin saman við prinsessu rafpoppsins, Björk Guðmundsdóttur. Einnig hefur henni verið líkt við söngkonuna Kate Bush og binda Frakkar miklar vonir við söngkonuna um að hún verði eitt af stóru nöfnunum í tónlistarheiminum. Á síðustu plötu sinni, Végétal, lætur hún enn ljós sitt skína ásamt því að fjöldi reyndra tónlistarmanna er henni innan handar á plötunni, meðal annarra Simon Edwards, sem hefur m.a. leikið á bassa með Talk Talk, Beth Gibbons og Alain Bashung. Tónleikarnir í Háskólabíói byrja klukkan 20.00 og teljast þeir einn af stóru viðburðum hátíðarinnar. Miðaverð er 2.900 krónur. Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Émilie Simon heldur tónleika í Háskólabíó annað kvöld í tengslum við frönsku menningarhátíðina Franskt vor á Íslandi. Émilie nýtur mikilla vinsælda í Frakklandi. Barnslegt ímyndunarafl söngkonunnar frá Suður-Frakklandi nýttist vel við gerð tónlistar fyrir kvikmyndina ísköldu Ferðalag mörgæsanna. Þótti hún eiga stóran þátt í velgengni þeirrar myndar en kvikmyndin hlaut Óskarsverðlaunin sem besta heimildarmyndin fyrir tæpum tveimur árum. Þegar frumraun Émilie kom út árið 2003 var hún þegar í stað borin saman við prinsessu rafpoppsins, Björk Guðmundsdóttur. Einnig hefur henni verið líkt við söngkonuna Kate Bush og binda Frakkar miklar vonir við söngkonuna um að hún verði eitt af stóru nöfnunum í tónlistarheiminum. Á síðustu plötu sinni, Végétal, lætur hún enn ljós sitt skína ásamt því að fjöldi reyndra tónlistarmanna er henni innan handar á plötunni, meðal annarra Simon Edwards, sem hefur m.a. leikið á bassa með Talk Talk, Beth Gibbons og Alain Bashung. Tónleikarnir í Háskólabíói byrja klukkan 20.00 og teljast þeir einn af stóru viðburðum hátíðarinnar. Miðaverð er 2.900 krónur.
Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið