Völuspá í útvarpi 2. mars 2007 06:30 Sverrir Guðjónsson tónlistarmaður. Í dag skulu menn leggja við hlustir - skeggöld, skálmöld, skildir eru klofnir. Vindöld, vargöld, áður veröld steypist. Hér mun enginn maður öðrum þyrma. Svo segir völvan í þúsund ára gömlu ljóði sem hefur um langan aldur endurnært norræna skynjun og hafa sindur af því kvæði löngum lýst mönnum leið. Í dag verður þetta frægasta kvæði íslenskt, Völuspá, enn tekið til flutnings í túlkun þeirra Sverris Guðjónssonar og sænska tónskáldsins Stens Sandell. Verður hljóðverk þeirra byggt á kvæðinu flutt samtímis á vegum útvarpsleikhúsa sænsku og íslensku ríkisútvarpanna kl. 16.13. Verkið, sem tekur um tuttugu mínútur í flutningi, er sent út í þættinum Hlaupanótunni. Það hefur verið lengi í vinnslu: þeir Sverrir og Sten tóku að vinna hljóðverk byggt á hinu forna kvæði fyrir tveimur árum. Tvær leikkonur bera uppi flutninginn af kvæðinu: Kristbjörg Kjeld hér heima en Stina Ekblad í Svíþjóð. Báðar eru þær kunnar fyrir dramatískan leik sinn og fá nú það hlutverk að gæða kvæðinu rödd. Saklausari parta í spá völvunnar túlka þær Kristbjörg María Jensdóttir, sonardóttir Kristbjargar, og Olivia Sandell. Völuspá skiptist í þrjá kafla: sköpun, ragnarök og nýtt upphaf, þá heimurinn rís að nýju eftir fallið. Kvæðið virðist geta kallast á við alla tíma og ekki skánar ástandið í framtíðarhorfum heimsins. Nokkurri undrun sætir að verkið skuli ekki vera frumflutt á kvölddagskrá og meira látið með það í kynningum á vegum RÚV. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tónskáld smíðar verk eftir kvæðinu. Það hefur komið við sögu bæði í tónsmíðum Jóns Leifs og Jóns Þórarinssonar. Þessa útgáfu kalla höfundarnir Völuspá - Raddir. Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Í dag skulu menn leggja við hlustir - skeggöld, skálmöld, skildir eru klofnir. Vindöld, vargöld, áður veröld steypist. Hér mun enginn maður öðrum þyrma. Svo segir völvan í þúsund ára gömlu ljóði sem hefur um langan aldur endurnært norræna skynjun og hafa sindur af því kvæði löngum lýst mönnum leið. Í dag verður þetta frægasta kvæði íslenskt, Völuspá, enn tekið til flutnings í túlkun þeirra Sverris Guðjónssonar og sænska tónskáldsins Stens Sandell. Verður hljóðverk þeirra byggt á kvæðinu flutt samtímis á vegum útvarpsleikhúsa sænsku og íslensku ríkisútvarpanna kl. 16.13. Verkið, sem tekur um tuttugu mínútur í flutningi, er sent út í þættinum Hlaupanótunni. Það hefur verið lengi í vinnslu: þeir Sverrir og Sten tóku að vinna hljóðverk byggt á hinu forna kvæði fyrir tveimur árum. Tvær leikkonur bera uppi flutninginn af kvæðinu: Kristbjörg Kjeld hér heima en Stina Ekblad í Svíþjóð. Báðar eru þær kunnar fyrir dramatískan leik sinn og fá nú það hlutverk að gæða kvæðinu rödd. Saklausari parta í spá völvunnar túlka þær Kristbjörg María Jensdóttir, sonardóttir Kristbjargar, og Olivia Sandell. Völuspá skiptist í þrjá kafla: sköpun, ragnarök og nýtt upphaf, þá heimurinn rís að nýju eftir fallið. Kvæðið virðist geta kallast á við alla tíma og ekki skánar ástandið í framtíðarhorfum heimsins. Nokkurri undrun sætir að verkið skuli ekki vera frumflutt á kvölddagskrá og meira látið með það í kynningum á vegum RÚV. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tónskáld smíðar verk eftir kvæðinu. Það hefur komið við sögu bæði í tónsmíðum Jóns Leifs og Jóns Þórarinssonar. Þessa útgáfu kalla höfundarnir Völuspá - Raddir.
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira