Frábærar viðtökur á Pétri Gaut 2. mars 2007 09:15 Pétur Gautur Áhorfendur risu úr sætum og hylltu þreytta en ánægða leikara. „Eftir uppklappið var ekki laust við að spennufall ríkti baksviðs, dasaðir leikarar og tæknimenn gengu um eins og í leiðslu og hér og hvar glitti í tár á hvarmi, enda hjarta og sál bæði meyr og opin eftir átök kvöldsins.“ Svona lýsir leikarinn Ólafur Egill Egilsson stemningunni baksviðs eftir að Þjóðleikhúsið hafði frumsýnt uppfærslu sína á Pétri Gaut í Barbican Center á miðvikudagskvöldinu. Leikstjórinn Baltasar Kormákur var enda að vonum ánægður með viðtökurnar, áhorfendur risu úr sætum og klöppuðu leikhópnum lof í lófa. „Þetta voru frábærar viðtökur,“ sagði Baltasar, stoltur af sínu fólki sem hefur lagt allt sitt að veði svo að sýningin gengi fullkomlega upp. Og það virðist hún hafa gert ef marka má frásagnir leikstjórans og leikarans Ólafs Egils af viðbrögðum áhorfenda. Baltasar upplýsir jafnframt að forsvarsmenn leikhússins hefðu ólmir viljað bæta við sýningum en uppselt er á allar sem fyrirhugaðar eru. „Þau vilja bara bjóða okkur aftur út með þessa sýningu,“ segir leikstjórinn enda er Pétur Gautur eða Peer Gynt eins og verkið heitir á ensku það eina í leikhúsinu sem ekki er hægt að fá miða á. Mikil og stór veisla var síðan haldin eftir frumsýningu þar sem leikararnir gátu varpað öndinni léttar eftir mikil átök. „Þarna var mikið af góðu fólki, allar helstu stjörnurnar úr leikhúslífinu í London,“ segir Baltasar en Íslendingarnir gátu ekki verið lengi að enda er dagskráin þétt og næsta sýning strax kvöldið eftir. Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
„Eftir uppklappið var ekki laust við að spennufall ríkti baksviðs, dasaðir leikarar og tæknimenn gengu um eins og í leiðslu og hér og hvar glitti í tár á hvarmi, enda hjarta og sál bæði meyr og opin eftir átök kvöldsins.“ Svona lýsir leikarinn Ólafur Egill Egilsson stemningunni baksviðs eftir að Þjóðleikhúsið hafði frumsýnt uppfærslu sína á Pétri Gaut í Barbican Center á miðvikudagskvöldinu. Leikstjórinn Baltasar Kormákur var enda að vonum ánægður með viðtökurnar, áhorfendur risu úr sætum og klöppuðu leikhópnum lof í lófa. „Þetta voru frábærar viðtökur,“ sagði Baltasar, stoltur af sínu fólki sem hefur lagt allt sitt að veði svo að sýningin gengi fullkomlega upp. Og það virðist hún hafa gert ef marka má frásagnir leikstjórans og leikarans Ólafs Egils af viðbrögðum áhorfenda. Baltasar upplýsir jafnframt að forsvarsmenn leikhússins hefðu ólmir viljað bæta við sýningum en uppselt er á allar sem fyrirhugaðar eru. „Þau vilja bara bjóða okkur aftur út með þessa sýningu,“ segir leikstjórinn enda er Pétur Gautur eða Peer Gynt eins og verkið heitir á ensku það eina í leikhúsinu sem ekki er hægt að fá miða á. Mikil og stór veisla var síðan haldin eftir frumsýningu þar sem leikararnir gátu varpað öndinni léttar eftir mikil átök. „Þarna var mikið af góðu fólki, allar helstu stjörnurnar úr leikhúslífinu í London,“ segir Baltasar en Íslendingarnir gátu ekki verið lengi að enda er dagskráin þétt og næsta sýning strax kvöldið eftir.
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira