Pólitískar hreingerningar 26. febrúar 2007 05:00 Könnun Fréttablaðsins í gær sýndi eins og flestar kannanir síðustu mánaða að núverandi ríkisstjórn er töluvert fjarri því að halda velli. Öll teikn benda því til að í vor verði hægt að mynda frjálslynda velferðarstjórn, sem beitir sér fyrir umbótum í stjórnkerfi og atvinnulífi, slær stóriðju á frest, eykur félagslegan jöfnuð með áherslum á jafnrétti kynjanna og kjarabætur til lífeyrisþega, ryður braut fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur, styrkir aðhaldshlutverk Alþingis og frelsar það undan ofurveldi ráðherraræðis samhliða því að opna á fordómalausa umræðu um tengslin við Evrópu þar sem hagsmunir Íslands ráða för.Klassísk jafnaðarstefna Klassísk jafnaðarstefna leggur jafnmikla áherslu á félagslegan jöfnuð og öflugt atvinnulíf. Hvorugt getur án hins verið. Lifandi sönnun þess eru yfirburðir Norðurlandanna þar sem norræna módelið - klassísk jafnaðarstefna í verki - hefur leitt til forskots á öllum sviðum gagnvart hinu ameríska módeli frjálshyggjunnar. Einu gildir hvort litið er til félagslegs jöfnuðar, virks velferðarnets, menntunar, hugvits, einstaklingsframtaks og auðsköpunar- alls staðar skarar hið norræna módel fram úr. Hér á landi er Samfylkingin eina stjórnmálahreyfingin sem fylgir jafnaðarstefnu sem flokka má sem tæra klassík. Frjálslynd velferðarstjórn undir forystu jafnaðarmanna er því það stjórnarmynstur sem er líklegast til að skrúfa í senn ofan af vaxandi ójöfnuði sem hefur einkennt núverandi ríkisstjórn, en ýta um leið kröftuglega undir „nýja atvinnulífið" með róttækri uppstokkun á stjórnarráðinu, og færslu á fjármunum frá hnígandi greinum til sólrisugreina eins og hátækni og þekkingarframleiðslu. Frjálslynd velferðarstjórn Það verkefni, sem heitast brennur á nýrri, frjálslyndri velferðarstjórn, er að ráðast í tafarlausar umbætur á kjörum aldraðra, þar sem áherslan mun liggja á fjárhagslegu sjálfstæði þeirra, og valfrelsi um búsetu og atvinnu. Í því felst að ríkið á ekki að hamla atvinnuþátttöku þeirra með skerðingum og raunlækkun skattfrelsismarka, ekki að gera lífeyrisþega fjárhagslega ósjálfráða með tengingum við tekjur maka, ekki að þvinga hjón sundur með aðskilnaði á hjúkrunarheimilum, stefna að því að afleggja fjölbýli á slíkum heimilum, og ekki þrískatta lífeyri þeirra eins og í dag. Mannréttindi eiga að vera útgangspunktur varðandi aldraða. Jafnbrýnt verkefni er að slá allri stóriðju á frest og hætta við stækkun í Straumsvík og Helguvík. Um leið á að ráðast í rammaáætlun um náttúruvernd, eins og Samfylkingin hefur lagt til, þar sem verndargildi allra svæða er kortlagt, og verðmæt svæði friðlýst um aldur og ævi í þágu komandi kynslóða. Þriðja verkefnið sem brýnt er að ráðast í er að jafna launamun kynjanna og efla hlut kvenna í stjórnun ríkisins. Glæsilegir áfangar náðust í því í Reykjavík undir forystu borgarstjórans Ingibjargar Sólrúnar og engum er betur treystandi til að ná sama árangri innan ríkiskerfisins en forsætisráðherranum Ingibjörgu Sólrúnu.Uppstokkun og umbætur Frjálslynd velferðarstjórn verður að beita sér fyrir uppstokkun Stjórnarráðsins og lýðræðislegum umbótum. Hún á að leggja niður landbúnaðar-, sjávarútvegs- og iðnaðarráðuneytin og mynda eitt, öflugt atvinnuvegaráðuneyti. Samsvarandi breytingar þarf að gera á nefndum Alþingis. Um leið verður að frelsa Alþingi undan alræði ráðherranna, veita stjórnarandstöðu hlutdeild í stjórnun þingsins, breyta stjórnarskránni þannig að Alþingi geti sett á laggir rannsóknarnefndir til að veita framkvæmdavaldinu aðhald og stöðu til að rannsaka mál einsog Byrgið, Breiðavík, Heyrnleysingjaskólann, umdeilda ráðstöfun fjármuna, og margt fleira. Langmikilvægasta breytingin í lýðræðisátt væri þó að taka upp þjóðaratkvæðagreiðslur. Samhliða því að halda í málskotsrétt forsetans þarf að opna almenningi leið til að kalla fram þjóðaratkvæði um umdeild mál, til dæmis um virkjanir í þágu stóriðjuvera í Straumsvík og Helguvík - eða kvótakerfið. Þau mál varða alla þjóðina. Það er kominn tími á nýtt blóð, nýjan umbótavilja, frískt fólk - og hvaða tími er betri til pólitískra hreingerninga í Stjórnarráðinu en einmitt vorið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Könnun Fréttablaðsins í gær sýndi eins og flestar kannanir síðustu mánaða að núverandi ríkisstjórn er töluvert fjarri því að halda velli. Öll teikn benda því til að í vor verði hægt að mynda frjálslynda velferðarstjórn, sem beitir sér fyrir umbótum í stjórnkerfi og atvinnulífi, slær stóriðju á frest, eykur félagslegan jöfnuð með áherslum á jafnrétti kynjanna og kjarabætur til lífeyrisþega, ryður braut fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur, styrkir aðhaldshlutverk Alþingis og frelsar það undan ofurveldi ráðherraræðis samhliða því að opna á fordómalausa umræðu um tengslin við Evrópu þar sem hagsmunir Íslands ráða för.Klassísk jafnaðarstefna Klassísk jafnaðarstefna leggur jafnmikla áherslu á félagslegan jöfnuð og öflugt atvinnulíf. Hvorugt getur án hins verið. Lifandi sönnun þess eru yfirburðir Norðurlandanna þar sem norræna módelið - klassísk jafnaðarstefna í verki - hefur leitt til forskots á öllum sviðum gagnvart hinu ameríska módeli frjálshyggjunnar. Einu gildir hvort litið er til félagslegs jöfnuðar, virks velferðarnets, menntunar, hugvits, einstaklingsframtaks og auðsköpunar- alls staðar skarar hið norræna módel fram úr. Hér á landi er Samfylkingin eina stjórnmálahreyfingin sem fylgir jafnaðarstefnu sem flokka má sem tæra klassík. Frjálslynd velferðarstjórn undir forystu jafnaðarmanna er því það stjórnarmynstur sem er líklegast til að skrúfa í senn ofan af vaxandi ójöfnuði sem hefur einkennt núverandi ríkisstjórn, en ýta um leið kröftuglega undir „nýja atvinnulífið" með róttækri uppstokkun á stjórnarráðinu, og færslu á fjármunum frá hnígandi greinum til sólrisugreina eins og hátækni og þekkingarframleiðslu. Frjálslynd velferðarstjórn Það verkefni, sem heitast brennur á nýrri, frjálslyndri velferðarstjórn, er að ráðast í tafarlausar umbætur á kjörum aldraðra, þar sem áherslan mun liggja á fjárhagslegu sjálfstæði þeirra, og valfrelsi um búsetu og atvinnu. Í því felst að ríkið á ekki að hamla atvinnuþátttöku þeirra með skerðingum og raunlækkun skattfrelsismarka, ekki að gera lífeyrisþega fjárhagslega ósjálfráða með tengingum við tekjur maka, ekki að þvinga hjón sundur með aðskilnaði á hjúkrunarheimilum, stefna að því að afleggja fjölbýli á slíkum heimilum, og ekki þrískatta lífeyri þeirra eins og í dag. Mannréttindi eiga að vera útgangspunktur varðandi aldraða. Jafnbrýnt verkefni er að slá allri stóriðju á frest og hætta við stækkun í Straumsvík og Helguvík. Um leið á að ráðast í rammaáætlun um náttúruvernd, eins og Samfylkingin hefur lagt til, þar sem verndargildi allra svæða er kortlagt, og verðmæt svæði friðlýst um aldur og ævi í þágu komandi kynslóða. Þriðja verkefnið sem brýnt er að ráðast í er að jafna launamun kynjanna og efla hlut kvenna í stjórnun ríkisins. Glæsilegir áfangar náðust í því í Reykjavík undir forystu borgarstjórans Ingibjargar Sólrúnar og engum er betur treystandi til að ná sama árangri innan ríkiskerfisins en forsætisráðherranum Ingibjörgu Sólrúnu.Uppstokkun og umbætur Frjálslynd velferðarstjórn verður að beita sér fyrir uppstokkun Stjórnarráðsins og lýðræðislegum umbótum. Hún á að leggja niður landbúnaðar-, sjávarútvegs- og iðnaðarráðuneytin og mynda eitt, öflugt atvinnuvegaráðuneyti. Samsvarandi breytingar þarf að gera á nefndum Alþingis. Um leið verður að frelsa Alþingi undan alræði ráðherranna, veita stjórnarandstöðu hlutdeild í stjórnun þingsins, breyta stjórnarskránni þannig að Alþingi geti sett á laggir rannsóknarnefndir til að veita framkvæmdavaldinu aðhald og stöðu til að rannsaka mál einsog Byrgið, Breiðavík, Heyrnleysingjaskólann, umdeilda ráðstöfun fjármuna, og margt fleira. Langmikilvægasta breytingin í lýðræðisátt væri þó að taka upp þjóðaratkvæðagreiðslur. Samhliða því að halda í málskotsrétt forsetans þarf að opna almenningi leið til að kalla fram þjóðaratkvæði um umdeild mál, til dæmis um virkjanir í þágu stóriðjuvera í Straumsvík og Helguvík - eða kvótakerfið. Þau mál varða alla þjóðina. Það er kominn tími á nýtt blóð, nýjan umbótavilja, frískt fólk - og hvaða tími er betri til pólitískra hreingerninga í Stjórnarráðinu en einmitt vorið?
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun