Raggi Bjarna og Eivör á stórtónleikum 26. febrúar 2007 10:30 Raggi Bjarna hefur sungið með öllum íslensku dívunum, fyrir utan Eivöru Pálsdóttur. Stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason, sem er öllum kunnur sem Raggi Bjarna, syngur á tónleikunum Heyr mitt ljúfasta lag í Háskólabíói 3. mars næstkomandi.Með honum verður Eivör Pálsdóttir, og hundrað manna föruneyti. „Þetta er fjörutíu manna hljómsveit og sextíu manna kór. Hljóðfæraleikararnir eru úr Sinfóníuhljómsveitinni, og svo verða strákarnir úr Stórsveit Reykjavíkur líka með,“ sagði Raggi léttur í lund. Að sögn Ragga eru tónleikarnir eru til komnir vegna 120 ára afmælis Landsbankans í fyrra. „Þeir hafa verið að kynna þetta úti um allt land með alls konar tónleikum og uppákomum, og vildu fá mig með stórri hljómsveit,“ sagði Raggi. „Ég ólst upp í Lækjargötunni og Landsbankinn er þar skammt undan. Svo syngur Selkórinn frá Seltjarnarnesi með mér, og þar var ég einmitt alltaf á sumrin. Þetta eru svona skemmtilegar tilviljanir,“ sagði hann. eivör pálsdóttir Kemur fram með Ragga á stórtónleikunum í Háskólabíói. Raggi sagði ýmsar söngkonur hafa komið til greina í skipulagningu tónleikanna. „Ég er búinn að syngja með flestum af þessum dívum okkar, en eina söngkonan sem ég hafði aldrei sungið með var Eivör. Við vorum líka búin að tala um að við þyrftum að gera þetta einhvern tíma, svo þetta verður stórskemmtilegt,“ sagði Raggi. Efnisskráin teygir sig yfir breitt svið tónlistar. „Þetta verður Sinatra-músík og swing og ýmislegt. Við syngjum úr My Fair Lady, dúettum og svo verða náttúrulega íslensk lög,“ sagði Raggi. Útsetningar eru í höndum Þóris Baldurssonar, sem stjórnar jafnframt hljómsveitinni, og Þorgeir Ástvaldsson mun gegna hlutverki sögumanns. Uppselt er á fyrri tónleikana, en miða á þá seinni, sem hefjast klukkan átta, má enn nálgast midi.is. Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason, sem er öllum kunnur sem Raggi Bjarna, syngur á tónleikunum Heyr mitt ljúfasta lag í Háskólabíói 3. mars næstkomandi.Með honum verður Eivör Pálsdóttir, og hundrað manna föruneyti. „Þetta er fjörutíu manna hljómsveit og sextíu manna kór. Hljóðfæraleikararnir eru úr Sinfóníuhljómsveitinni, og svo verða strákarnir úr Stórsveit Reykjavíkur líka með,“ sagði Raggi léttur í lund. Að sögn Ragga eru tónleikarnir eru til komnir vegna 120 ára afmælis Landsbankans í fyrra. „Þeir hafa verið að kynna þetta úti um allt land með alls konar tónleikum og uppákomum, og vildu fá mig með stórri hljómsveit,“ sagði Raggi. „Ég ólst upp í Lækjargötunni og Landsbankinn er þar skammt undan. Svo syngur Selkórinn frá Seltjarnarnesi með mér, og þar var ég einmitt alltaf á sumrin. Þetta eru svona skemmtilegar tilviljanir,“ sagði hann. eivör pálsdóttir Kemur fram með Ragga á stórtónleikunum í Háskólabíói. Raggi sagði ýmsar söngkonur hafa komið til greina í skipulagningu tónleikanna. „Ég er búinn að syngja með flestum af þessum dívum okkar, en eina söngkonan sem ég hafði aldrei sungið með var Eivör. Við vorum líka búin að tala um að við þyrftum að gera þetta einhvern tíma, svo þetta verður stórskemmtilegt,“ sagði Raggi. Efnisskráin teygir sig yfir breitt svið tónlistar. „Þetta verður Sinatra-músík og swing og ýmislegt. Við syngjum úr My Fair Lady, dúettum og svo verða náttúrulega íslensk lög,“ sagði Raggi. Útsetningar eru í höndum Þóris Baldurssonar, sem stjórnar jafnframt hljómsveitinni, og Þorgeir Ástvaldsson mun gegna hlutverki sögumanns. Uppselt er á fyrri tónleikana, en miða á þá seinni, sem hefjast klukkan átta, má enn nálgast midi.is.
Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira