Fáfræði er engin afsökun 24. febrúar 2007 00:01 Baráttukona Freyja segir að samfélagið verði ekki heilt fyrr en litið sé á fatlaða sem fullgilda þegna í þjóðfélaginu.Fréttablaðið/vilhelm Freyja hefur frá fæðingu glímt við alvarlega líkamlega fötlun sem lýsir sér þannig að bein hennar eru stökk og brotna auðveldlega. Hún er bundin við hjólastól en er þó fær í flestan sjó og lætur fötlun sína ekki stöðva sig. Árið 2005 útskrifaðist hún sem stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og gerði sér lítið fyrir og dúxaði. Nú heimsækir hún hvern framhaldsskólann á fætur öðrum og flytur fyrirlestur sinn „Það eru forréttindi að vera með fötlun“. „Þetta byrjaði allt saman þegar ég var í sálfræði í FG,“ útskýrir Freyja þegar blaðamaður spyr hvernig hugmyndin að verkefninu hafi kviknað. „Við fengum það verkefni að fjalla um einhvern minnihlutahóp og ég ákvað að skrifa um minn málaflokk, þ.e. málefni fatlaðra. Það var erfitt og allt í einu var ég komin með fyrirlestur sem var ekkert fræðilegur heldur bara mín persónulega reynsla. Ég flutti fyrirlesturinn og fékk góð viðbrögð. Hægt og rólega fóru hjólin að snúast og ég fann að ég vildi gera eitthvað meira úr þessu,“ segir Freyja, sem fór þá af stað með verkefnið sitt. Nú hefur hún heimsótt fjölmarga framhaldsskóla og haldið þar fyrirlestra fyrir fjölmennan hóp kennara og nemenda. „Viðtökurnar hafa verið rosalega góðar og það hefur verið ánægjulegt að sjá hvernig nemendur opna sig og brjóta sína múra gagnvart mér. Það tel ég skref í rétta átt,“ segir Freyja. Freyja telur að allir hafi einhverja fordóma og sjálf segist hún hafa orðið vör við fordóma gagnvart fötluðum. „Ég upplifi þá sem fáfræði. Ekki sem persónulega árás á mig heldur frekar sem fordóma gagnvart hópi fatlaðs fólks. Það er ekki talið eðlilegt að við fáum að lifa innihaldsríku og gefandi lífi. Það er eins og við eigum alltaf að sætta okkur við eitthvað minna út af því að það kostar svo mikinn pening að gera hlutina vel,“ segir Freyja. „Ég horfi á þetta þannig að við séum öll sömul öflugir einstaklingar. Ef fatlaðir eru sýnilegir og fá að taka þátt skila þeir miklu til samfélagsins. Þess vegna vil ég sjá okkur fá að lifa því lífi sem við viljum lifa, úti í samfélaginu en ekki inni á stofnunum. Meðan fólk með fötlun er ekki hluti af samfélaginu þá er samfélagið ekki heilt,“ segir Freyja. Þótt verkefni Freyju ljúki formlega í apríl ætlar hún að halda ótrauð áfram. Heimasíða verkefnisins verður áfram opin og Freyja vonast til þess að síðan geti orðið vettvangur fræðslu um þessi málefni. „Við erum mjög gjörn á að afsaka fordóma með fáfræði. Ég spyr þá á móti hvort við berum ekki ábyrgð á því að uppfræða fólk. Upplýsingarnar þurfa að vera aðgengilegar og það þarf að hvetja fólk til þess að nýta sér þær,“ segir Freyja. Freyja var að vonum ánægð með viðurkenningu Fréttablaðsins og sagði Samfélagsverðlaunin góðan vettvang til þess að minna á allt það jákvæða sem á sér stað í samfélaginu. „Þetta er mikill heiður fyrir mig og staðfesting á því að ég sé á réttri braut,“ segir Freyja. Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Freyja hefur frá fæðingu glímt við alvarlega líkamlega fötlun sem lýsir sér þannig að bein hennar eru stökk og brotna auðveldlega. Hún er bundin við hjólastól en er þó fær í flestan sjó og lætur fötlun sína ekki stöðva sig. Árið 2005 útskrifaðist hún sem stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og gerði sér lítið fyrir og dúxaði. Nú heimsækir hún hvern framhaldsskólann á fætur öðrum og flytur fyrirlestur sinn „Það eru forréttindi að vera með fötlun“. „Þetta byrjaði allt saman þegar ég var í sálfræði í FG,“ útskýrir Freyja þegar blaðamaður spyr hvernig hugmyndin að verkefninu hafi kviknað. „Við fengum það verkefni að fjalla um einhvern minnihlutahóp og ég ákvað að skrifa um minn málaflokk, þ.e. málefni fatlaðra. Það var erfitt og allt í einu var ég komin með fyrirlestur sem var ekkert fræðilegur heldur bara mín persónulega reynsla. Ég flutti fyrirlesturinn og fékk góð viðbrögð. Hægt og rólega fóru hjólin að snúast og ég fann að ég vildi gera eitthvað meira úr þessu,“ segir Freyja, sem fór þá af stað með verkefnið sitt. Nú hefur hún heimsótt fjölmarga framhaldsskóla og haldið þar fyrirlestra fyrir fjölmennan hóp kennara og nemenda. „Viðtökurnar hafa verið rosalega góðar og það hefur verið ánægjulegt að sjá hvernig nemendur opna sig og brjóta sína múra gagnvart mér. Það tel ég skref í rétta átt,“ segir Freyja. Freyja telur að allir hafi einhverja fordóma og sjálf segist hún hafa orðið vör við fordóma gagnvart fötluðum. „Ég upplifi þá sem fáfræði. Ekki sem persónulega árás á mig heldur frekar sem fordóma gagnvart hópi fatlaðs fólks. Það er ekki talið eðlilegt að við fáum að lifa innihaldsríku og gefandi lífi. Það er eins og við eigum alltaf að sætta okkur við eitthvað minna út af því að það kostar svo mikinn pening að gera hlutina vel,“ segir Freyja. „Ég horfi á þetta þannig að við séum öll sömul öflugir einstaklingar. Ef fatlaðir eru sýnilegir og fá að taka þátt skila þeir miklu til samfélagsins. Þess vegna vil ég sjá okkur fá að lifa því lífi sem við viljum lifa, úti í samfélaginu en ekki inni á stofnunum. Meðan fólk með fötlun er ekki hluti af samfélaginu þá er samfélagið ekki heilt,“ segir Freyja. Þótt verkefni Freyju ljúki formlega í apríl ætlar hún að halda ótrauð áfram. Heimasíða verkefnisins verður áfram opin og Freyja vonast til þess að síðan geti orðið vettvangur fræðslu um þessi málefni. „Við erum mjög gjörn á að afsaka fordóma með fáfræði. Ég spyr þá á móti hvort við berum ekki ábyrgð á því að uppfræða fólk. Upplýsingarnar þurfa að vera aðgengilegar og það þarf að hvetja fólk til þess að nýta sér þær,“ segir Freyja. Freyja var að vonum ánægð með viðurkenningu Fréttablaðsins og sagði Samfélagsverðlaunin góðan vettvang til þess að minna á allt það jákvæða sem á sér stað í samfélaginu. „Þetta er mikill heiður fyrir mig og staðfesting á því að ég sé á réttri braut,“ segir Freyja.
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira