Gísli Örn ráðinn í breska Þjóðleikhúsið 21. febrúar 2007 09:30 Hefur áður leikið á Englandi í sýningunum Rómea og Júlía, Woyzcek og Hamskiptin. „Það er mikill heiður að vera boðið að leika í þessu virta leikhúsi,“ segir Gísli Örn Garðarsson leikari, sem hefur verið ráðinn í burðarhlutverk í leikritinu Matter of Life and Death, sem sett verður á fjalirnar í breska Þjóðleikhúsinu í maí. Verkið byggir á samnefndri og víðfrægri bíómynd frá 1946 með David Niven í aðalhlutverki en sviðsuppfærslan er í höndum Tom Morris og Emmu Rice. Eins og þekkt er orðið vöktu Gísli Örn og Vesturport mikla athygli í Englandi með Rómeó og Júlíu og Woyzcek, auk þess sem hann lék í Hamskiptum Kafka þar ytra. „Ég býst við að þetta sé afleiðing af þeim sýningum og er enn eitt ævintýrið á ferlinum. Þetta er umfangsmikil sýning, sýnd á stærsta sviði leikhússins og með mörgum þekktum nöfnum úr bresku leikhúsi.“ Gísli heldur utan 18. mars en verkið verður frumsýnt 3. maí og er sýnt til 21. júní. Þótt hann hafi leikið á ensku oft áður segir Gísli það alltaf vera þröskuld að leika á annarri tungu en móðurmálinu. „Þetta er alltaf ákveðinn þröskuldur og maður þarf að undirbúa sig sérstaklega vel.“ Þrátt fyrir velgengnina á Englandi býst Gísli Örn þó ekki við að flytja þangað. „Það stendur ekki til í bráð að minnsta kosti. Ég hef samþykkt að taka þátt í nokkrum spennandi verkefnum hér heima næsta vetur.“ Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Það er mikill heiður að vera boðið að leika í þessu virta leikhúsi,“ segir Gísli Örn Garðarsson leikari, sem hefur verið ráðinn í burðarhlutverk í leikritinu Matter of Life and Death, sem sett verður á fjalirnar í breska Þjóðleikhúsinu í maí. Verkið byggir á samnefndri og víðfrægri bíómynd frá 1946 með David Niven í aðalhlutverki en sviðsuppfærslan er í höndum Tom Morris og Emmu Rice. Eins og þekkt er orðið vöktu Gísli Örn og Vesturport mikla athygli í Englandi með Rómeó og Júlíu og Woyzcek, auk þess sem hann lék í Hamskiptum Kafka þar ytra. „Ég býst við að þetta sé afleiðing af þeim sýningum og er enn eitt ævintýrið á ferlinum. Þetta er umfangsmikil sýning, sýnd á stærsta sviði leikhússins og með mörgum þekktum nöfnum úr bresku leikhúsi.“ Gísli heldur utan 18. mars en verkið verður frumsýnt 3. maí og er sýnt til 21. júní. Þótt hann hafi leikið á ensku oft áður segir Gísli það alltaf vera þröskuld að leika á annarri tungu en móðurmálinu. „Þetta er alltaf ákveðinn þröskuldur og maður þarf að undirbúa sig sérstaklega vel.“ Þrátt fyrir velgengnina á Englandi býst Gísli Örn þó ekki við að flytja þangað. „Það stendur ekki til í bráð að minnsta kosti. Ég hef samþykkt að taka þátt í nokkrum spennandi verkefnum hér heima næsta vetur.“
Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira