Lecter finnur til lystar sinnar 15. febrúar 2007 09:00 Hinn franski Gaspard Ulliel fetar í fótspor Anthony Hopkins og fer með hlutverk Lecters. Siðfágaðasta mannæta fyrr og síðar, dr. Hannibal Lecter, mætir í kvikmyndahús hér á landi annað kvöld þegar Hannibal Rising verður frumsýnd. Að þessu sinni er ljósinu brugðið á uppvaxtarár Lecters í Litháen og hvaða atburðir leiddu til þess hann breyttist smám saman í blóðþyrsta ófreskju. Myndin hefst í lok seinni heimsstyrjaldar, þegar Hannibal er enn á barnsaldri. Hann horfir upp á nasista murka lífið úr foreldrum sínum en kemst sjálfur lífs af ásamt systur sinni, sem síðar mætir örlögum sínum á hinn hryllilegasta máta. Lecter elst upp á munaðarleysingjahæli en flýr til Parísar á unglingsaldri í leit að frænda sínum. Sá reynist látinn en ekkja hans tekur vel á móti Hannibal. Hann reynist vera fluggreindur og kemst inn í læknaskóla og safnar þar þekkingu sem hann notar til að ná sér niðri á þeim sem myrtu fjölskyldu hans. Anthony Hopkins, sem hingað til hefur túlkað Lecter (fyrir utan kvikmyndina Manhunter þar sem Brian Cox lék hann), er fjarri góðu gamni en aðalhlutverkið er í höndum hins franska Gaspard Ulliel, sem er þekktastur fyrir að leika unnusta Audrey Tatou í Un long dimanche de fiançailles (Trúlofunin langa). Eins og hinar fyrri byggir myndin á bók Thomasar Harris, en hann skrifaði kvikmyndahandritið með fram bókinni, sem kom út í ársbyrjun. Leikstjóri er Peter Webber, sem hlaut mikið lof fyrir síðustu mynd sína, The Girl With a Pearl Earring. Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Siðfágaðasta mannæta fyrr og síðar, dr. Hannibal Lecter, mætir í kvikmyndahús hér á landi annað kvöld þegar Hannibal Rising verður frumsýnd. Að þessu sinni er ljósinu brugðið á uppvaxtarár Lecters í Litháen og hvaða atburðir leiddu til þess hann breyttist smám saman í blóðþyrsta ófreskju. Myndin hefst í lok seinni heimsstyrjaldar, þegar Hannibal er enn á barnsaldri. Hann horfir upp á nasista murka lífið úr foreldrum sínum en kemst sjálfur lífs af ásamt systur sinni, sem síðar mætir örlögum sínum á hinn hryllilegasta máta. Lecter elst upp á munaðarleysingjahæli en flýr til Parísar á unglingsaldri í leit að frænda sínum. Sá reynist látinn en ekkja hans tekur vel á móti Hannibal. Hann reynist vera fluggreindur og kemst inn í læknaskóla og safnar þar þekkingu sem hann notar til að ná sér niðri á þeim sem myrtu fjölskyldu hans. Anthony Hopkins, sem hingað til hefur túlkað Lecter (fyrir utan kvikmyndina Manhunter þar sem Brian Cox lék hann), er fjarri góðu gamni en aðalhlutverkið er í höndum hins franska Gaspard Ulliel, sem er þekktastur fyrir að leika unnusta Audrey Tatou í Un long dimanche de fiançailles (Trúlofunin langa). Eins og hinar fyrri byggir myndin á bók Thomasar Harris, en hann skrifaði kvikmyndahandritið með fram bókinni, sem kom út í ársbyrjun. Leikstjóri er Peter Webber, sem hlaut mikið lof fyrir síðustu mynd sína, The Girl With a Pearl Earring.
Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein