Terem-kvartettinn snýr aftur 15. febrúar 2007 08:00 Hinn eftirsótti Terem-kvartett heldur tónleika í Salnum í kvöld en þeir rússnesku snillingar hafa hlotið nafnbótina þjóðargersemi Rússlands hjá gagnrýnendum auk þess að fá blessun frá páfa og móður Theresu. Uppselt er á tónleikana í kvöld en vegna frábærrar aðsóknar hefur aukatónleikum verið bætt við á sama tíma annað kvöld. Þessi fjörugi og lífsglaði tónlistarhópur kom fyrst fram á Íslandi á rússneskri menningarhátíð í Kópavogi fyrir tveimur árum og sló þá eftirminnilega í gegn. Þeir nutu dvalarinnar hér og vildu gjarnan koma á ný í Salinn og leika fyrir Íslendinga. Að þessu sinni óskuðu þeir eftir að fá söngkonuna Diddú í lið með sér og mun hún koma fram með þeim um helgina. Terem-kvartettinn var stofnaður í Pétursborg árið 1986 en hefur frá upphafi fetað ótroðnar slóðir í tónlistarflutningi sínum. Félagarnir leika á þjóðleg rússnesk hljóðfæri og hafa fundið nýjar leiðir til að laða fram hvers kyns tónlist en sköpunargleði hópsins er annáluð um allan heim sem og agi þeirra, kæti og leikræn tilþrif. Hópurinn viðar að sér tónlist úr ýmsum áttum og leikur allt frá umskrifunum fyrir breytta hljóðfæraskipan til þversagnakenndra tónævintýra sem byggð eru á þekktum stefjum eftir meistara á borð við Bach, Mozart, Rossini, Bizet og Piazzolla. Eftir hlé syngur Diddú með kvartettinum og þá eru einnig íslensk lög á efnisskránni. Tónleikarnir hefjast kl. 20 í kvöld og annað kvöld en nánari upplýsingar um flytjendurna má finna á heimasíðu Salarins. Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hinn eftirsótti Terem-kvartett heldur tónleika í Salnum í kvöld en þeir rússnesku snillingar hafa hlotið nafnbótina þjóðargersemi Rússlands hjá gagnrýnendum auk þess að fá blessun frá páfa og móður Theresu. Uppselt er á tónleikana í kvöld en vegna frábærrar aðsóknar hefur aukatónleikum verið bætt við á sama tíma annað kvöld. Þessi fjörugi og lífsglaði tónlistarhópur kom fyrst fram á Íslandi á rússneskri menningarhátíð í Kópavogi fyrir tveimur árum og sló þá eftirminnilega í gegn. Þeir nutu dvalarinnar hér og vildu gjarnan koma á ný í Salinn og leika fyrir Íslendinga. Að þessu sinni óskuðu þeir eftir að fá söngkonuna Diddú í lið með sér og mun hún koma fram með þeim um helgina. Terem-kvartettinn var stofnaður í Pétursborg árið 1986 en hefur frá upphafi fetað ótroðnar slóðir í tónlistarflutningi sínum. Félagarnir leika á þjóðleg rússnesk hljóðfæri og hafa fundið nýjar leiðir til að laða fram hvers kyns tónlist en sköpunargleði hópsins er annáluð um allan heim sem og agi þeirra, kæti og leikræn tilþrif. Hópurinn viðar að sér tónlist úr ýmsum áttum og leikur allt frá umskrifunum fyrir breytta hljóðfæraskipan til þversagnakenndra tónævintýra sem byggð eru á þekktum stefjum eftir meistara á borð við Bach, Mozart, Rossini, Bizet og Piazzolla. Eftir hlé syngur Diddú með kvartettinum og þá eru einnig íslensk lög á efnisskránni. Tónleikarnir hefjast kl. 20 í kvöld og annað kvöld en nánari upplýsingar um flytjendurna má finna á heimasíðu Salarins.
Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira