Air spilar á Íslandi 15. febrúar 2007 10:00 Hljómsveitin Air heldur tónleika í Laugardalshöll í sumar. Franski poppdúettinn Air er á meðal þeirra sem munu spila á frönsku menningarhátíðinni Pourquoi Pas? sem verður haldin hérlendis frá 22. febrúar til 12. maí. Tónleikar Air áttu að vera núna í febrúar en þeim hefur verið frestað þangað til í byrjun júlí. Verða þeir haldnir í Laugardalshöll. Að sögn Sigrúnar Lilju Guðbjartsdóttur, verkefnastjóra hátíðarinnar, var ekki erfitt að fá Air til að spila hér á landi. Einungis hafi þurft að finna nýjan tíma á tónleikana vegna anna hljómsveitarmeðlima. Air sló í gegn árið 1998 með plötunni Moon Safari sem kom út í fjörutíu löndum. Sveitin samdi tónlistina við kvikmynd Sofiu Coppola, The Virgin Suicides, árið 2000 og fékk ennþá meiri athygli fyrir vikið. Síðan þá hefur Air gefið út tvær plötur, 10.000 Hertz Legend og Talkie Walkie. Nýjasta plata sveitarinnar, Pocket Symphony, er væntanleg þann 5. mars næstkomandi. Á meðal þeirra sem koma einnig fram á frönsku menningar-hátíðinni eru hljómsveitirnar Nouvelle Vague og Dyonysos og söngkonan Françoiz Breut. Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Franski poppdúettinn Air er á meðal þeirra sem munu spila á frönsku menningarhátíðinni Pourquoi Pas? sem verður haldin hérlendis frá 22. febrúar til 12. maí. Tónleikar Air áttu að vera núna í febrúar en þeim hefur verið frestað þangað til í byrjun júlí. Verða þeir haldnir í Laugardalshöll. Að sögn Sigrúnar Lilju Guðbjartsdóttur, verkefnastjóra hátíðarinnar, var ekki erfitt að fá Air til að spila hér á landi. Einungis hafi þurft að finna nýjan tíma á tónleikana vegna anna hljómsveitarmeðlima. Air sló í gegn árið 1998 með plötunni Moon Safari sem kom út í fjörutíu löndum. Sveitin samdi tónlistina við kvikmynd Sofiu Coppola, The Virgin Suicides, árið 2000 og fékk ennþá meiri athygli fyrir vikið. Síðan þá hefur Air gefið út tvær plötur, 10.000 Hertz Legend og Talkie Walkie. Nýjasta plata sveitarinnar, Pocket Symphony, er væntanleg þann 5. mars næstkomandi. Á meðal þeirra sem koma einnig fram á frönsku menningar-hátíðinni eru hljómsveitirnar Nouvelle Vague og Dyonysos og söngkonan Françoiz Breut.
Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira