Einhliða utanríkisstefna kvödd 10. febrúar 2007 00:01 Mikhaíl Gorbatsjov Kom til Íslands í haust þegar þess var minnst að tuttugu ár voru liðin frá leiðtogafundinum í Höfða.fréttablaðið/Anton Í upphafi árs er jafnan góður tími til að vekja gamlar spurningar og nýjar vonir, tími til að hugsa af alvöru um það sem er að gerast í heiminum og huga að framtíðinni. Það er ekki nema eðlilegt að leita vísbendinga um að hlutirnir geti batnað jafnt heima fyrir sem erlendis. Á síðustu mánuðum hafa orðið ákveðin umskipti á alþjóðavettvangi. Reyndar er það svo að á síðasta ári gætu vel hafa átt sér stað endalok heils tímabils í heimsmálunum – tímabilsins eftir kalda stríðið með einhliða stefnu og glötuðum tækifærum.Nýir möguleikarForystusveit Bandaríkjanna Í fyrstu grein sinni í Fréttablaðinu gagnrýnir Gorbatsjov einhliða utanríkisstefnu Bandaríkjanna og spyr hvort bandarískir ráðamenn séu færir um að breyta stefnu sinni. fréttablaðið/AFPÞegar kalda stríðinu lauk seint á níunda áratugnum opnuðust leiðir í áttina að betri heimi. Stærstu ríkin, sér í lagi Bandaríkin, Sovétríkin og Kína, unnu saman að mörgum málum með uppbyggilegum hætti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Bundinn var endir á mörg átök á alþjóðavettvangi, meðal annars í Angóla, El Salvador, Níkaragva og Kambódíu. Mikilvægir samningar voru gerðir um takmörkun bæði kjarnorkuvopna og hefðbundinna vopna. Þar má nefna samning um meðaldrægar kjarnorkuflaugar, þar sem Bandaríkin og Sovétríkin upprættu tvær tegundir kjarnorkuflauga og START I-samninginn, sem fækkaði næstum því um helming langdrægum kjarnorkuflaugum og kjarnaoddum. Lýðræðisþróun var komin af stað í tugum ríkja í Asíu, Suður-Ameríku og Mið- og Austur-Evrópu. Parísarsáttmálinn um nýja Evrópu, sem leiðtogar Evrópuríkja, Bandaríkjanna og Kanada undirrituðu í París árið 1990, markaði upphafið að þróun sem vonir stóðu til að myndi leiða af sér nýja, friðsamlega og lýðræðislega heimsskipan þar sem bæði Evrópa og heimurinn allur eru án átakalína. Þetta var samningur sem hefði getað haft áhrif langt út fyrir meginland Evrópu.Dyrnar lokastEn hreyfingin í þessa átt stöðvaðist fljótlega. Sundrungu Sovétríkjanna fylgdu mannaskipti meðal æðstu ráðamanna í Bandaríkjunum og fleiri löndum. Parísarsáttmálinn var hunsaður og lá gleymdur í mörg ár. Í stað þess að þokast áleiðis í áttina að nýrri skipan öryggismála þá var ákveðið að styðjast áfram við verkfæri frá tíma kalda stríðsins. Bandaríkin, og reyndar Vesturlöndin öll, urðu „geðflækju sigurvegarans“ að bráð. Eftir að kalda stríðinu lauk ollu þeir harmleikir, sem áttu sér stað þar sem áður var Júgóslavía, umróti í Evrópu. Það umrót hafði áhrif á álfuna alla, en sérstaklega þó efnahagsástandið og lífsviðurværi fólks á Balkanskaga, og mörg ár munu líða þangað til fólk hættir að finna fyrir áhrifum af því. Óstöðugleikinn kom í bylgjum yfir mörg ríki í fyrrverandi Júgóslavíu, Miðausturlöndum og Afríku þegar baráttan um áhrifasvið, auðlindir og markaði hófst á ný og náði sér á strik. Ekki var staðið við loforð frá NATO um að bandalagið myndi þróast í að verða fyrst og fremst pólitísk stofnun. Þess í stað var aðildarríkjunum fjölgað og starfssviðið útvíkkað. Nýtt vopnakapphlaup er í uppsiglingu. Vandamál í tengslum við kjarnorkuvopn og bann við dreifingu þeirra eru aftur orðin brýn úrlausnarefni. Að stórum hluta bera gömlu kjarnorkuveldin sökina á því.Andstæður skerpastVeruleg hætta er á því að heimurinn skiptist á ný í andstæðar fylkingar. Víða ber á góma möguleikann á nýju köldu stríði. Bandaríkin hafa ráðist á Írak með skelfilegum afleiðingum án þess að taka neitt tillit til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða afstöðu fjölmargra ríkja, þar á meðal vina sinna og bandamanna. Hroki herveldisins hefur leitt af sér alvarlega kreppu og grafið undan bæði hlutverki og áhrifum Bandaríkjanna. Önnur afleiðing af einhliða stefnu og tilraunum til að gerast allsherjarleiðtogi er sú að flestum alþjóðastofnunum hefur ekki tekist að takast með raunhæfum hætti á við hnattlæg verkefni nýrrar aldar – umhverfiskreppuna, sem breiðist út æ hraðar, og fátæktarvandann, sem hefur áhrif á milljónir manna um heim allan. Bæði alþjóðleg hryðjuverkastarfsemi, sem er umfangsmeiri en nokkru sinni fyrr, og ör útbreiðsla þjóðernis- og trúarátaka eru uggvænleg merki frekari vandræða. Bandaríkjamenn hafa einnig fundið fyrir áhrifum af gallaðri utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar. Í nóvember kváðu kjósendur upp dóm sinn og repúblikanar biðu ósigur. Útkoma þeirra kosninga reynir samt verulega á bandarísk stjórnmál í heild sinni, jafnt demókrata sem repúblikana. Nú er þörf á því að ofurveldið leiðrétti kúrsinn.Tregða gömlu stefnunnarEr ríkisstjórn George W. Bush fær um að gera slíka leiðréttingu? Almennt viðhorf til þess, bæði í Bandaríkjunum og annars staðar í heiminum, virðist oft vera neikvætt. Og satt að segja gefur stjórnin þessu viðhorfi byr undir báða vængi vegna þess að hún virðist kjósa heldur tregðu gömlu stefnunnar. Ekki er annað að sjá en að Bush og stjórn hans hafi ekki áhuga á neinu öðru en að sannfæra heiminn um að stjórnin sitji ennþá stöðug í hnakknum. Nýlegar yfirlýsingar forsetans og þau áform sem rædd eru innan stjórnarinnar eru gerð úr sama gamla klæðinu. Núverandi forystusveit repúblikana vill greinilega skilja eftir handa næsta forseta þess konar arfleifð að hann verði bundinn af stefnu hennar og allar stefnubreytingar verði ómögulegar. Ef það er rétt, þá er það ekki bara afleikur heldur uppskrift að enn frekari stórslysum. Engu að síður tel ég möguleikana á breyttri stefnu enn vera fyrir hendi. Bandaríkjastjórn og bandaríska þingið hafa enn tíma til að móta hana. Þeir ættu að byrja á Miðausturlöndum. Bandaríkin ættu ekki bara að hefjast handa við að draga sig út úr kviksyndinu í Írak heldur þurfa þau einnig að snúa sér aftur að uppbyggilegri stefnu í þessum heimshluta. Lykilatriði er að friðarferlið í Miðausturlöndum hefjist á ný ásamt alvarlegum viðræðum við nágrannaríki Íraks.Framsýni og hugrekkiEf bandarískir ráðamenn reynast nægilega framsýnir og hugrakkir til að horfa á heiminn eins og hann er í raun þá myndu þeir kjósa samræður og samvinnu frekar en valdbeitingu. Það sem nú er þörf á er ekki alþjóðlegt net hernaðarviðveru og íhlutunar heldur þurfa menn að hafa taumhald á sér og vilja til þess að leysa vandamál með pólitískum aðferðum. Heimurinn hefur þrátt fyrir allt breyst verulega frá byrjun tíunda áratugarins. Innbyrðis tengsl eru orðin jafnvel enn nánari og allt er orðið háðara hvert öðru. Nýir risar – Kína, Indland og Brasilía – eru komnir fram á sjónarsviðið og engin leið er að líta lengur fram hjá afstöðu þeirra. Evrópa er að sameinast og bæði efnahagsleg og pólitísk áhrif hennar hljóta að aukast. Þrátt fyrir að múslimaheimurinn eigi í erfiðleikum með að aðlagast þessum nýja veruleika, þá mun hann halda áfram aðlögun sinni og þessi stórbrotni menningarheimur mun krefjast þess að aðrir komi fram við hann af virðingu. Loks er lýðræðisþróunin í Rússlandi (og öðrum fyrrverandi Sovétlýðveldum), þrátt fyrir öll þau miklu vandamál sem þar er við að stríða, komin á veg með að kynna nýjan og sterkan aðila til leiks á alþjóðavettvangi.Rússland rís á fæturÁ tíunda áratug síðustu aldar, sem voru erfiðir tímar í mínu landi, sagði ég að erfiðleikarnir í Rússlandi myndu líða undir lok, að Rússland myndi stíga í fæturna á ný og brjótast áfram. Það er að gerast núna. Greinilega eru ekki allir hrifnir af því að Rússland rísi upp á ný, leggi áherslu á að verja hagsmuni sína og á getu sína til þess að gegna fullgildu hlutverki í heiminum. Svo undarlegt sem það kann að hljóma þá spöruðu Vesturlönd ekki hrósið þegar Rússland átti við mikla erfiðleika að stríða, en nú eru Rússar á hinn bóginn sakaðir um að hafna lýðræðinu og hafa heimsvaldadrauma. Samt sem áður eru engar raunverulegar ástæður til þess að óttast Rússland. Landið mitt stendur frammi fyrir margvíslegum erfiðleikum og margt má gagnrýna og það gerum við. Það er svo sannarlega erfitt verk að læra nýja siði og byggja upp lýðræðislegar stofnanir. En Rússland mun aldrei snúa aftur til alræðis fortíðarinnar. Erfiðasti kafli leiðarinnar er þegar að baki. Ég hef aldrei sagt að nú á tímum getum við ekki leyft okkur að vera svartsýn. Það er margt sem ástæða er til að hafa áhyggjur af og jafnvel óttast. En sagan er ekki fyrirfram gefin. Ný skipting heimsins í fylkingar og nýjar átakalínur eru ekki óhjákvæmilegar. Ný lýðræðisleg heimsskipan er ekki bara orðavaðall. Það er hægt að koma henni á. Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Í upphafi árs er jafnan góður tími til að vekja gamlar spurningar og nýjar vonir, tími til að hugsa af alvöru um það sem er að gerast í heiminum og huga að framtíðinni. Það er ekki nema eðlilegt að leita vísbendinga um að hlutirnir geti batnað jafnt heima fyrir sem erlendis. Á síðustu mánuðum hafa orðið ákveðin umskipti á alþjóðavettvangi. Reyndar er það svo að á síðasta ári gætu vel hafa átt sér stað endalok heils tímabils í heimsmálunum – tímabilsins eftir kalda stríðið með einhliða stefnu og glötuðum tækifærum.Nýir möguleikarForystusveit Bandaríkjanna Í fyrstu grein sinni í Fréttablaðinu gagnrýnir Gorbatsjov einhliða utanríkisstefnu Bandaríkjanna og spyr hvort bandarískir ráðamenn séu færir um að breyta stefnu sinni. fréttablaðið/AFPÞegar kalda stríðinu lauk seint á níunda áratugnum opnuðust leiðir í áttina að betri heimi. Stærstu ríkin, sér í lagi Bandaríkin, Sovétríkin og Kína, unnu saman að mörgum málum með uppbyggilegum hætti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Bundinn var endir á mörg átök á alþjóðavettvangi, meðal annars í Angóla, El Salvador, Níkaragva og Kambódíu. Mikilvægir samningar voru gerðir um takmörkun bæði kjarnorkuvopna og hefðbundinna vopna. Þar má nefna samning um meðaldrægar kjarnorkuflaugar, þar sem Bandaríkin og Sovétríkin upprættu tvær tegundir kjarnorkuflauga og START I-samninginn, sem fækkaði næstum því um helming langdrægum kjarnorkuflaugum og kjarnaoddum. Lýðræðisþróun var komin af stað í tugum ríkja í Asíu, Suður-Ameríku og Mið- og Austur-Evrópu. Parísarsáttmálinn um nýja Evrópu, sem leiðtogar Evrópuríkja, Bandaríkjanna og Kanada undirrituðu í París árið 1990, markaði upphafið að þróun sem vonir stóðu til að myndi leiða af sér nýja, friðsamlega og lýðræðislega heimsskipan þar sem bæði Evrópa og heimurinn allur eru án átakalína. Þetta var samningur sem hefði getað haft áhrif langt út fyrir meginland Evrópu.Dyrnar lokastEn hreyfingin í þessa átt stöðvaðist fljótlega. Sundrungu Sovétríkjanna fylgdu mannaskipti meðal æðstu ráðamanna í Bandaríkjunum og fleiri löndum. Parísarsáttmálinn var hunsaður og lá gleymdur í mörg ár. Í stað þess að þokast áleiðis í áttina að nýrri skipan öryggismála þá var ákveðið að styðjast áfram við verkfæri frá tíma kalda stríðsins. Bandaríkin, og reyndar Vesturlöndin öll, urðu „geðflækju sigurvegarans“ að bráð. Eftir að kalda stríðinu lauk ollu þeir harmleikir, sem áttu sér stað þar sem áður var Júgóslavía, umróti í Evrópu. Það umrót hafði áhrif á álfuna alla, en sérstaklega þó efnahagsástandið og lífsviðurværi fólks á Balkanskaga, og mörg ár munu líða þangað til fólk hættir að finna fyrir áhrifum af því. Óstöðugleikinn kom í bylgjum yfir mörg ríki í fyrrverandi Júgóslavíu, Miðausturlöndum og Afríku þegar baráttan um áhrifasvið, auðlindir og markaði hófst á ný og náði sér á strik. Ekki var staðið við loforð frá NATO um að bandalagið myndi þróast í að verða fyrst og fremst pólitísk stofnun. Þess í stað var aðildarríkjunum fjölgað og starfssviðið útvíkkað. Nýtt vopnakapphlaup er í uppsiglingu. Vandamál í tengslum við kjarnorkuvopn og bann við dreifingu þeirra eru aftur orðin brýn úrlausnarefni. Að stórum hluta bera gömlu kjarnorkuveldin sökina á því.Andstæður skerpastVeruleg hætta er á því að heimurinn skiptist á ný í andstæðar fylkingar. Víða ber á góma möguleikann á nýju köldu stríði. Bandaríkin hafa ráðist á Írak með skelfilegum afleiðingum án þess að taka neitt tillit til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða afstöðu fjölmargra ríkja, þar á meðal vina sinna og bandamanna. Hroki herveldisins hefur leitt af sér alvarlega kreppu og grafið undan bæði hlutverki og áhrifum Bandaríkjanna. Önnur afleiðing af einhliða stefnu og tilraunum til að gerast allsherjarleiðtogi er sú að flestum alþjóðastofnunum hefur ekki tekist að takast með raunhæfum hætti á við hnattlæg verkefni nýrrar aldar – umhverfiskreppuna, sem breiðist út æ hraðar, og fátæktarvandann, sem hefur áhrif á milljónir manna um heim allan. Bæði alþjóðleg hryðjuverkastarfsemi, sem er umfangsmeiri en nokkru sinni fyrr, og ör útbreiðsla þjóðernis- og trúarátaka eru uggvænleg merki frekari vandræða. Bandaríkjamenn hafa einnig fundið fyrir áhrifum af gallaðri utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar. Í nóvember kváðu kjósendur upp dóm sinn og repúblikanar biðu ósigur. Útkoma þeirra kosninga reynir samt verulega á bandarísk stjórnmál í heild sinni, jafnt demókrata sem repúblikana. Nú er þörf á því að ofurveldið leiðrétti kúrsinn.Tregða gömlu stefnunnarEr ríkisstjórn George W. Bush fær um að gera slíka leiðréttingu? Almennt viðhorf til þess, bæði í Bandaríkjunum og annars staðar í heiminum, virðist oft vera neikvætt. Og satt að segja gefur stjórnin þessu viðhorfi byr undir báða vængi vegna þess að hún virðist kjósa heldur tregðu gömlu stefnunnar. Ekki er annað að sjá en að Bush og stjórn hans hafi ekki áhuga á neinu öðru en að sannfæra heiminn um að stjórnin sitji ennþá stöðug í hnakknum. Nýlegar yfirlýsingar forsetans og þau áform sem rædd eru innan stjórnarinnar eru gerð úr sama gamla klæðinu. Núverandi forystusveit repúblikana vill greinilega skilja eftir handa næsta forseta þess konar arfleifð að hann verði bundinn af stefnu hennar og allar stefnubreytingar verði ómögulegar. Ef það er rétt, þá er það ekki bara afleikur heldur uppskrift að enn frekari stórslysum. Engu að síður tel ég möguleikana á breyttri stefnu enn vera fyrir hendi. Bandaríkjastjórn og bandaríska þingið hafa enn tíma til að móta hana. Þeir ættu að byrja á Miðausturlöndum. Bandaríkin ættu ekki bara að hefjast handa við að draga sig út úr kviksyndinu í Írak heldur þurfa þau einnig að snúa sér aftur að uppbyggilegri stefnu í þessum heimshluta. Lykilatriði er að friðarferlið í Miðausturlöndum hefjist á ný ásamt alvarlegum viðræðum við nágrannaríki Íraks.Framsýni og hugrekkiEf bandarískir ráðamenn reynast nægilega framsýnir og hugrakkir til að horfa á heiminn eins og hann er í raun þá myndu þeir kjósa samræður og samvinnu frekar en valdbeitingu. Það sem nú er þörf á er ekki alþjóðlegt net hernaðarviðveru og íhlutunar heldur þurfa menn að hafa taumhald á sér og vilja til þess að leysa vandamál með pólitískum aðferðum. Heimurinn hefur þrátt fyrir allt breyst verulega frá byrjun tíunda áratugarins. Innbyrðis tengsl eru orðin jafnvel enn nánari og allt er orðið háðara hvert öðru. Nýir risar – Kína, Indland og Brasilía – eru komnir fram á sjónarsviðið og engin leið er að líta lengur fram hjá afstöðu þeirra. Evrópa er að sameinast og bæði efnahagsleg og pólitísk áhrif hennar hljóta að aukast. Þrátt fyrir að múslimaheimurinn eigi í erfiðleikum með að aðlagast þessum nýja veruleika, þá mun hann halda áfram aðlögun sinni og þessi stórbrotni menningarheimur mun krefjast þess að aðrir komi fram við hann af virðingu. Loks er lýðræðisþróunin í Rússlandi (og öðrum fyrrverandi Sovétlýðveldum), þrátt fyrir öll þau miklu vandamál sem þar er við að stríða, komin á veg með að kynna nýjan og sterkan aðila til leiks á alþjóðavettvangi.Rússland rís á fæturÁ tíunda áratug síðustu aldar, sem voru erfiðir tímar í mínu landi, sagði ég að erfiðleikarnir í Rússlandi myndu líða undir lok, að Rússland myndi stíga í fæturna á ný og brjótast áfram. Það er að gerast núna. Greinilega eru ekki allir hrifnir af því að Rússland rísi upp á ný, leggi áherslu á að verja hagsmuni sína og á getu sína til þess að gegna fullgildu hlutverki í heiminum. Svo undarlegt sem það kann að hljóma þá spöruðu Vesturlönd ekki hrósið þegar Rússland átti við mikla erfiðleika að stríða, en nú eru Rússar á hinn bóginn sakaðir um að hafna lýðræðinu og hafa heimsvaldadrauma. Samt sem áður eru engar raunverulegar ástæður til þess að óttast Rússland. Landið mitt stendur frammi fyrir margvíslegum erfiðleikum og margt má gagnrýna og það gerum við. Það er svo sannarlega erfitt verk að læra nýja siði og byggja upp lýðræðislegar stofnanir. En Rússland mun aldrei snúa aftur til alræðis fortíðarinnar. Erfiðasti kafli leiðarinnar er þegar að baki. Ég hef aldrei sagt að nú á tímum getum við ekki leyft okkur að vera svartsýn. Það er margt sem ástæða er til að hafa áhyggjur af og jafnvel óttast. En sagan er ekki fyrirfram gefin. Ný skipting heimsins í fylkingar og nýjar átakalínur eru ekki óhjákvæmilegar. Ný lýðræðisleg heimsskipan er ekki bara orðavaðall. Það er hægt að koma henni á.
Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira