Börnin í Breiðuvík á hvíta tjaldið 7. febrúar 2007 10:15 Bergsteinn Björgúlfsson. Er að klára heimildarmynd um barna-og unglingaheimilið í Breiðuvík sem hann hefur unnið að í fimm ár. „Ég reikna með því að myndin verði frumsýnd um hvítasunnuhelgina,“ segir Bergsteinn Björgúlfsson sem er að leggja lokahönd á kvikmynd um barna-og unglingaheimilið í Breiðuvík en málefni þess hafa verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu. „Hún verður ekkert í líkingu við þá umfjöllun. Þar hefur fólk verið að smjatta á þessu og fleyta rjómann ofan af málinu,“ segir leikstjórinn. Bergsteinn frétti fyrst af heimilinu í gegnum vin sinn, Inga Gunnar Jóhannesson, sem dvaldist stuttan tíma á gistiheimili í Breiðuvík þegar hann vann sem leiðsögumaður fyrir fimm árum síðan. „Húsráðandi sýndi honum fangaklefa heimilisins og hann sagði mér frá því. Ég fór að sjá þetta með mínum eigin augum og þannig byrjaði boltinn að rúlla,“ segir Bergsteinn. Málið reyndist hins vegar síður en svo auðvelt í vinnslu. Fáir vildu tala við Bergstein um reynslu sína frá Breiðuvík og það var ekki fyrr en einn þeirra gaf sig að stíflan brast. „Ég hef eiginlega talað við alla þá sem hafa hugsanlega einhverja reynslu þaðan,“ segir Bergsteinn. Og þá hefur hann jafnframt reynt að hafa uppá „verstu böðlunum“ eins og leikstjórinn orðar það en að sögn Bergsteins eru þeir flestir fallnir frá. „Við höfum jafnframt reynt að ná tali af börnum Þórhalls Hálfdánarsonar, forstöðumanns heimilisins, en þau vilja ekkert með okkur hafa og eru farin í felur,“ útskýrir Bergsteinn. Þau Margrét Jónasdóttir og Kristinn Hrafnsson hafa verið Bergsteini innan handar og tekið viðtöl við fórnarlömbin. Bergsteinn býst við því að myndin eigi eftir vekja upp spurningar um hvernig þessi mál standi í dag. „Því þarna voru eyðilögð líf fjölda barna og unglinga.“ Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Ég reikna með því að myndin verði frumsýnd um hvítasunnuhelgina,“ segir Bergsteinn Björgúlfsson sem er að leggja lokahönd á kvikmynd um barna-og unglingaheimilið í Breiðuvík en málefni þess hafa verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu. „Hún verður ekkert í líkingu við þá umfjöllun. Þar hefur fólk verið að smjatta á þessu og fleyta rjómann ofan af málinu,“ segir leikstjórinn. Bergsteinn frétti fyrst af heimilinu í gegnum vin sinn, Inga Gunnar Jóhannesson, sem dvaldist stuttan tíma á gistiheimili í Breiðuvík þegar hann vann sem leiðsögumaður fyrir fimm árum síðan. „Húsráðandi sýndi honum fangaklefa heimilisins og hann sagði mér frá því. Ég fór að sjá þetta með mínum eigin augum og þannig byrjaði boltinn að rúlla,“ segir Bergsteinn. Málið reyndist hins vegar síður en svo auðvelt í vinnslu. Fáir vildu tala við Bergstein um reynslu sína frá Breiðuvík og það var ekki fyrr en einn þeirra gaf sig að stíflan brast. „Ég hef eiginlega talað við alla þá sem hafa hugsanlega einhverja reynslu þaðan,“ segir Bergsteinn. Og þá hefur hann jafnframt reynt að hafa uppá „verstu böðlunum“ eins og leikstjórinn orðar það en að sögn Bergsteins eru þeir flestir fallnir frá. „Við höfum jafnframt reynt að ná tali af börnum Þórhalls Hálfdánarsonar, forstöðumanns heimilisins, en þau vilja ekkert með okkur hafa og eru farin í felur,“ útskýrir Bergsteinn. Þau Margrét Jónasdóttir og Kristinn Hrafnsson hafa verið Bergsteini innan handar og tekið viðtöl við fórnarlömbin. Bergsteinn býst við því að myndin eigi eftir vekja upp spurningar um hvernig þessi mál standi í dag. „Því þarna voru eyðilögð líf fjölda barna og unglinga.“
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira