Samkvæmt Donnie Davis, meðlimi bandaríska sértrúarsafnaðarins Love God's Way, getur fólk orðið samkynhneigt á því að hlusta á hljómsveitir á borð við Nirvana, The Doors og Wilco.

Davis varar við þessu á heimasíðu sinni www.lovegodsway.org og sjálfur segist hann hafa „læknast" af samkynhneigð. Heldur hann því fram að Guð hati samkynhneigða og hefur sett saman lista af tónlistarmönnum og hljómsveitum sem kristnar fjölskyldur eiga að forðast eins og heitan eldinn.

Auk ofantaldra sveita eru á listanum Scissor Sisters, Erasure, Queen og Elton John, sem telst vera sérstaklega varhugaverður. Rapparinn Jay-Z, Ravi Shankar og Velvet Underground komast einnig á listann. Á meðal þeirra listamanna sem Davis telur „öruggt" að hlusta á er Cyndi Lauper.