Tónlistargjörningur í fimmtugsafmælinu 25. janúar 2007 05:45 Árni Matthíasson er fimmtugur og hefur skrifað um tónlist fyrir Morgunblaðið í tuttugu ár. MYND/Anton Tónlistargagnrýnandinn Árni Matthíasson er að verða fimmtugur. Af því tilefni blæs hann til mikillar veislu á þriðjudag þegar hann býður vinum og samstarfsmönnum upp á eyrnakonfekt að hætti hússins. „Þetta er nú ekki frægasta liðið en þetta er fólk sem mig langaði til að sjá," segir tónlistargagnrýnandinn Árni Matthíasson sem hyggst bjóða upp á tónlistarhlaðborð á Nasa þann 30. janúar. Tilefnið er ærið. Árni er fimmtugur og tuttugu ár liðin síðan að hann hóf að skrifa um tónlist fyrir Morgunblaðið. Krummi syngur fyrir Árna Matt. Þær hljómsveitir sem heiðra Árna með nærveru sinni eru meðal annars Ghostigital, Benni Hemm Hemm, Mínus og rokk-risaeðlurnar í Ham. „Þetta verður reyndar hálfgerður tónlistargjörningur enda hef ég parað hljómsveitirnar tvær og tvær saman til að heyra eitthvað nýtt," útskýrir hann. Árna telst til að yfir sjö þúsund greinar um tónlist liggi eftir hann. Og er þá aðeins dregið úr. „Fyrsta viðtalið sem ég tók var við Sykurmolanna Einar Örn og Þór Eldon á lítilli knæpu í miðborg Reykjavíkur. Mjög eftirminnilegt því hljómsveitin hafði nýverið gefið út smáskífuna Ammæli," segir Árni. Þar að auki hefur tónlistargagnrýnandinn verið formaður dómnefndar á Músíktilraunum svo lengi sem elstu menn muna. „Mér finnst bara ekkert skemmtilegra en að heyra eitthvað nýtt. Þetta verður einhver árátta. Að finna nýjar hljómsveitir er einhver sérstök upplifun." Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistargagnrýnandinn Árni Matthíasson er að verða fimmtugur. Af því tilefni blæs hann til mikillar veislu á þriðjudag þegar hann býður vinum og samstarfsmönnum upp á eyrnakonfekt að hætti hússins. „Þetta er nú ekki frægasta liðið en þetta er fólk sem mig langaði til að sjá," segir tónlistargagnrýnandinn Árni Matthíasson sem hyggst bjóða upp á tónlistarhlaðborð á Nasa þann 30. janúar. Tilefnið er ærið. Árni er fimmtugur og tuttugu ár liðin síðan að hann hóf að skrifa um tónlist fyrir Morgunblaðið. Krummi syngur fyrir Árna Matt. Þær hljómsveitir sem heiðra Árna með nærveru sinni eru meðal annars Ghostigital, Benni Hemm Hemm, Mínus og rokk-risaeðlurnar í Ham. „Þetta verður reyndar hálfgerður tónlistargjörningur enda hef ég parað hljómsveitirnar tvær og tvær saman til að heyra eitthvað nýtt," útskýrir hann. Árna telst til að yfir sjö þúsund greinar um tónlist liggi eftir hann. Og er þá aðeins dregið úr. „Fyrsta viðtalið sem ég tók var við Sykurmolanna Einar Örn og Þór Eldon á lítilli knæpu í miðborg Reykjavíkur. Mjög eftirminnilegt því hljómsveitin hafði nýverið gefið út smáskífuna Ammæli," segir Árni. Þar að auki hefur tónlistargagnrýnandinn verið formaður dómnefndar á Músíktilraunum svo lengi sem elstu menn muna. „Mér finnst bara ekkert skemmtilegra en að heyra eitthvað nýtt. Þetta verður einhver árátta. Að finna nýjar hljómsveitir er einhver sérstök upplifun."
Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira