Foreldrar og börn 25. janúar 2007 08:45 Little Children. Breska leikkonan Kate Winslet fer með eitt aðalhlutverkanna í þessari umtöluðu mynd Todd Field. Leikstjórinn Todd Field vakti mikla athygli með frumraun sinni In the Bedroom árið 2001. Myndin var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni þar sem gagnrýnendur tóku henni opnum örmum. Myndin var hvarvetna ausin lofi og The New York Times, The Wall Street Journal, New York Magazine og The New Yorker völdu hana mynd ársins. Þá fékk hún fimm tilnefningar til Óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta myndin. Græna ljósið frumsýnir nýjustu mynd Fields, Little Children, á föstudaginn en hún þykir ekki gefa In the Bedroom þumlung eftir. Hér fara þau Kate Winslet, Jennifer Connelly og Patrick Wilson með aðalhlutverkin en myndin fjallar um nokkur pör sem kynnast í gegnum börn sín og eiga aðallega samskipti á leikvöllum, götum og í sundlaugum smábæjarins sem þau búa í. Líf þessa fólks fléttast saman á óvæntan og jafnvel hættulegan hátt en annars er best að hafa sem fæst orð um söguþráðinn enda hafa framleiðendur þrábeðið fjölmiðla um að segja sem minnst til þess að draga ekki úr áhrifamætti myndarinnar. Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Leikstjórinn Todd Field vakti mikla athygli með frumraun sinni In the Bedroom árið 2001. Myndin var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni þar sem gagnrýnendur tóku henni opnum örmum. Myndin var hvarvetna ausin lofi og The New York Times, The Wall Street Journal, New York Magazine og The New Yorker völdu hana mynd ársins. Þá fékk hún fimm tilnefningar til Óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta myndin. Græna ljósið frumsýnir nýjustu mynd Fields, Little Children, á föstudaginn en hún þykir ekki gefa In the Bedroom þumlung eftir. Hér fara þau Kate Winslet, Jennifer Connelly og Patrick Wilson með aðalhlutverkin en myndin fjallar um nokkur pör sem kynnast í gegnum börn sín og eiga aðallega samskipti á leikvöllum, götum og í sundlaugum smábæjarins sem þau búa í. Líf þessa fólks fléttast saman á óvæntan og jafnvel hættulegan hátt en annars er best að hafa sem fæst orð um söguþráðinn enda hafa framleiðendur þrábeðið fjölmiðla um að segja sem minnst til þess að draga ekki úr áhrifamætti myndarinnar.
Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein