Foreldrar og börn 25. janúar 2007 08:45 Little Children. Breska leikkonan Kate Winslet fer með eitt aðalhlutverkanna í þessari umtöluðu mynd Todd Field. Leikstjórinn Todd Field vakti mikla athygli með frumraun sinni In the Bedroom árið 2001. Myndin var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni þar sem gagnrýnendur tóku henni opnum örmum. Myndin var hvarvetna ausin lofi og The New York Times, The Wall Street Journal, New York Magazine og The New Yorker völdu hana mynd ársins. Þá fékk hún fimm tilnefningar til Óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta myndin. Græna ljósið frumsýnir nýjustu mynd Fields, Little Children, á föstudaginn en hún þykir ekki gefa In the Bedroom þumlung eftir. Hér fara þau Kate Winslet, Jennifer Connelly og Patrick Wilson með aðalhlutverkin en myndin fjallar um nokkur pör sem kynnast í gegnum börn sín og eiga aðallega samskipti á leikvöllum, götum og í sundlaugum smábæjarins sem þau búa í. Líf þessa fólks fléttast saman á óvæntan og jafnvel hættulegan hátt en annars er best að hafa sem fæst orð um söguþráðinn enda hafa framleiðendur þrábeðið fjölmiðla um að segja sem minnst til þess að draga ekki úr áhrifamætti myndarinnar. Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Leikstjórinn Todd Field vakti mikla athygli með frumraun sinni In the Bedroom árið 2001. Myndin var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni þar sem gagnrýnendur tóku henni opnum örmum. Myndin var hvarvetna ausin lofi og The New York Times, The Wall Street Journal, New York Magazine og The New Yorker völdu hana mynd ársins. Þá fékk hún fimm tilnefningar til Óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta myndin. Græna ljósið frumsýnir nýjustu mynd Fields, Little Children, á föstudaginn en hún þykir ekki gefa In the Bedroom þumlung eftir. Hér fara þau Kate Winslet, Jennifer Connelly og Patrick Wilson með aðalhlutverkin en myndin fjallar um nokkur pör sem kynnast í gegnum börn sín og eiga aðallega samskipti á leikvöllum, götum og í sundlaugum smábæjarins sem þau búa í. Líf þessa fólks fléttast saman á óvæntan og jafnvel hættulegan hátt en annars er best að hafa sem fæst orð um söguþráðinn enda hafa framleiðendur þrábeðið fjölmiðla um að segja sem minnst til þess að draga ekki úr áhrifamætti myndarinnar.
Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira