Strætóbílstjóri opnar myndlistarsýningu 24. janúar 2007 05:00 Fyrsta málverkasýningin. Strætóbílstjórinn Þórhallur Sigurðsson hefur opnað sína fyrstu málverkasýningu. Hann segist meðal annars hafa fengið innblástur fyrir verk sín í vinnunni sem vagnstjóri. MYND/Rósa Strætóbílstjórinn Þórhallur Sigurðsson opnaði sína fyrstu opinberu málverkasýningu á sextíu ára afmælisdegi alnafna síns Ladda síðastliðinn laugardag. „Ég hef málað síðustu fjögur árin en ekki nógu mikið samt. Núna er ég að gefa þessu sjéns almennilega en ég hef alltaf hugsað mér að leggja myndlistina fyrir mig,“ segir Þórhallur, sem hefur starfað sem strætóbílstjóri í fjögur ár. Hann segir að starfið og myndlistin fari vel saman en þannig hafi það ekki alltaf verið. „Ég er nýbúinn að breyta vöktunum. Þetta var frekar óþægilegt áður fyrr. Ég er kominn í 80% vinnu og þetta er mun betra núna. Ég er greindur með athyglisbrest í allra hæstu hæðum og meðan ég var að vinna 100% vinnu átti ég ekkert eftir þegar ég var búinn í vinnunni því hún reyndi svo mikið á athyglina,“ segir Þórhallur. Hann segist aðallega mála fólk og hafi meðal annars fengið mikinn innblástur úr vinnunni. Einnig hefur hann fengið innblástur frá þriggja mánaða dóttur sinni, Eldeyju Björt, sem hann tileinkar sýninguna. Nefnist sýningin Fæðing upphafs. Alnafni Þórhalls, Laddi, var sextugur á laugardag og segist hann vitaskuld vera mikill aðdáandi skemmtikraftsins. „Ég held að hann sé alveg í sérflokki. Það er líka oft hringt í mig af einhverjum sem er að reyna að hafa uppi á honum. Hæfileiki minn sem málari er kannski einna helst karaktersköpun og það er kannski líka hjá honum því hann hefur komið með svo marga karaktera,“ segir Þórhallur. Málverkasýningin, sem fer fram í Gallerý Úlfi á Baldursgötu, stendur yfir til 20. febrúar. Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Strætóbílstjórinn Þórhallur Sigurðsson opnaði sína fyrstu opinberu málverkasýningu á sextíu ára afmælisdegi alnafna síns Ladda síðastliðinn laugardag. „Ég hef málað síðustu fjögur árin en ekki nógu mikið samt. Núna er ég að gefa þessu sjéns almennilega en ég hef alltaf hugsað mér að leggja myndlistina fyrir mig,“ segir Þórhallur, sem hefur starfað sem strætóbílstjóri í fjögur ár. Hann segir að starfið og myndlistin fari vel saman en þannig hafi það ekki alltaf verið. „Ég er nýbúinn að breyta vöktunum. Þetta var frekar óþægilegt áður fyrr. Ég er kominn í 80% vinnu og þetta er mun betra núna. Ég er greindur með athyglisbrest í allra hæstu hæðum og meðan ég var að vinna 100% vinnu átti ég ekkert eftir þegar ég var búinn í vinnunni því hún reyndi svo mikið á athyglina,“ segir Þórhallur. Hann segist aðallega mála fólk og hafi meðal annars fengið mikinn innblástur úr vinnunni. Einnig hefur hann fengið innblástur frá þriggja mánaða dóttur sinni, Eldeyju Björt, sem hann tileinkar sýninguna. Nefnist sýningin Fæðing upphafs. Alnafni Þórhalls, Laddi, var sextugur á laugardag og segist hann vitaskuld vera mikill aðdáandi skemmtikraftsins. „Ég held að hann sé alveg í sérflokki. Það er líka oft hringt í mig af einhverjum sem er að reyna að hafa uppi á honum. Hæfileiki minn sem málari er kannski einna helst karaktersköpun og það er kannski líka hjá honum því hann hefur komið með svo marga karaktera,“ segir Þórhallur. Málverkasýningin, sem fer fram í Gallerý Úlfi á Baldursgötu, stendur yfir til 20. febrúar.
Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira