Höfðingleg jólagjöf Baltasars 16. janúar 2007 05:00 Baltasar gaf tökuliði sínu, eftirvinnslufólki, leikurum og helstu aðstandendum Mýrarinnar hundrað þúsund krónur í jólagjöf. MYND/heiða „Þetta lítur vel út. En samt er enginn ofsagróði af Mýrinni eins og hjá bönkunum,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur aðspurður um hvort Mýrin reynist ekki sannkölluð gullnáma. Baltasar tók sig til og gaf öllum þeim sem störfuðu við Mýrina, tökuliði, eftirvinnsluliði, helstu aðstandendum og leikurum þeim sem ekki voru sérstaklega yfirborgaðir, hundrað þúsund krónur í jólagjöf. Um er að ræða rúmlega þrjátíu manns þannig að þessi rausnarlega gjöf hefur kostað Baltasar og fyrirtæki hans rúmar þrjár milljónir. „Þegar vel gengur þá er rétt að deila því með fólkinu sínu,“ segir Baltasar sem þó vill ekki tala mikið um þessa jólagjöf, eða bónusgreiðslu, né hreykjast af rausn sinni. En vissulega mættu fyrirtæki sem gengur vel taka sér þetta til fyrirmyndar. Fréttablaðið greindi nýverið frá því að Mýrin hefði slegið aðsóknarmet síðan mælingar hófust en síðast þegar fréttist höfðu 84 þúsund manns séð myndina. Ætla má að tekjur af sýningum myndarinnar, brúttó tekjur, séu um níutíu milljónir. Að auki hlaut Mýrin 45 milljónir í styrk frá Kvikmyndasjóði þannig að myndin stendur undir sér og vel það. Og ekki er séð fyrir endann á tekjumöguleikum því Mýrin hefur verið seld til Þýskalands og Skandinavíu. Ekki er þó byrjað að sýna hana þar enn. „Við erum að búa okkur undir það. Þetta fer allt í gang nú fljótlega. Sýningar og frekari sala.“ Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
„Þetta lítur vel út. En samt er enginn ofsagróði af Mýrinni eins og hjá bönkunum,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur aðspurður um hvort Mýrin reynist ekki sannkölluð gullnáma. Baltasar tók sig til og gaf öllum þeim sem störfuðu við Mýrina, tökuliði, eftirvinnsluliði, helstu aðstandendum og leikurum þeim sem ekki voru sérstaklega yfirborgaðir, hundrað þúsund krónur í jólagjöf. Um er að ræða rúmlega þrjátíu manns þannig að þessi rausnarlega gjöf hefur kostað Baltasar og fyrirtæki hans rúmar þrjár milljónir. „Þegar vel gengur þá er rétt að deila því með fólkinu sínu,“ segir Baltasar sem þó vill ekki tala mikið um þessa jólagjöf, eða bónusgreiðslu, né hreykjast af rausn sinni. En vissulega mættu fyrirtæki sem gengur vel taka sér þetta til fyrirmyndar. Fréttablaðið greindi nýverið frá því að Mýrin hefði slegið aðsóknarmet síðan mælingar hófust en síðast þegar fréttist höfðu 84 þúsund manns séð myndina. Ætla má að tekjur af sýningum myndarinnar, brúttó tekjur, séu um níutíu milljónir. Að auki hlaut Mýrin 45 milljónir í styrk frá Kvikmyndasjóði þannig að myndin stendur undir sér og vel það. Og ekki er séð fyrir endann á tekjumöguleikum því Mýrin hefur verið seld til Þýskalands og Skandinavíu. Ekki er þó byrjað að sýna hana þar enn. „Við erum að búa okkur undir það. Þetta fer allt í gang nú fljótlega. Sýningar og frekari sala.“
Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein