Idolstjörnur áberandi í fyrsta holli Eurovision 15. janúar 2007 09:00 Snorri tapaði veðmáli og syngur því í undankeppni Eurovision. „Ég tapaði veðmáli og þess vegna er ég með," segir Idolstjarnan Snorri Snorrason sem er einn þeirra söngvara sem flytja lag í fyrsta riðli undankeppni Eurovision á laugardaginn. Snorri syngur lagið Undarleg er ástin eftir Óskar Guðnason og textahöfundinn Kristján Hreinsson. Þegar Fréttablaðið ræddi við Snorra í gærdag var verið að leggja lokahönd á lagið. „Þetta lag datt inn í keppnina á síðustu stundu af því að annað lag datt út. Það gerist því allt mjög hratt og við erum bara að klára að taka það upp," segir Snorri. Bríet Sunna syngur lagið Blómabörn. Idolstjörnur eru áberandi í fyrsta riðlinum. Auk Snorra syngja þær Aðalheiður Ólafsdóttir og Bríet Sunna Valdimarsdóttir líka á laugardagskvöldið. Heiða syngur lagið Enginn eins og þú eftir Roland Hartwell við texta Stefáns Hilmarssonar og Bríet Sunna syngur lagið Blómabörn eftir Trausta Bjarnason við texta Magnúsar Þórs Sigmundssonar. Heiða syngur lag Rolands Hartwell. Þá syngur Bergþór Smári eigið lag og texta, Þú gafst mér allt, Sigurjón Brink syngur lagið Áfram sem hann semur með Bryndísi Sunnu Valdimarsdóttur en hún og Jóhannes Ásbjörnsson eiga textann, Hreimur Heimisson syngur lagið Draumur eftir Svein Rúnar Sigurðsson og Matti úr Pöpunum syngur Húsin hafa augu eftir Þormar Ingimarsson, en Kristján Hreinsson á textann við tvö síðasttöldu lögin. Finnur Jóhannsson syngur svo Allt eða ekki neitt, textinn er eftir Þorkel Olgeirsson sem semur lagið með Torfa Ólafssyni og Edvard Lárussyni. Fyrsta undankvöld Eurovision af þremur verður í Sjónvarpinu á laugardagskvöld. Öll þessi lög verða flutt á Rás 2 í dag og verða svo aðgengileg á www.ruv.is. Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Ég tapaði veðmáli og þess vegna er ég með," segir Idolstjarnan Snorri Snorrason sem er einn þeirra söngvara sem flytja lag í fyrsta riðli undankeppni Eurovision á laugardaginn. Snorri syngur lagið Undarleg er ástin eftir Óskar Guðnason og textahöfundinn Kristján Hreinsson. Þegar Fréttablaðið ræddi við Snorra í gærdag var verið að leggja lokahönd á lagið. „Þetta lag datt inn í keppnina á síðustu stundu af því að annað lag datt út. Það gerist því allt mjög hratt og við erum bara að klára að taka það upp," segir Snorri. Bríet Sunna syngur lagið Blómabörn. Idolstjörnur eru áberandi í fyrsta riðlinum. Auk Snorra syngja þær Aðalheiður Ólafsdóttir og Bríet Sunna Valdimarsdóttir líka á laugardagskvöldið. Heiða syngur lagið Enginn eins og þú eftir Roland Hartwell við texta Stefáns Hilmarssonar og Bríet Sunna syngur lagið Blómabörn eftir Trausta Bjarnason við texta Magnúsar Þórs Sigmundssonar. Heiða syngur lag Rolands Hartwell. Þá syngur Bergþór Smári eigið lag og texta, Þú gafst mér allt, Sigurjón Brink syngur lagið Áfram sem hann semur með Bryndísi Sunnu Valdimarsdóttur en hún og Jóhannes Ásbjörnsson eiga textann, Hreimur Heimisson syngur lagið Draumur eftir Svein Rúnar Sigurðsson og Matti úr Pöpunum syngur Húsin hafa augu eftir Þormar Ingimarsson, en Kristján Hreinsson á textann við tvö síðasttöldu lögin. Finnur Jóhannsson syngur svo Allt eða ekki neitt, textinn er eftir Þorkel Olgeirsson sem semur lagið með Torfa Ólafssyni og Edvard Lárussyni. Fyrsta undankvöld Eurovision af þremur verður í Sjónvarpinu á laugardagskvöld. Öll þessi lög verða flutt á Rás 2 í dag og verða svo aðgengileg á www.ruv.is.
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira